Einn leikur fór fram í Dominos deild kvenna í kvöld en það var leikur Skallagríms og Snæfells í Borgarnesi.
Fyrir leikinn var Skallagrímur í 3.sæti deildarinnar með 2 stig á meðan Snæfell var í 6.sæti án stiga.
Það voru gestirnir í Snæfell sem voru sterkari aðilinn í leiknum og var það Kristen McCarthy sem fór fyrir liði Snæfells en hún skoraði hvorki meira né minna en 53 stig fyrir liðið. Stighæst hjá Skallagrím var Carmen Tyson-Thomas með 25 stig.
Lokatölur leiksins voru 84-73 fyrir Snæfell og því eru þær komnar með fyrstu stigin sín í vetur.
Körfubolti