Heimir: Pössum að menn verði ekki of metnaðarfullir Tómas Þór Þórðarson í Eskisehir skrifar 5. október 2017 20:30 Strákarnir okkar æfðu í síðasta sinn á glæsilegum keppnisvellinum í Eskisehir í hádeginu í dag eftir blaðamannafund Heimis og Arons. Undirbúningur hefur verið góður en Heimir Hallgrímsson er bæði að undirbúa liðið fyrir fótboltann og stemninguna sem verður á vellinum á morgun en það verða brjáluð læti og óvinvætt andrúmsloft. „Þetta er líka bara sálfræðilegt. Það finnst öllum gaman að spila leiki á völlum þar sem er brjáluð stemning. Við skiljum hvort sem er ekkert hvort þeir eru að öskra áfram Ísland eða áfram Tyrkland. Við bara hugsum þetta bara eins og það sé stemning á vellinum og við ætlum að taka þá orku og láta það hjálpa okkur en ekki öfugt,“ sagði Heimir við íþróttadeild fyrir æfingu liðsins í dag. „Við erum með skýra hugmynd um hvað við ætlum að gera. Það er erfitt að lesa í Tyrkina bæði er varðar mannskap og leikaðferð. Þeir áttu góðan leik síðast og Lucescu er fastheldinn þjálfari þannig að við reiknum fastlega með því að þetta verði svipað og ég gegn Króatíu,“ sagði Heimir. Leikurinn á morgun er enn einn sem kalla má stærsta leikinn í sögunni því gullpotturinn handan regnbogans er auðvitað farseðill á sjálft heimsmeistaramótið á næsta ári. Það eru þó tveir leikir eftir, ekki bara þessi Tyrklandsleikur, og Heimir hefur engar áhyggjur af því að strákarnir séu að fara eitthvað fram úr sér. „Þessir strákar eru vanir því að spila mikilvæga úrslitaleiki. Þeir vita allir hvað er í húfi. Það er miklu meira en bara að komast til Rússlands í þessari viku. Þeir vita hvað er í húfi og það er enginn að fara fram úr sér. Það er af og frá,“ segir Heimir. „VIð þurfum bara helst að passa það að menn verði ekki of metnaðarfullir og reyni að gera of mikið. Frekar að vera skynsamir. Við þurfum að vera skynsamir gegn Tyrkjum því leikirnir þeirra leysast oft upp og við verðum að vera skipulagðir. Við erum góðir í skipulaginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30 Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30 Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26 "Vildum sýna að þetta var engin heppni“ Landsliðsfyrirliðinn er stoltur af stöðugleikanum sem íslenska liðið hefur sýnt. 5. október 2017 19:15 Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Strákarnir okkar æfðu í síðasta sinn á glæsilegum keppnisvellinum í Eskisehir í hádeginu í dag eftir blaðamannafund Heimis og Arons. Undirbúningur hefur verið góður en Heimir Hallgrímsson er bæði að undirbúa liðið fyrir fótboltann og stemninguna sem verður á vellinum á morgun en það verða brjáluð læti og óvinvætt andrúmsloft. „Þetta er líka bara sálfræðilegt. Það finnst öllum gaman að spila leiki á völlum þar sem er brjáluð stemning. Við skiljum hvort sem er ekkert hvort þeir eru að öskra áfram Ísland eða áfram Tyrkland. Við bara hugsum þetta bara eins og það sé stemning á vellinum og við ætlum að taka þá orku og láta það hjálpa okkur en ekki öfugt,“ sagði Heimir við íþróttadeild fyrir æfingu liðsins í dag. „Við erum með skýra hugmynd um hvað við ætlum að gera. Það er erfitt að lesa í Tyrkina bæði er varðar mannskap og leikaðferð. Þeir áttu góðan leik síðast og Lucescu er fastheldinn þjálfari þannig að við reiknum fastlega með því að þetta verði svipað og ég gegn Króatíu,“ sagði Heimir. Leikurinn á morgun er enn einn sem kalla má stærsta leikinn í sögunni því gullpotturinn handan regnbogans er auðvitað farseðill á sjálft heimsmeistaramótið á næsta ári. Það eru þó tveir leikir eftir, ekki bara þessi Tyrklandsleikur, og Heimir hefur engar áhyggjur af því að strákarnir séu að fara eitthvað fram úr sér. „Þessir strákar eru vanir því að spila mikilvæga úrslitaleiki. Þeir vita allir hvað er í húfi. Það er miklu meira en bara að komast til Rússlands í þessari viku. Þeir vita hvað er í húfi og það er enginn að fara fram úr sér. Það er af og frá,“ segir Heimir. „VIð þurfum bara helst að passa það að menn verði ekki of metnaðarfullir og reyni að gera of mikið. Frekar að vera skynsamir. Við þurfum að vera skynsamir gegn Tyrkjum því leikirnir þeirra leysast oft upp og við verðum að vera skipulagðir. Við erum góðir í skipulaginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30 Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30 Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26 "Vildum sýna að þetta var engin heppni“ Landsliðsfyrirliðinn er stoltur af stöðugleikanum sem íslenska liðið hefur sýnt. 5. október 2017 19:15 Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30
Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30
Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26
"Vildum sýna að þetta var engin heppni“ Landsliðsfyrirliðinn er stoltur af stöðugleikanum sem íslenska liðið hefur sýnt. 5. október 2017 19:15
Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn