Áfram mótmælt og skellt í lás Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. október 2017 06:00 Mikið mannhaf mátti sjá á Háskólatorginu í Barcelona í gær og áttu margir þar erfitt með að komast leiðar sinnar. Allsherjarverkfall var í Katalóníu til að mótmæla framkomu spænskra yfirvalda síðustu daga. vísir/afp Katalónsk verkalýðsfélög stóðu fyrir allsherjarverkfalli í spænska héraðinu í gær. Var það gert til að mótmæla framkomu spænskra yfirvalda í garð Katalóna á sunnudaginn. Þá fóru fram kosningar í héraðinu um sjálfstæði þess. Spánverjar höfðu lýst kosningarnar ólöglegar og fór svo að spænska óeirðalögreglan slasaði nærri 900 Katalóna á kjördag. Stærstu verkalýðsfélög héraðsins, CCOO og UGT, kölluðu aðgerðirnar hins vegar ekki verkfall heldur vinnustöðvun. Var það gert til þess að sveigja hjá lögum sem kveða á um að ekki megi boða til verkfalls af pólitískum ástæðum. Stórir hópar mótmælenda söfnuðust saman í miðborg Barcelona og mótmæltu Spánverjum. „Þessar götur verða alltaf okkar,“ heyrðist hrópað. Á að minnsta kosti 24 stöðum víðs vegar um borgina lokuðu raðir mótmælenda götunum. Á Gran Via í miðborg Barcelona héldu mótmælendurnir á borða sem á stóð: „Hernámsliðið á að hypja sig.“ Mikil óánægja er með áframhaldandi veru spænsku lögreglunnar, Guardia Civil, á götum borga og bæja Katalóníu þótt kosningarnar séu afstaðnar. Söfnuðust mótmælendur til að mynda saman fyrir framan höfuðstöðvar Guardia Civil í Barcelona. Þá kom fjöldi mótmælenda einnig saman fyrir utan höfuðstöðvar spænsku ríkisstjórnarinnar í borginni. Vegna allsherjarverkfallsins og fjölda mótmælenda á götum úti var erfitt að komast leiðar sinnar í Barcelona í gær. Almenningssamgöngur lágu niðri en leigubílstjórar störfuðu margir hverjir áfram. Þá greinir BBC frá því að um 770 matvöruverslunum hafi verið lokað. Skólar og heilbrigðisstofnanir lokuðu annaðhvort dyrum sínum eða héldu starfsemi í lágmarki. Spænska ríkisstjórnin er afar óánægð bæði með kosningarnar og mótmælin sem hafa fylgt í kjölfarið. Juan Ignacio Zoido, innanríkisráðherra Spánar, sagði í gær að yfirvöld myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að stöðva „óþolandi áreiti“ í garð lögregluþjóna. Filip VI Spánarkonungur ávarpaði þjóð sína í gær og sagði Katalóna hafa brotið gegn landslögum. Kallaði hann eftir samstöðu þjóðar sinnar. Carles Puidgmont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, brást við með því að segja að héraðsstjórnin hefði í hyggju að lýsa yfir sjálfstæði fyrir vikulok eða í upphafi þeirrar næstu. Mariano Rajoy forsætisráðherra hefur sagt Katalóna hæðast að lýðræðinu með því að halda kosningarnar, en níutíu prósent þeirra sem kusu völdu sjálfstæði. Kjörsókn var einungis um fjörutíu prósent. Rajoy fundaði með leiðtogum spænsku stjórnarandstöðunnar á mánudagskvöld. Pedro Sánchez, formaður Sósíalistaflokksins, hvatti Rajoy til þess að ræða við Puigdemont sem allra fyrst. Albert Rivera, formaður Miðjuflokksins, var ekki á sama máli. Fór hann fram á að Rajoy virkjaði 155. grein stjórnarskrárinnar og svipti þar með Katalóna sjálfsstjórnarvöldum. Í gær lýsti skrifstofa Rajoys því svo yfir að forsætisráðherrann íhugaði að kalla þingið saman á sérstakan neyðarfund til að ræða ástandið. Evrópusambandið hefur ekkert viljað aðhafast í málinu en mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur beðið um að fá að senda sérfræðinga til héraðsins til að kanna hvort brotið hafi verið á mannréttindum Katalóna. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Spánarkonungur fordæmir sjálfstæðissinna "Þeir hafa brotið lýðræðislegar grundvallarreglur réttarríkisins,“ sagði Spánarkonungur um skipuleggjendur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. 3. október 2017 20:51 Allsherjarverkfall í Katalóníu Verkalýðsfélög í Katalóníu standa í dag fyrir allsherjarverkfalli í mótmælaskyni við aðfarir spænskra stjórnvalda. 