Hörður Björgvin: Það var ekki beint slegist um miða á landsleiki Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2017 22:39 Hörður Björgvin hefur verið magnaður í síðustu leikjum vísir/anton „Þetta er besta tilfinning í heimi. Að hafa þessa stuðningsmenn á bakvið sig og leikmennina. Þjálfarateymið hefur unnið sitt starf og allir sem tengjast þessu landsliði. Ég er mjög þakklátur að vera hluti af þessu,“ sagði hrærður Hörður Björgvin Magnússon í viðtali við Vísi að leik loknum í kvöld. „Maður man þegar maður var yngri að það var ekki beint slegist um miða á landsleiki. Nú eru miðar seldir á svörtum markaði og það er fáránlegt að vera með í þessu ævintýri,“ bætti Hörður við. Hörður kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Króatíu í sumar, skoraði sigurmarkið og hefur haldið sætinu síðan þá. „Þegar ég fékk tækifærið reyndi ég að nýta það og persónulega finnst mér ég hafa staðið mig vel. Það er frábært að fá að spila fyrir þessa þjóð og með þessa stuðningsmenn á bakvið sig er þetta ómetanlegt.“ Hörður sagði það hafa gert gæfumuninn að ná inn marki í leiknum í kvöld fyrir leikhlé. „Það var gott að skora markið og það létti á okkur. Þá vildum við keyra á þá og setja annað. Ég hrósa Kosóvó í hástert fyrir þeirra spilamennsku.“ Mál Harðar sjálfs eru í svolítilli óvissu en hann hefur lítið fengið að spila hjá Bristol City og var næstum farinn til Rostov í Rússlandi á láni í lok síðasta félagaskiptaglugga. „Ég var næstum farin þangað. Ég held öllu opnu og við sjáum til hvað gerist í janúar. Ég er samningsbundinn Bristol og ég mun klára það verkefni eins vel og ég get.“ „Þetta er vinnan mín og ef ég fæ ekki að sinna henni með því að spila þá er maður vonsvikinn. Þeir skilja það vel og reyni að sýna ekki pirringinn. Ég held mínu striki og bíð eftir tækifærinu. Ef það kemur ekki þá sjáum við til í næsta glugga.“ Hörður sagði það gera mjög mikið að fá leikina með landsliðinu. „Það léttir að hafa landsliðið og ég finn það andlega. Ég fæ ekkert að spila þó ég spili vel með landsliðinu. Bristol gengur vel og vonandi heldur það áfram. Það koma meiðsli og bönn og þá verður maður að nýta tækifærið.“ Framundan er hátíð á Ingólfstorgi sem Hörður var afar spenntur fyrir. Hverju býst hann við? „Bara partýi. Ég vona að allir komi og fagni með okkur. Það væri gaman að sjá allt fólkið og mig langar að upplifa stemmninguna og ég vil þakka fyrir stuðninginn sem við höfum fengið alla undankeppnina. Án stuðningsmanna hefðum við ekki getað gert þetta.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
„Þetta er besta tilfinning í heimi. Að hafa þessa stuðningsmenn á bakvið sig og leikmennina. Þjálfarateymið hefur unnið sitt starf og allir sem tengjast þessu landsliði. Ég er mjög þakklátur að vera hluti af þessu,“ sagði hrærður Hörður Björgvin Magnússon í viðtali við Vísi að leik loknum í kvöld. „Maður man þegar maður var yngri að það var ekki beint slegist um miða á landsleiki. Nú eru miðar seldir á svörtum markaði og það er fáránlegt að vera með í þessu ævintýri,“ bætti Hörður við. Hörður kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Króatíu í sumar, skoraði sigurmarkið og hefur haldið sætinu síðan þá. „Þegar ég fékk tækifærið reyndi ég að nýta það og persónulega finnst mér ég hafa staðið mig vel. Það er frábært að fá að spila fyrir þessa þjóð og með þessa stuðningsmenn á bakvið sig er þetta ómetanlegt.“ Hörður sagði það hafa gert gæfumuninn að ná inn marki í leiknum í kvöld fyrir leikhlé. „Það var gott að skora markið og það létti á okkur. Þá vildum við keyra á þá og setja annað. Ég hrósa Kosóvó í hástert fyrir þeirra spilamennsku.“ Mál Harðar sjálfs eru í svolítilli óvissu en hann hefur lítið fengið að spila hjá Bristol City og var næstum farinn til Rostov í Rússlandi á láni í lok síðasta félagaskiptaglugga. „Ég var næstum farin þangað. Ég held öllu opnu og við sjáum til hvað gerist í janúar. Ég er samningsbundinn Bristol og ég mun klára það verkefni eins vel og ég get.“ „Þetta er vinnan mín og ef ég fæ ekki að sinna henni með því að spila þá er maður vonsvikinn. Þeir skilja það vel og reyni að sýna ekki pirringinn. Ég held mínu striki og bíð eftir tækifærinu. Ef það kemur ekki þá sjáum við til í næsta glugga.“ Hörður sagði það gera mjög mikið að fá leikina með landsliðinu. „Það léttir að hafa landsliðið og ég finn það andlega. Ég fæ ekkert að spila þó ég spili vel með landsliðinu. Bristol gengur vel og vonandi heldur það áfram. Það koma meiðsli og bönn og þá verður maður að nýta tækifærið.“ Framundan er hátíð á Ingólfstorgi sem Hörður var afar spenntur fyrir. Hverju býst hann við? „Bara partýi. Ég vona að allir komi og fagni með okkur. Það væri gaman að sjá allt fólkið og mig langar að upplifa stemmninguna og ég vil þakka fyrir stuðninginn sem við höfum fengið alla undankeppnina. Án stuðningsmanna hefðum við ekki getað gert þetta.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08
Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45
Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38