Willum Þór: Fyrst og fremst þakklátur að hafa fengið þetta tækifæri Magnús Ellert Bjarnason skrifar 30. september 2017 17:41 Willum Þór Þórsson er á leið í framboð fyrir Framsóknarflokkinn Vísir/Eyþór Willum Þór Þórsson stýrði liði KR í síðasta skipti í dag, allavega í bili. Kosningabarátta tekur við enda leiðir hann lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. KR var aldrei nálægt því að landa sigri í dag og var spilamennska þeirra ekki uppá marga fiska. Willum var spurður hvað vantaði uppá hjá sínum mönnum í dag. „Kannski að nýta betur yfirhöndina sem við höfðum í seinni hálfleik, binda lokahnútinn á þetta. Mér fannst þetta kaflaskiptur leikur. Þeir höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik, voru grimmari, sterkari og unnu alla seinni bolta. Þeir voru verðskuldað yfir í hálfleik og gátu þétt sig til baka í seinni hálfleik. Við náðum ekki að skapa nógu mörg færi eða nýta þau færi sem við fengum. Mér fannst við spila nógu vel til að vinna.“ Willum vildi ekki tala um að þetta hefði verið vonbrigðatímabil í Vesturbænum. „Ég ætla ekki að vera að tala um einhver endalaus vonbrigði. Þetta er sérstakt mót. Það er ekkert ef og hefði í þessu. Framtíðin í Vesturbænum er björt og við erum búnir að virkja mikið af ungum leikmönnum í sumar. Með sigri á Fjölni í síðasta leik og hér í dag hefðum við endað í 2. sæti og tekið silfrið. Þetta er svolítið galið.“ Í ljósi þess að þetta var seinasti leikur KR-inga undir stjórn Willums, allavega í bili, var Willum spurður hvort hann væri sáttur með sinn tíma í vesturbænum. „Já, ég er það. Ég er fyrst og fremst þakklátur að hafa fengið þetta tækifæri. Það er um leið söknuður. Þetta er frábær hópur og framtíðin er mjög björt. Það eru forsendur og aðstæður til að skapa lið fyrir framtíðina. Vonandi höldum við KR-ingar vel á spöðunum varðandi það.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-1 │ Stjörnumenn halda öðru sætinu Willum Þór Þórsson stýrði KR í siðasta skipti í dag, en liðið hlaut lægri hlut gegn Stjörnunni á heimavelli. 30. september 2017 17:30 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Willum Þór Þórsson stýrði liði KR í síðasta skipti í dag, allavega í bili. Kosningabarátta tekur við enda leiðir hann lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. KR var aldrei nálægt því að landa sigri í dag og var spilamennska þeirra ekki uppá marga fiska. Willum var spurður hvað vantaði uppá hjá sínum mönnum í dag. „Kannski að nýta betur yfirhöndina sem við höfðum í seinni hálfleik, binda lokahnútinn á þetta. Mér fannst þetta kaflaskiptur leikur. Þeir höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik, voru grimmari, sterkari og unnu alla seinni bolta. Þeir voru verðskuldað yfir í hálfleik og gátu þétt sig til baka í seinni hálfleik. Við náðum ekki að skapa nógu mörg færi eða nýta þau færi sem við fengum. Mér fannst við spila nógu vel til að vinna.“ Willum vildi ekki tala um að þetta hefði verið vonbrigðatímabil í Vesturbænum. „Ég ætla ekki að vera að tala um einhver endalaus vonbrigði. Þetta er sérstakt mót. Það er ekkert ef og hefði í þessu. Framtíðin í Vesturbænum er björt og við erum búnir að virkja mikið af ungum leikmönnum í sumar. Með sigri á Fjölni í síðasta leik og hér í dag hefðum við endað í 2. sæti og tekið silfrið. Þetta er svolítið galið.“ Í ljósi þess að þetta var seinasti leikur KR-inga undir stjórn Willums, allavega í bili, var Willum spurður hvort hann væri sáttur með sinn tíma í vesturbænum. „Já, ég er það. Ég er fyrst og fremst þakklátur að hafa fengið þetta tækifæri. Það er um leið söknuður. Þetta er frábær hópur og framtíðin er mjög björt. Það eru forsendur og aðstæður til að skapa lið fyrir framtíðina. Vonandi höldum við KR-ingar vel á spöðunum varðandi það.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-1 │ Stjörnumenn halda öðru sætinu Willum Þór Þórsson stýrði KR í siðasta skipti í dag, en liðið hlaut lægri hlut gegn Stjörnunni á heimavelli. 30. september 2017 17:30 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-1 │ Stjörnumenn halda öðru sætinu Willum Þór Þórsson stýrði KR í siðasta skipti í dag, en liðið hlaut lægri hlut gegn Stjörnunni á heimavelli. 30. september 2017 17:30