Útsendingin hefst klukkan 9:45 á íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með útsendingunni að neðan.
Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði hafa verið veitt frá árinu 1901 og hafa 204 vísindamenn hlotið verðlaunin.
Nóbelsvikan er rétt að byrja
Í gær hlutu bandarísku vísindamennirnir Jeffrey C. Hall, Michael Robash og Michael W. Young Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði fyrir rannsóknir sínar á gangverki sameinda sem stjórna líkamsklukku manna.Á morgun verða Nóbelsverðlaunin í efnafræði afhent. Hægt verður að fylgjast með fréttamannafundinum í beinni útsendingu á Vísi.