3. október 2017 08:15 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Katalónsk verkalýðsfélög stóðu fyrir allsherjarverkfalli í spænska héraðinu í gær. Var það gert til að mótmæla framkomu spænskra yfirvalda í garð Katalóna á sunnudaginn. Þá fóru fram kosningar í héraðinu um sjálfstæði þess. Spánverjar höfðu lýst kosningarnar ólöglegar og fór svo að spænska óeirðalögreglan slasaði nærri 900 Katalóna á kjördag. Stærstu verkalýðsfélög héraðsins, CCOO og UGT, kölluðu aðgerðirnar hins vegar ekki verkfall heldur vinnustöðvun. Var það gert til þess að sveigja hjá lögum sem kveða á um að ekki megi boða til verkfalls af pólitískum ástæðum. Stórir hópar mótmælenda söfnuðust saman í miðborg Barcelona og mótmæltu Spánverjum. „Þessar götur verða alltaf okkar,“ heyrðist hrópað. Á að minnsta kosti 24 stöðum víðs vegar um borgina lokuðu raðir mótmælenda götunum. Á Gran Via í miðborg Barcelona héldu mótmælendurnir á borða sem á stóð: „Hernámsliðið á að hypja sig.“ Mikil óánægja er með áframhaldandi veru spænsku lögreglunnar, Guardia Civil, á götum borga og bæja Katalóníu þótt kosningarnar séu afstaðnar. Söfnuðust mótmælendur til að mynda saman fyrir framan höfuðstöðvar Guardia Civil í Barcelona. Þá kom fjöldi mótmælenda einnig saman fyrir utan höfuðstöðvar spænsku ríkisstjórnarinnar í borginni. Vegna allsherjarverkfallsins og fjölda mótmælenda á götum úti var erfitt að komast leiðar sinnar í Barcelona í gær. Almenningssamgöngur lágu niðri en leigubílstjórar störfuðu margir hverjir áfram. Þá greinir BBC frá því að um 770 matvöruverslunum hafi verið lokað. Skólar og heilbrigðisstofnanir lokuðu annaðhvort dyrum sínum eða héldu starfsemi í lágmarki. Spænska ríkisstjórnin er afar óánægð bæði með kosningarnar og mótmælin sem hafa fylgt í kjölfarið. Juan Ignacio Zoido, innanríkisráðherra Spánar, sagði í gær að yfirvöld myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að stöðva „óþolandi áreiti“ í garð lögregluþjóna. Filip VI Spánarkonungur ávarpaði þjóð sína í gær og sagði Katalóna hafa brotið gegn landslögum. Kallaði hann eftir samstöðu þjóðar sinnar. Carles Puidgmont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, brást við með því að segja að héraðsstjórnin hefði í hyggju að lýsa yfir sjálfstæði fyrir vikulok eða í upphafi þeirrar næstu. Mariano Rajoy forsætisráðherra hefur sagt Katalóna hæðast að lýðræðinu með því að halda kosningarnar, en níutíu prósent þeirra sem kusu völdu sjálfstæði. Kjörsókn var einungis um fjörutíu prósent. Rajoy fundaði með leiðtogum spænsku stjórnarandstöðunnar á mánudagskvöld. Pedro Sánchez, formaður Sósíalistaflokksins, hvatti Rajoy til þess að ræða við Puigdemont sem allra fyrst. Albert Rivera, formaður Miðjuflokksins, var ekki á sama máli. Fór hann fram á að Rajoy virkjaði 155. grein stjórnarskrárinnar og svipti þar með Katalóna sjálfsstjórnarvöldum. Í gær lýsti skrifstofa Rajoys því svo yfir að forsætisráðherrann íhugaði að kalla þingið saman á sérstakan neyðarfund til að ræða ástandið. Evrópusambandið hefur ekkert viljað aðhafast í málinu en mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur beðið um að fá að senda sérfræðinga til héraðsins til að kanna hvort brotið hafi verið á mannréttindum Katalóna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Spánarkonungur fordæmir sjálfstæðissinna "Þeir hafa brotið lýðræðislegar grundvallarreglur réttarríkisins,“ sagði Spánarkonungur um skipuleggjendur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. 3. október 2017 20:51 Allsherjarverkfall í Katalóníu Verkalýðsfélög í Katalóníu standa í dag fyrir allsherjarverkfalli í mótmælaskyni við aðfarir spænskra stjórnvalda. 3. október 2017 08:15 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Spánarkonungur fordæmir sjálfstæðissinna "Þeir hafa brotið lýðræðislegar grundvallarreglur réttarríkisins,“ sagði Spánarkonungur um skipuleggjendur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. 3. október 2017 20:51
Allsherjarverkfall í Katalóníu Verkalýðsfélög í Katalóníu standa í dag fyrir allsherjarverkfalli í mótmælaskyni við aðfarir spænskra stjórnvalda. 3. október 2017 08:15