Hlutu Nóbel fyrir rannsóknir á líkamsklukku Þórdís Valsdóttir skrifar 2. október 2017 13:00 Jeffrey C Hall, Michael Rosbash og Michael W Young hljóta verðlaunin í ár. Vísir/EPA Sænska Nóbelsnefndin tilkynnti í hádeginu hverjir hlutu Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði á fréttamannafundi frá Stokkhólmi. Um er að ræða fyrstu verðlaunin sem afhent eru þetta árið. Bandaríkjamennirnir Jeffrey C. Hall, Michael Rosbash og Michael W. Young hlutu Nóbelsverðlaunin fyrir uppgötvanir þeirra á gangverki sameinda sem stjórna líkamsklukku manna. Líf á jörðu stjórnast af snúningi jarðar og um árabil hefur það verið vitað að lifandi verur hafi að geyma innri lífklukku sem aðstoðar við það að aðlagast hrynjanda dagsins. Hins vegar hefur spurningunni um það hvernig sú klukka virkar ekki verið svarað.Verðlaunin í flokki lífeðlis- og læknisfræði eru fyrstu Nóbelsverðlaunin sem afhent eru á þessu ári. Fylgjast má með öðrum flokkum síðar í vikunni.Vísir/GettyJeffrey C. Hall, Michael Rosbash og Michael W. Young skoðuðu innri líffræðilegu klukkur lífvera og vörpuðu ljósi á það hvernig hún virkar. Uppgötvanir þeirra varpa ljósi á það hvernig plöntur, dýr og menn aðlaga líffræðilega klukku sína svo hún sé í takt við snúning jarðar. Líffræðileg klukka manna hjálpar til við það að stjórna svefnmynstri, matarvenjum, losun hormóna, blóðþrýstingi og líkamshita.Verðlaun í eðlisfræði á morgun Japanski frumulíffræðingurinn Yoshinori Oshumi hlaut verðlaunin á síðasta ári fyrir mikilvægar uppgötvanir sínar á svokölluðu sjálfsáti frumna, eða „autophagy“. Fundurinn var í beinni útsendingu á Youtube-síðu verðlaunanna og má sjá upptöku frá afhendingunni hér að neðan. Á morgun mun nefndin tilkynna hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði. Nóbelsverðlaun Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Sænska Nóbelsnefndin tilkynnti í hádeginu hverjir hlutu Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði á fréttamannafundi frá Stokkhólmi. Um er að ræða fyrstu verðlaunin sem afhent eru þetta árið. Bandaríkjamennirnir Jeffrey C. Hall, Michael Rosbash og Michael W. Young hlutu Nóbelsverðlaunin fyrir uppgötvanir þeirra á gangverki sameinda sem stjórna líkamsklukku manna. Líf á jörðu stjórnast af snúningi jarðar og um árabil hefur það verið vitað að lifandi verur hafi að geyma innri lífklukku sem aðstoðar við það að aðlagast hrynjanda dagsins. Hins vegar hefur spurningunni um það hvernig sú klukka virkar ekki verið svarað.Verðlaunin í flokki lífeðlis- og læknisfræði eru fyrstu Nóbelsverðlaunin sem afhent eru á þessu ári. Fylgjast má með öðrum flokkum síðar í vikunni.Vísir/GettyJeffrey C. Hall, Michael Rosbash og Michael W. Young skoðuðu innri líffræðilegu klukkur lífvera og vörpuðu ljósi á það hvernig hún virkar. Uppgötvanir þeirra varpa ljósi á það hvernig plöntur, dýr og menn aðlaga líffræðilega klukku sína svo hún sé í takt við snúning jarðar. Líffræðileg klukka manna hjálpar til við það að stjórna svefnmynstri, matarvenjum, losun hormóna, blóðþrýstingi og líkamshita.Verðlaun í eðlisfræði á morgun Japanski frumulíffræðingurinn Yoshinori Oshumi hlaut verðlaunin á síðasta ári fyrir mikilvægar uppgötvanir sínar á svokölluðu sjálfsáti frumna, eða „autophagy“. Fundurinn var í beinni útsendingu á Youtube-síðu verðlaunanna og má sjá upptöku frá afhendingunni hér að neðan. Á morgun mun nefndin tilkynna hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira