Trump gefur í skyn samning við demókrata um sjúkratryggingar Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2017 14:25 Nýjasta útspil Trump er ólíklegt að bæta samband hans við leiðtoga repúblikana í þinginu. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því í Twitter í morgun að hann gæti tekið höndum saman við demókrata í Bandaríkjaþingi um að semja nýtt frumvarp um sjúkratryggingar. Stirt hefur verið milli Trump og leiðtoga repúblikana í þinginu að undanförnu. Hvorki hefur gengið né rekið hjá repúblikönum að afnema Obamacare, heilbrigðistryggingalögin sem kennd eru við Barack Obama, þrátt fyrir að það hafi verið þeirra helsta stefnumál um árabil. Hefur þeim trekk í trekk mistekist að semja frumvarp sem jafnt harðlínumenn sem hófsamari þingmenn hafa getað sameinast um. Þetta hefur valdið spennu í samskiptum Trump við Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeild þingsins. Ekki er langt síðan að Trump tilkynnti að hann hefði náð samkomulagi við leiðtoga demókrata um að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins og fjármagna rekstur alríkisstjórnarinnar, þvert á vilja leiðtoga repúblikana.Ef eitthvað er að marka tíst Trump virðist Schumer ekki hafa hafnað samstarfstillögunni algerlega.Vísir/AFPNú segir Trump að hann gæti endurtekið þann leik með sjúkratryggingakerfið. Í tísti í morgun sagðist hann hafa rætt við Chuck Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata í öldungadeildinni, til að kanna hvort að demókratar hefðu áhuga á að vinna með honum að „frábæru sjúkrafrumvarpi“. „Hver veit!“ tísti Trump.I called Chuck Schumer yesterday to see if the Dems want to do a great HealthCare Bill. ObamaCare is badly broken, big premiums. Who knows!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2017 Schumer og félagar hafa fram að þessu verið mótfallnir tilraunum repúblikana til að afnema og skipta Obamacare út fyrir önnur lög, að sögn Washington Post. Schumer og fleiri demókratar hafa aftur á móti sagst reiðubúnir að vinna með Trump og öðrum repúblikönum að því að sníða vankanta af Obamacare. Donald Trump Tengdar fréttir Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45 Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því í Twitter í morgun að hann gæti tekið höndum saman við demókrata í Bandaríkjaþingi um að semja nýtt frumvarp um sjúkratryggingar. Stirt hefur verið milli Trump og leiðtoga repúblikana í þinginu að undanförnu. Hvorki hefur gengið né rekið hjá repúblikönum að afnema Obamacare, heilbrigðistryggingalögin sem kennd eru við Barack Obama, þrátt fyrir að það hafi verið þeirra helsta stefnumál um árabil. Hefur þeim trekk í trekk mistekist að semja frumvarp sem jafnt harðlínumenn sem hófsamari þingmenn hafa getað sameinast um. Þetta hefur valdið spennu í samskiptum Trump við Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeild þingsins. Ekki er langt síðan að Trump tilkynnti að hann hefði náð samkomulagi við leiðtoga demókrata um að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins og fjármagna rekstur alríkisstjórnarinnar, þvert á vilja leiðtoga repúblikana.Ef eitthvað er að marka tíst Trump virðist Schumer ekki hafa hafnað samstarfstillögunni algerlega.Vísir/AFPNú segir Trump að hann gæti endurtekið þann leik með sjúkratryggingakerfið. Í tísti í morgun sagðist hann hafa rætt við Chuck Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata í öldungadeildinni, til að kanna hvort að demókratar hefðu áhuga á að vinna með honum að „frábæru sjúkrafrumvarpi“. „Hver veit!“ tísti Trump.I called Chuck Schumer yesterday to see if the Dems want to do a great HealthCare Bill. ObamaCare is badly broken, big premiums. Who knows!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2017 Schumer og félagar hafa fram að þessu verið mótfallnir tilraunum repúblikana til að afnema og skipta Obamacare út fyrir önnur lög, að sögn Washington Post. Schumer og fleiri demókratar hafa aftur á móti sagst reiðubúnir að vinna með Trump og öðrum repúblikönum að því að sníða vankanta af Obamacare.
Donald Trump Tengdar fréttir Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45 Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45
Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45