Heimir: Pössum að menn verði ekki of metnaðarfullir Tómas Þór Þórðarson í Eskisehir skrifar 5. október 2017 20:30 Strákarnir okkar æfðu í síðasta sinn á glæsilegum keppnisvellinum í Eskisehir í hádeginu í dag eftir blaðamannafund Heimis og Arons. Undirbúningur hefur verið góður en Heimir Hallgrímsson er bæði að undirbúa liðið fyrir fótboltann og stemninguna sem verður á vellinum á morgun en það verða brjáluð læti og óvinvætt andrúmsloft. „Þetta er líka bara sálfræðilegt. Það finnst öllum gaman að spila leiki á völlum þar sem er brjáluð stemning. Við skiljum hvort sem er ekkert hvort þeir eru að öskra áfram Ísland eða áfram Tyrkland. Við bara hugsum þetta bara eins og það sé stemning á vellinum og við ætlum að taka þá orku og láta það hjálpa okkur en ekki öfugt,“ sagði Heimir við íþróttadeild fyrir æfingu liðsins í dag. „Við erum með skýra hugmynd um hvað við ætlum að gera. Það er erfitt að lesa í Tyrkina bæði er varðar mannskap og leikaðferð. Þeir áttu góðan leik síðast og Lucescu er fastheldinn þjálfari þannig að við reiknum fastlega með því að þetta verði svipað og ég gegn Króatíu,“ sagði Heimir. Leikurinn á morgun er enn einn sem kalla má stærsta leikinn í sögunni því gullpotturinn handan regnbogans er auðvitað farseðill á sjálft heimsmeistaramótið á næsta ári. Það eru þó tveir leikir eftir, ekki bara þessi Tyrklandsleikur, og Heimir hefur engar áhyggjur af því að strákarnir séu að fara eitthvað fram úr sér. „Þessir strákar eru vanir því að spila mikilvæga úrslitaleiki. Þeir vita allir hvað er í húfi. Það er miklu meira en bara að komast til Rússlands í þessari viku. Þeir vita hvað er í húfi og það er enginn að fara fram úr sér. Það er af og frá,“ segir Heimir. „VIð þurfum bara helst að passa það að menn verði ekki of metnaðarfullir og reyni að gera of mikið. Frekar að vera skynsamir. Við þurfum að vera skynsamir gegn Tyrkjum því leikirnir þeirra leysast oft upp og við verðum að vera skipulagðir. Við erum góðir í skipulaginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30 Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30 Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26 "Vildum sýna að þetta var engin heppni“ Landsliðsfyrirliðinn er stoltur af stöðugleikanum sem íslenska liðið hefur sýnt. 5. október 2017 19:15 Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Strákarnir okkar æfðu í síðasta sinn á glæsilegum keppnisvellinum í Eskisehir í hádeginu í dag eftir blaðamannafund Heimis og Arons. Undirbúningur hefur verið góður en Heimir Hallgrímsson er bæði að undirbúa liðið fyrir fótboltann og stemninguna sem verður á vellinum á morgun en það verða brjáluð læti og óvinvætt andrúmsloft. „Þetta er líka bara sálfræðilegt. Það finnst öllum gaman að spila leiki á völlum þar sem er brjáluð stemning. Við skiljum hvort sem er ekkert hvort þeir eru að öskra áfram Ísland eða áfram Tyrkland. Við bara hugsum þetta bara eins og það sé stemning á vellinum og við ætlum að taka þá orku og láta það hjálpa okkur en ekki öfugt,“ sagði Heimir við íþróttadeild fyrir æfingu liðsins í dag. „Við erum með skýra hugmynd um hvað við ætlum að gera. Það er erfitt að lesa í Tyrkina bæði er varðar mannskap og leikaðferð. Þeir áttu góðan leik síðast og Lucescu er fastheldinn þjálfari þannig að við reiknum fastlega með því að þetta verði svipað og ég gegn Króatíu,“ sagði Heimir. Leikurinn á morgun er enn einn sem kalla má stærsta leikinn í sögunni því gullpotturinn handan regnbogans er auðvitað farseðill á sjálft heimsmeistaramótið á næsta ári. Það eru þó tveir leikir eftir, ekki bara þessi Tyrklandsleikur, og Heimir hefur engar áhyggjur af því að strákarnir séu að fara eitthvað fram úr sér. „Þessir strákar eru vanir því að spila mikilvæga úrslitaleiki. Þeir vita allir hvað er í húfi. Það er miklu meira en bara að komast til Rússlands í þessari viku. Þeir vita hvað er í húfi og það er enginn að fara fram úr sér. Það er af og frá,“ segir Heimir. „VIð þurfum bara helst að passa það að menn verði ekki of metnaðarfullir og reyni að gera of mikið. Frekar að vera skynsamir. Við þurfum að vera skynsamir gegn Tyrkjum því leikirnir þeirra leysast oft upp og við verðum að vera skipulagðir. Við erum góðir í skipulaginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30 Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30 Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26 "Vildum sýna að þetta var engin heppni“ Landsliðsfyrirliðinn er stoltur af stöðugleikanum sem íslenska liðið hefur sýnt. 5. október 2017 19:15 Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30
Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30
Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26
"Vildum sýna að þetta var engin heppni“ Landsliðsfyrirliðinn er stoltur af stöðugleikanum sem íslenska liðið hefur sýnt. 5. október 2017 19:15
Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55