Katrín Björg skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2017 12:53 Katrín Björg Ríkarðsdóttir. auðunn níelsson Þorsteinn Viglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað Katrínu Björgu Ríkarðsdóttur framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til næstu fimm ára. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ákvörðun um skipun hennar sé í samræmi við mat ráðgefandi nefndar sem mat hæfni umsækjenda. Katrín Björg tekur við embættinu af Kristínu Ástgeirsdóttur. „Embættið var auglýst laust til umsóknar í júní sl. og rann umsóknarfrestur út 17. júlí. Umsækjendur voru tíu en einn þeirra dró umsókn sína til baka. Ráðgefandi nefnd sem mat hæfni umsækjenda skilaði niðurstöðum sínum til ráðherra 8. september síðastliðinn og mat Katrínu Björgu vel hæfa til starfsins. Ákvörðun ráðherra um skipun Katrínar Bjargar var tekin að undangengnum viðtölum við þá umsækendur sem nefndin mat hæfasta. Katrín Björg lauk M.Ed gráðu í menntunarfræðum með áherslu á kynjajafnrétti frá Háskólanum á Akureyri árið 2011. Áður hafði hún lokið menntun í uppeldis- og kennslufræðum frá sama skóla árið 1996 og BA prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1992. Katrín hefur frá árinu 2014 verið aðstoðarmaður bæjarstjóra á Akureyri. Árin 2006 – 2014 var hún framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar Akureyrar, 2003 – 2006 var hún jafnréttisráðgjafi Jafnréttis- og fjölskyldunefndar Akureyrar og árin 2000 – 2003 starfaði hún sem sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu. Áður starfaði hún við Minjasafnið á Akureyri og við Héraðsskjalasafn bæjarins. Í umsögn hæfnisnefndar um Katrínu Björgu segir að hún sé reyndur stjórnandi með ótvíræða leiðtogahæfileika, jákvæð, skipulögð og þægileg í samskiptum. Hún Hafi verið mikið viðloðandi jafnréttismál á starfsferli sínum og meðal annars tekið þátt í mótun starfsemi Jafnréttisstofu frá stofnun hennar, “ segir í tilkynningunni. Ráðningar Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Þorsteinn Viglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað Katrínu Björgu Ríkarðsdóttur framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til næstu fimm ára. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ákvörðun um skipun hennar sé í samræmi við mat ráðgefandi nefndar sem mat hæfni umsækjenda. Katrín Björg tekur við embættinu af Kristínu Ástgeirsdóttur. „Embættið var auglýst laust til umsóknar í júní sl. og rann umsóknarfrestur út 17. júlí. Umsækjendur voru tíu en einn þeirra dró umsókn sína til baka. Ráðgefandi nefnd sem mat hæfni umsækjenda skilaði niðurstöðum sínum til ráðherra 8. september síðastliðinn og mat Katrínu Björgu vel hæfa til starfsins. Ákvörðun ráðherra um skipun Katrínar Bjargar var tekin að undangengnum viðtölum við þá umsækendur sem nefndin mat hæfasta. Katrín Björg lauk M.Ed gráðu í menntunarfræðum með áherslu á kynjajafnrétti frá Háskólanum á Akureyri árið 2011. Áður hafði hún lokið menntun í uppeldis- og kennslufræðum frá sama skóla árið 1996 og BA prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1992. Katrín hefur frá árinu 2014 verið aðstoðarmaður bæjarstjóra á Akureyri. Árin 2006 – 2014 var hún framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar Akureyrar, 2003 – 2006 var hún jafnréttisráðgjafi Jafnréttis- og fjölskyldunefndar Akureyrar og árin 2000 – 2003 starfaði hún sem sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu. Áður starfaði hún við Minjasafnið á Akureyri og við Héraðsskjalasafn bæjarins. Í umsögn hæfnisnefndar um Katrínu Björgu segir að hún sé reyndur stjórnandi með ótvíræða leiðtogahæfileika, jákvæð, skipulögð og þægileg í samskiptum. Hún Hafi verið mikið viðloðandi jafnréttismál á starfsferli sínum og meðal annars tekið þátt í mótun starfsemi Jafnréttisstofu frá stofnun hennar, “ segir í tilkynningunni.
Ráðningar Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira