Stærsta gjaldþrot í flugsögu Bretlands Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. október 2017 07:20 Monarch var fimmta stærsta flugfélag Bretlandseyja. Monarch Breska flugfélagið Monarch lagði í morgun upp laupana og hefur 300 þúsund bókunum félagsins verið aflýst. Talið er að rúmlega 110 þúsund Bretar sem staddir eru erlendis hafi átt pantað flug heim með félaginu. Bresk stjórnvöld hafa farið þess á leit við flugmálayfirvöld að leigðar verði hið minnsta þrjátíu þotur til að ferja fólk aftur til síns heima. Ef fer sem horfir er um að ræða umfangsmestu heimsendingu fólks á friðartímum í sögu Bretlandseyja. Talið er að 2100 starfsmenn Monarch komi til með að missa vinnuna en félagið var rekið með 291 milljón punda tapi, sem nemur um 41 milljarði króna, í fyrra. Sérfræðingar segja lágt fargjaldaverð, hækkandi olíuverð og veika stöðu breska pundsins hafa orðið félaginu að falli. Stjórnendur félagsins kenna hinsvegar hryðjuverkaárásum í Egpyptalandi og Túnis, sem var stór markaður fyrir félagið auk þess sem ástandið í Tyrklandi hafi gert fólk afhuga ferðalöngum þangað. Félagið var fimmta stærsta flugfélag Bretlandseyja og er það hið stærsta sem farið hefur á hausinn. Engin vél á vegum félagsins er nú í umferð og var farþegum tilkynnt með smáskilaboðum í morgun að öllum flugferðum hafi verið aflýst. Talið er að fyrrnefndar 300 þúsund bókanir geti náð til allt að 750 þúsund farþega. Fréttir af flugi Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska flugfélagið Monarch lagði í morgun upp laupana og hefur 300 þúsund bókunum félagsins verið aflýst. Talið er að rúmlega 110 þúsund Bretar sem staddir eru erlendis hafi átt pantað flug heim með félaginu. Bresk stjórnvöld hafa farið þess á leit við flugmálayfirvöld að leigðar verði hið minnsta þrjátíu þotur til að ferja fólk aftur til síns heima. Ef fer sem horfir er um að ræða umfangsmestu heimsendingu fólks á friðartímum í sögu Bretlandseyja. Talið er að 2100 starfsmenn Monarch komi til með að missa vinnuna en félagið var rekið með 291 milljón punda tapi, sem nemur um 41 milljarði króna, í fyrra. Sérfræðingar segja lágt fargjaldaverð, hækkandi olíuverð og veika stöðu breska pundsins hafa orðið félaginu að falli. Stjórnendur félagsins kenna hinsvegar hryðjuverkaárásum í Egpyptalandi og Túnis, sem var stór markaður fyrir félagið auk þess sem ástandið í Tyrklandi hafi gert fólk afhuga ferðalöngum þangað. Félagið var fimmta stærsta flugfélag Bretlandseyja og er það hið stærsta sem farið hefur á hausinn. Engin vél á vegum félagsins er nú í umferð og var farþegum tilkynnt með smáskilaboðum í morgun að öllum flugferðum hafi verið aflýst. Talið er að fyrrnefndar 300 þúsund bókanir geti náð til allt að 750 þúsund farþega.
Fréttir af flugi Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira