Fjölmiðlar um allan heim fjalla um sögulegt afrek Íslands: „Fótboltaævintýri Íslands heldur áfram“ Þórdís Valsdóttir skrifar 9. október 2017 21:28 Ísland sigraði gegn Kósóvó í kvöld og tryggði sér sæti á HM 2018 í Rússlandi. Vísir/ernir Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem komist hefur á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í karlaflokki. Með 2-0 sigri gegn Kósóvó fékk Ísland farseðilinn til Rússlands. Trínidad og Tóbagó var áður minnsta þjóðin sem hefur komist á HM þegar þjóðin komst á HM 2006 í Þýskalandi. Í Trínidad og Tóbagó búa milljón fleiri en á Íslandi og er Ísland því lang minnsta þjóðin sem fer á HM. Fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um sigurinn og velgengni íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í kvöld. Nágrannar okkar í Noregi segja Ísland klárt í sitt fyrsta heimsmeistaramót í knattspyrnu. „Fótboltaævintýrið heldur áfram á Íslandi.“ Bandaríski íþróttafjölmiðillinn ESPN fjallaði um sigur Íslands. „Það var stjarnan Gylfi Sigurðsson, sem setti EM eftirlætið á braut til Rússlands á fertugustu mínútu,“ segir á síðunni. „Ísland mun keppa í fyrsta skipti í lokakeppni HM næsta sumar eftir að hafa sigrað riðilinn sinn“ kemur fram á Daily Mail. Nýsjálenska fréttaveitan Stuff fjallaði einnig um málið. „Íslendingar halda skriðu sinni áfram eftir hvetjandi frammistöðu sína á EM 2016. Ísland endaði efst í riðli sínum og fóru sjálfkrafa í lokakeppni HM í Rússlandi á næsta ári á kostnað Króatíu,“ segir í fréttinni. Þar er einnig vakin athygli á fólksfæð Íslands. „Með 2-0 sigri gegn Kósóvó gerði Ísland það sem fáir hefðu trúað að væri mögulegt fyrir eyþjóðina sem er frægari fyrir eldfjöll og norðurljós heldur en knattspyrnu: tryggði sér sjálfkrafa þátttöku á Heimsmeistarakeppninni í Rússlandi 2018,“ segir á vefmiðlinum Heavy.com. Iceland (pop 334,000). have qualified for the #WorldCup for the first time ever - the smallest nation ever to do so! https://t.co/8McWes0niu pic.twitter.com/NGxZXYC6GR— BBC Sport (@BBCSport) October 9, 2017 BREAKING: Iceland qualifies for its first World Cup.— The Associated Press (@AP) October 9, 2017 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira
Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem komist hefur á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í karlaflokki. Með 2-0 sigri gegn Kósóvó fékk Ísland farseðilinn til Rússlands. Trínidad og Tóbagó var áður minnsta þjóðin sem hefur komist á HM þegar þjóðin komst á HM 2006 í Þýskalandi. Í Trínidad og Tóbagó búa milljón fleiri en á Íslandi og er Ísland því lang minnsta þjóðin sem fer á HM. Fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um sigurinn og velgengni íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í kvöld. Nágrannar okkar í Noregi segja Ísland klárt í sitt fyrsta heimsmeistaramót í knattspyrnu. „Fótboltaævintýrið heldur áfram á Íslandi.“ Bandaríski íþróttafjölmiðillinn ESPN fjallaði um sigur Íslands. „Það var stjarnan Gylfi Sigurðsson, sem setti EM eftirlætið á braut til Rússlands á fertugustu mínútu,“ segir á síðunni. „Ísland mun keppa í fyrsta skipti í lokakeppni HM næsta sumar eftir að hafa sigrað riðilinn sinn“ kemur fram á Daily Mail. Nýsjálenska fréttaveitan Stuff fjallaði einnig um málið. „Íslendingar halda skriðu sinni áfram eftir hvetjandi frammistöðu sína á EM 2016. Ísland endaði efst í riðli sínum og fóru sjálfkrafa í lokakeppni HM í Rússlandi á næsta ári á kostnað Króatíu,“ segir í fréttinni. Þar er einnig vakin athygli á fólksfæð Íslands. „Með 2-0 sigri gegn Kósóvó gerði Ísland það sem fáir hefðu trúað að væri mögulegt fyrir eyþjóðina sem er frægari fyrir eldfjöll og norðurljós heldur en knattspyrnu: tryggði sér sjálfkrafa þátttöku á Heimsmeistarakeppninni í Rússlandi 2018,“ segir á vefmiðlinum Heavy.com. Iceland (pop 334,000). have qualified for the #WorldCup for the first time ever - the smallest nation ever to do so! https://t.co/8McWes0niu pic.twitter.com/NGxZXYC6GR— BBC Sport (@BBCSport) October 9, 2017 BREAKING: Iceland qualifies for its first World Cup.— The Associated Press (@AP) October 9, 2017
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira