Hörður Björgvin: Það var ekki beint slegist um miða á landsleiki Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2017 22:39 Hörður Björgvin hefur verið magnaður í síðustu leikjum vísir/anton „Þetta er besta tilfinning í heimi. Að hafa þessa stuðningsmenn á bakvið sig og leikmennina. Þjálfarateymið hefur unnið sitt starf og allir sem tengjast þessu landsliði. Ég er mjög þakklátur að vera hluti af þessu,“ sagði hrærður Hörður Björgvin Magnússon í viðtali við Vísi að leik loknum í kvöld. „Maður man þegar maður var yngri að það var ekki beint slegist um miða á landsleiki. Nú eru miðar seldir á svörtum markaði og það er fáránlegt að vera með í þessu ævintýri,“ bætti Hörður við. Hörður kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Króatíu í sumar, skoraði sigurmarkið og hefur haldið sætinu síðan þá. „Þegar ég fékk tækifærið reyndi ég að nýta það og persónulega finnst mér ég hafa staðið mig vel. Það er frábært að fá að spila fyrir þessa þjóð og með þessa stuðningsmenn á bakvið sig er þetta ómetanlegt.“ Hörður sagði það hafa gert gæfumuninn að ná inn marki í leiknum í kvöld fyrir leikhlé. „Það var gott að skora markið og það létti á okkur. Þá vildum við keyra á þá og setja annað. Ég hrósa Kosóvó í hástert fyrir þeirra spilamennsku.“ Mál Harðar sjálfs eru í svolítilli óvissu en hann hefur lítið fengið að spila hjá Bristol City og var næstum farinn til Rostov í Rússlandi á láni í lok síðasta félagaskiptaglugga. „Ég var næstum farin þangað. Ég held öllu opnu og við sjáum til hvað gerist í janúar. Ég er samningsbundinn Bristol og ég mun klára það verkefni eins vel og ég get.“ „Þetta er vinnan mín og ef ég fæ ekki að sinna henni með því að spila þá er maður vonsvikinn. Þeir skilja það vel og reyni að sýna ekki pirringinn. Ég held mínu striki og bíð eftir tækifærinu. Ef það kemur ekki þá sjáum við til í næsta glugga.“ Hörður sagði það gera mjög mikið að fá leikina með landsliðinu. „Það léttir að hafa landsliðið og ég finn það andlega. Ég fæ ekkert að spila þó ég spili vel með landsliðinu. Bristol gengur vel og vonandi heldur það áfram. Það koma meiðsli og bönn og þá verður maður að nýta tækifærið.“ Framundan er hátíð á Ingólfstorgi sem Hörður var afar spenntur fyrir. Hverju býst hann við? „Bara partýi. Ég vona að allir komi og fagni með okkur. Það væri gaman að sjá allt fólkið og mig langar að upplifa stemmninguna og ég vil þakka fyrir stuðninginn sem við höfum fengið alla undankeppnina. Án stuðningsmanna hefðum við ekki getað gert þetta.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Sjá meira
„Þetta er besta tilfinning í heimi. Að hafa þessa stuðningsmenn á bakvið sig og leikmennina. Þjálfarateymið hefur unnið sitt starf og allir sem tengjast þessu landsliði. Ég er mjög þakklátur að vera hluti af þessu,“ sagði hrærður Hörður Björgvin Magnússon í viðtali við Vísi að leik loknum í kvöld. „Maður man þegar maður var yngri að það var ekki beint slegist um miða á landsleiki. Nú eru miðar seldir á svörtum markaði og það er fáránlegt að vera með í þessu ævintýri,“ bætti Hörður við. Hörður kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Króatíu í sumar, skoraði sigurmarkið og hefur haldið sætinu síðan þá. „Þegar ég fékk tækifærið reyndi ég að nýta það og persónulega finnst mér ég hafa staðið mig vel. Það er frábært að fá að spila fyrir þessa þjóð og með þessa stuðningsmenn á bakvið sig er þetta ómetanlegt.“ Hörður sagði það hafa gert gæfumuninn að ná inn marki í leiknum í kvöld fyrir leikhlé. „Það var gott að skora markið og það létti á okkur. Þá vildum við keyra á þá og setja annað. Ég hrósa Kosóvó í hástert fyrir þeirra spilamennsku.“ Mál Harðar sjálfs eru í svolítilli óvissu en hann hefur lítið fengið að spila hjá Bristol City og var næstum farinn til Rostov í Rússlandi á láni í lok síðasta félagaskiptaglugga. „Ég var næstum farin þangað. Ég held öllu opnu og við sjáum til hvað gerist í janúar. Ég er samningsbundinn Bristol og ég mun klára það verkefni eins vel og ég get.“ „Þetta er vinnan mín og ef ég fæ ekki að sinna henni með því að spila þá er maður vonsvikinn. Þeir skilja það vel og reyni að sýna ekki pirringinn. Ég held mínu striki og bíð eftir tækifærinu. Ef það kemur ekki þá sjáum við til í næsta glugga.“ Hörður sagði það gera mjög mikið að fá leikina með landsliðinu. „Það léttir að hafa landsliðið og ég finn það andlega. Ég fæ ekkert að spila þó ég spili vel með landsliðinu. Bristol gengur vel og vonandi heldur það áfram. Það koma meiðsli og bönn og þá verður maður að nýta tækifærið.“ Framundan er hátíð á Ingólfstorgi sem Hörður var afar spenntur fyrir. Hverju býst hann við? „Bara partýi. Ég vona að allir komi og fagni með okkur. Það væri gaman að sjá allt fólkið og mig langar að upplifa stemmninguna og ég vil þakka fyrir stuðninginn sem við höfum fengið alla undankeppnina. Án stuðningsmanna hefðum við ekki getað gert þetta.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Sjá meira
Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08
Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45
Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38