Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2017 20:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við ekkju ekkju hermanns sem dó í launsátri í Níger á dögunum hefur reynst forsetanum erfitt en hann er sagður hafa grætt ekkjuna og móðir hermannsins, sem hét La David T. johnson, segir forsetann hafa vanvirt son sinn og fjölskylduna alla. Þá mun hann hafa grætt ekkjuna, sem heitir Myeshia Johnson og gengur nú með þeirra þriðja barn.Sjá einnig: Trump við ekkju fallins hermanns: „Hann vissi hvað hann skráði sig í“ Frederica Wilson, þingmaður demókrata, hélt því fyrst fram að Trump hefði sagt að Johnson hefði „vitað hvað hann skráði sig í“ við ekkjuna. „En ætli þetta sé ekki erfitt þrátt fyrir það,“ mun Trump hafa sagt einnig. Wilson segist hafa heyrt hluta af því sem Trump sagði ekkjunni þegar hún sat í bíl með henni og fjölskyldu hennar. Johnson hjónin bjuggu í umdæmi Wilson.Sjá einnig: Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálinTrump brást í fyrstu reiður við þessum ummælum Wilson og sagði hana hafa búið þessa sögu til. Hann hefði ekki sagt þetta og hann gæti sannað það. Hann hefur þó ekki veitt neina sönnun og Hvíta húsið segir samtalið vera einkamál.Democrat Congresswoman totally fabricated what I said to the wife of a soldier who died in action (and I have proof). Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2017 Við blaðamenn seinna í dag sagði Trump að hann hefði átt „mjög gott samtal við konuna, við eiginkonuna sem var, sem hljómaði eins og yndislega kona,“ sagði Trump samkvæmt frétt Washington Post. Þegar hann var spurður út í sönnunina sem hann vísaði til í tísti sínu sagði hann að Wilson ætti að tjá sig aftur og þá myndi sönnunin koma í ljós.Wilson stendur þó við frásögn sína og sagði Myeshia Johnson hafa verið grátandi á meðan á símtalinu stóð. Eftir að símtalinu lauk mun Myeshia hafa sagt: „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ Móðir Johnson sagði Washington Post að lýsingar Wilson á símtalinu væru réttar.Wilson sagði einnig að hún stæði við frásögn sína í tísti og gagnrýndi Trump fyrir að segja kalla Myeshiu „konuna“ og „eiginkonuna“.I still stand by my account of the call b/t @realDonaldTrump and Myeshia Johnson. That is her name, Mr. Trump. Not "the woman" or "the wife"— Rep Frederica Wilson (@RepWilson) October 18, 2017 Donald Trump Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við ekkju ekkju hermanns sem dó í launsátri í Níger á dögunum hefur reynst forsetanum erfitt en hann er sagður hafa grætt ekkjuna og móðir hermannsins, sem hét La David T. johnson, segir forsetann hafa vanvirt son sinn og fjölskylduna alla. Þá mun hann hafa grætt ekkjuna, sem heitir Myeshia Johnson og gengur nú með þeirra þriðja barn.Sjá einnig: Trump við ekkju fallins hermanns: „Hann vissi hvað hann skráði sig í“ Frederica Wilson, þingmaður demókrata, hélt því fyrst fram að Trump hefði sagt að Johnson hefði „vitað hvað hann skráði sig í“ við ekkjuna. „En ætli þetta sé ekki erfitt þrátt fyrir það,“ mun Trump hafa sagt einnig. Wilson segist hafa heyrt hluta af því sem Trump sagði ekkjunni þegar hún sat í bíl með henni og fjölskyldu hennar. Johnson hjónin bjuggu í umdæmi Wilson.Sjá einnig: Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálinTrump brást í fyrstu reiður við þessum ummælum Wilson og sagði hana hafa búið þessa sögu til. Hann hefði ekki sagt þetta og hann gæti sannað það. Hann hefur þó ekki veitt neina sönnun og Hvíta húsið segir samtalið vera einkamál.Democrat Congresswoman totally fabricated what I said to the wife of a soldier who died in action (and I have proof). Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2017 Við blaðamenn seinna í dag sagði Trump að hann hefði átt „mjög gott samtal við konuna, við eiginkonuna sem var, sem hljómaði eins og yndislega kona,“ sagði Trump samkvæmt frétt Washington Post. Þegar hann var spurður út í sönnunina sem hann vísaði til í tísti sínu sagði hann að Wilson ætti að tjá sig aftur og þá myndi sönnunin koma í ljós.Wilson stendur þó við frásögn sína og sagði Myeshia Johnson hafa verið grátandi á meðan á símtalinu stóð. Eftir að símtalinu lauk mun Myeshia hafa sagt: „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ Móðir Johnson sagði Washington Post að lýsingar Wilson á símtalinu væru réttar.Wilson sagði einnig að hún stæði við frásögn sína í tísti og gagnrýndi Trump fyrir að segja kalla Myeshiu „konuna“ og „eiginkonuna“.I still stand by my account of the call b/t @realDonaldTrump and Myeshia Johnson. That is her name, Mr. Trump. Not "the woman" or "the wife"— Rep Frederica Wilson (@RepWilson) October 18, 2017
Donald Trump Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira