Áfram mótmælt og skellt í lás Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. október 2017 06:00 Mikið mannhaf mátti sjá á Háskólatorginu í Barcelona í gær og áttu margir þar erfitt með að komast leiðar sinnar. Allsherjarverkfall var í Katalóníu til að mótmæla framkomu spænskra yfirvalda síðustu daga. vísir/afp Katalónsk verkalýðsfélög stóðu fyrir allsherjarverkfalli í spænska héraðinu í gær. Var það gert til að mótmæla framkomu spænskra yfirvalda í garð Katalóna á sunnudaginn. Þá fóru fram kosningar í héraðinu um sjálfstæði þess. Spánverjar höfðu lýst kosningarnar ólöglegar og fór svo að spænska óeirðalögreglan slasaði nærri 900 Katalóna á kjördag. Stærstu verkalýðsfélög héraðsins, CCOO og UGT, kölluðu aðgerðirnar hins vegar ekki verkfall heldur vinnustöðvun. Var það gert til þess að sveigja hjá lögum sem kveða á um að ekki megi boða til verkfalls af pólitískum ástæðum. Stórir hópar mótmælenda söfnuðust saman í miðborg Barcelona og mótmæltu Spánverjum. „Þessar götur verða alltaf okkar,“ heyrðist hrópað. Á að minnsta kosti 24 stöðum víðs vegar um borgina lokuðu raðir mótmælenda götunum. Á Gran Via í miðborg Barcelona héldu mótmælendurnir á borða sem á stóð: „Hernámsliðið á að hypja sig.“ Mikil óánægja er með áframhaldandi veru spænsku lögreglunnar, Guardia Civil, á götum borga og bæja Katalóníu þótt kosningarnar séu afstaðnar. Söfnuðust mótmælendur til að mynda saman fyrir framan höfuðstöðvar Guardia Civil í Barcelona. Þá kom fjöldi mótmælenda einnig saman fyrir utan höfuðstöðvar spænsku ríkisstjórnarinnar í borginni. Vegna allsherjarverkfallsins og fjölda mótmælenda á götum úti var erfitt að komast leiðar sinnar í Barcelona í gær. Almenningssamgöngur lágu niðri en leigubílstjórar störfuðu margir hverjir áfram. Þá greinir BBC frá því að um 770 matvöruverslunum hafi verið lokað. Skólar og heilbrigðisstofnanir lokuðu annaðhvort dyrum sínum eða héldu starfsemi í lágmarki. Spænska ríkisstjórnin er afar óánægð bæði með kosningarnar og mótmælin sem hafa fylgt í kjölfarið. Juan Ignacio Zoido, innanríkisráðherra Spánar, sagði í gær að yfirvöld myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að stöðva „óþolandi áreiti“ í garð lögregluþjóna. Filip VI Spánarkonungur ávarpaði þjóð sína í gær og sagði Katalóna hafa brotið gegn landslögum. Kallaði hann eftir samstöðu þjóðar sinnar. Carles Puidgmont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, brást við með því að segja að héraðsstjórnin hefði í hyggju að lýsa yfir sjálfstæði fyrir vikulok eða í upphafi þeirrar næstu. Mariano Rajoy forsætisráðherra hefur sagt Katalóna hæðast að lýðræðinu með því að halda kosningarnar, en níutíu prósent þeirra sem kusu völdu sjálfstæði. Kjörsókn var einungis um fjörutíu prósent. Rajoy fundaði með leiðtogum spænsku stjórnarandstöðunnar á mánudagskvöld. Pedro Sánchez, formaður Sósíalistaflokksins, hvatti Rajoy til þess að ræða við Puigdemont sem allra fyrst. Albert Rivera, formaður Miðjuflokksins, var ekki á sama máli. Fór hann fram á að Rajoy virkjaði 155. grein stjórnarskrárinnar og svipti þar með Katalóna sjálfsstjórnarvöldum. Í gær lýsti skrifstofa Rajoys því svo yfir að forsætisráðherrann íhugaði að kalla þingið saman á sérstakan neyðarfund til að ræða ástandið. Evrópusambandið hefur ekkert viljað aðhafast í málinu en mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur beðið um að fá að senda sérfræðinga til héraðsins til að kanna hvort brotið hafi verið á mannréttindum Katalóna. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Spánarkonungur fordæmir sjálfstæðissinna "Þeir hafa brotið lýðræðislegar grundvallarreglur réttarríkisins,“ sagði Spánarkonungur um skipuleggjendur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. 3. október 2017 20:51 Allsherjarverkfall í Katalóníu Verkalýðsfélög í Katalóníu standa í dag fyrir allsherjarverkfalli í mótmælaskyni við aðfarir spænskra stjórnvalda. 