Andri Rúnar: Hugurinn leitar út Smári Jökull Jónsson skrifar 30. september 2017 16:33 Andri Rúnar jafnaði markamet efstu deildar þegar hann skoraði nítjánda mark sitt í deildinni í dag. vísir/stefán „Þetta er mikill léttir, mjög mikill. Það var komin ágætis pressa frá ykkur öllum og fínt að jafna þetta,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason eftir 2-1 sigur Grindavíkur á Fjölni þar sem hann jafnaði markamet efstu deildar með sínu nítjánda marki í Pepsi-deildinni í sumar. Markið kom á 88.mínútu en Grindvíkingar höfðu alls ekki verið líklegir til að skora fram að því í síðari hálfleiknum. „Ég var kominn með krampa þegar tuttugu mínútur voru eftir en ég var allan tímann bara að hugsa um að skora og það tókst.“ Andri Rúnar er þar með kominn í hóp með góðum mönnum. Pétur Pétursson, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson áttu markametið saman og nú bætist Andri Rúnar við. Hvernig líst honum á félagsskapinn? „Það er geggjað. Gummi hringdi í mig áðan og ég spurði hvenær við færum út að borða saman strákarnir, vonandi verður það fljótlega,“ sagði Andri brosandi. Andri Rúnar kom til Grindavíkur frá Víkingi fyrir tímabilið og sagði að Óli Stefán Flóventsson þjálfari og Milan Stefán Jankovic aðstoðarþjálfari Grindavíkur eigi stóran þátt í hans velgengni. „Ég held að mörkin tali sínu máli. Það er magnað afrek, þó ég segi sjálfur frá, að ná í nitján mörk. Óli er geggjaður þjálfari og hann og Janko gerðu mig að miklu betri leikmanni heldur en ég var.“ Andri Rúnar er samningslaus eftir tímabilið en sagði ekkert komið á hreint hvað gerist eftir 15.október þegar samningur hans rennur út. „Ég er með menn sem eru að hjálpa mér í þessu. Hugurinn leitar út og vonandi gengur það eftir,“ sagði Andri Rúnar en hann sagði ekkert ákveðið hvort hann yrði áfram í Grindavík ef hann myndi spila á Íslandi. „Ég veit það ekki, það eina sem ég veit að ef ég verð áfram þá skora ég 20 mörk á næsta ári.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Fjölnir 2-1 │ Andri jafnaði markametið Andri Rúnar Bjarnason framherji Grindavíkur jafnaði markamet efstu deildar þegar hann skoraði sigurmark Grindavíkur í 2-1 sigrinum gegn Fjölni í Grindavík í dag. 30. september 2017 17:15 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Þetta er mikill léttir, mjög mikill. Það var komin ágætis pressa frá ykkur öllum og fínt að jafna þetta,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason eftir 2-1 sigur Grindavíkur á Fjölni þar sem hann jafnaði markamet efstu deildar með sínu nítjánda marki í Pepsi-deildinni í sumar. Markið kom á 88.mínútu en Grindvíkingar höfðu alls ekki verið líklegir til að skora fram að því í síðari hálfleiknum. „Ég var kominn með krampa þegar tuttugu mínútur voru eftir en ég var allan tímann bara að hugsa um að skora og það tókst.“ Andri Rúnar er þar með kominn í hóp með góðum mönnum. Pétur Pétursson, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson áttu markametið saman og nú bætist Andri Rúnar við. Hvernig líst honum á félagsskapinn? „Það er geggjað. Gummi hringdi í mig áðan og ég spurði hvenær við færum út að borða saman strákarnir, vonandi verður það fljótlega,“ sagði Andri brosandi. Andri Rúnar kom til Grindavíkur frá Víkingi fyrir tímabilið og sagði að Óli Stefán Flóventsson þjálfari og Milan Stefán Jankovic aðstoðarþjálfari Grindavíkur eigi stóran þátt í hans velgengni. „Ég held að mörkin tali sínu máli. Það er magnað afrek, þó ég segi sjálfur frá, að ná í nitján mörk. Óli er geggjaður þjálfari og hann og Janko gerðu mig að miklu betri leikmanni heldur en ég var.“ Andri Rúnar er samningslaus eftir tímabilið en sagði ekkert komið á hreint hvað gerist eftir 15.október þegar samningur hans rennur út. „Ég er með menn sem eru að hjálpa mér í þessu. Hugurinn leitar út og vonandi gengur það eftir,“ sagði Andri Rúnar en hann sagði ekkert ákveðið hvort hann yrði áfram í Grindavík ef hann myndi spila á Íslandi. „Ég veit það ekki, það eina sem ég veit að ef ég verð áfram þá skora ég 20 mörk á næsta ári.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Fjölnir 2-1 │ Andri jafnaði markametið Andri Rúnar Bjarnason framherji Grindavíkur jafnaði markamet efstu deildar þegar hann skoraði sigurmark Grindavíkur í 2-1 sigrinum gegn Fjölni í Grindavík í dag. 30. september 2017 17:15 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Fjölnir 2-1 │ Andri jafnaði markametið Andri Rúnar Bjarnason framherji Grindavíkur jafnaði markamet efstu deildar þegar hann skoraði sigurmark Grindavíkur í 2-1 sigrinum gegn Fjölni í Grindavík í dag. 30. september 2017 17:15