3. október 2017 08:15 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Katalónsk verkalýðsfélög stóðu fyrir allsherjarverkfalli í spænska héraðinu í gær. Var það gert til að mótmæla framkomu spænskra yfirvalda í garð Katalóna á sunnudaginn. Þá fóru fram kosningar í héraðinu um sjálfstæði þess. Spánverjar höfðu lýst kosningarnar ólöglegar og fór svo að spænska óeirðalögreglan slasaði nærri 900 Katalóna á kjördag. Stærstu verkalýðsfélög héraðsins, CCOO og UGT, kölluðu aðgerðirnar hins vegar ekki verkfall heldur vinnustöðvun. Var það gert til þess að sveigja hjá lögum sem kveða á um að ekki megi boða til verkfalls af pólitískum ástæðum. Stórir hópar mótmælenda söfnuðust saman í miðborg Barcelona og mótmæltu Spánverjum. „Þessar götur verða alltaf okkar,“ heyrðist hrópað. Á að minnsta kosti 24 stöðum víðs vegar um borgina lokuðu raðir mótmælenda götunum. Á Gran Via í miðborg Barcelona héldu mótmælendurnir á borða sem á stóð: „Hernámsliðið á að hypja sig.“ Mikil óánægja er með áframhaldandi veru spænsku lögreglunnar, Guardia Civil, á götum borga og bæja Katalóníu þótt kosningarnar séu afstaðnar. Söfnuðust mótmælendur til að mynda saman fyrir framan höfuðstöðvar Guardia Civil í Barcelona. Þá kom fjöldi mótmælenda einnig saman fyrir utan höfuðstöðvar spænsku ríkisstjórnarinnar í borginni. Vegna allsherjarverkfallsins og fjölda mótmælenda á götum úti var erfitt að komast leiðar sinnar í Barcelona í gær. Almenningssamgöngur lágu niðri en leigubílstjórar störfuðu margir hverjir áfram. Þá greinir BBC frá því að um 770 matvöruverslunum hafi verið lokað. Skólar og heilbrigðisstofnanir lokuðu annaðhvort dyrum sínum eða héldu starfsemi í lágmarki. Spænska ríkisstjórnin er afar óánægð bæði með kosningarnar og mótmælin sem hafa fylgt í kjölfarið. Juan Ignacio Zoido, innanríkisráðherra Spánar, sagði í gær að yfirvöld myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að stöðva „óþolandi áreiti“ í garð lögregluþjóna. Filip VI Spánarkonungur ávarpaði þjóð sína í gær og sagði Katalóna hafa brotið gegn landslögum. Kallaði hann eftir samstöðu þjóðar sinnar. Carles Puidgmont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, brást við með því að segja að héraðsstjórnin hefði í hyggju að lýsa yfir sjálfstæði fyrir vikulok eða í upphafi þeirrar næstu. Mariano Rajoy forsætisráðherra hefur sagt Katalóna hæðast að lýðræðinu með því að halda kosningarnar, en níutíu prósent þeirra sem kusu völdu sjálfstæði. Kjörsókn var einungis um fjörutíu prósent. Rajoy fundaði með leiðtogum spænsku stjórnarandstöðunnar á mánudagskvöld. Pedro Sánchez, formaður Sósíalistaflokksins, hvatti Rajoy til þess að ræða við Puigdemont sem allra fyrst. Albert Rivera, formaður Miðjuflokksins, var ekki á sama máli. Fór hann fram á að Rajoy virkjaði 155. grein stjórnarskrárinnar og svipti þar með Katalóna sjálfsstjórnarvöldum. Í gær lýsti skrifstofa Rajoys því svo yfir að forsætisráðherrann íhugaði að kalla þingið saman á sérstakan neyðarfund til að ræða ástandið. Evrópusambandið hefur ekkert viljað aðhafast í málinu en mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur beðið um að fá að senda sérfræðinga til héraðsins til að kanna hvort brotið hafi verið á mannréttindum Katalóna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Spánarkonungur fordæmir sjálfstæðissinna "Þeir hafa brotið lýðræðislegar grundvallarreglur réttarríkisins,“ sagði Spánarkonungur um skipuleggjendur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. 3. október 2017 20:51 Allsherjarverkfall í Katalóníu Verkalýðsfélög í Katalóníu standa í dag fyrir allsherjarverkfalli í mótmælaskyni við aðfarir spænskra stjórnvalda. 3. október 2017 08:15 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Spánarkonungur fordæmir sjálfstæðissinna "Þeir hafa brotið lýðræðislegar grundvallarreglur réttarríkisins,“ sagði Spánarkonungur um skipuleggjendur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. 3. október 2017 20:51
Allsherjarverkfall í Katalóníu Verkalýðsfélög í Katalóníu standa í dag fyrir allsherjarverkfalli í mótmælaskyni við aðfarir spænskra stjórnvalda. 3. október 2017 08:15