Íslensk vefverslun og samkeppnishæfni Guðrún Tinna Ólafsdóttir skrifar 20. september 2017 07:00 Í þessum mánuði bárust fréttir um að velta innlendrar netverslunar aukist milli ára. Þó er áætlað að 80 prósent af vefverslun Íslendinga sé erlendis en því er öfugt farið í öðrum löndum. Eðlilega má spyrja af hverju veltan sé enn hlutfallslega lítil þrátt fyrir vöxt og þá hvort íslenskar vefverslanir séu samkeppnishæfar?Sérstaða, samfélagsmiðlun og hefðbundnar verslanir Að reka vefverslun felur í sér sömu áskoranir og að reka hefðbundna verslun. Hins vegar er mögulegt markaðssvæði mun stærra. Sérstaða vörumerkisins þarf því að vera enn meiri til að vekja eftirtekt. Í rannsókn PwC frá 2014 sem náði yfir fimm heimsálfur og 15.000 netviðskiptavini kemur fram að forsenda þess að ná góðum árangri í sölu á netinu er að vörumerkið sjálft sé spennandi, sterkt og skeri sig úr. Í skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar frá 2015 kemur fram að þær íslensku vefverslanir sem hafa náð fótfestu erlendis hafa sérstöðu í vöruúrvali að því leyti að þær selja íslenskar vörur og/eða vörur tengdar Íslandi. Í dag snýst markaðsstarf síðan ekki um að dæla út upplýsingum heldur að eiga í skýru og gagnvirku samtali við viðskiptavininn. Samfélagsmiðlar eru frábær vettvangur á því sviði og einfalt að sérsníða samtölin fyrir ólík menningarsvæði. Samkvæmt PwC versla 50 prósent viðskiptavina við vefverslanir vegna áhugaverðra hluta sem þær birta á samfélagsmiðlum. Sama hlutfall notar netið til samskipta við vörumerkið. En það er ekki nóg að hafa góða vöru og vandaða vefverslun til að tryggja sölu. Mikilvægt er að bjóða upp á stað, annaðhvort eigin verslun eða í heildsölu til annarra verslana, þar sem viðskiptavinurinn getur snert vöruna. Jafnframt kýs stór hluti viðskiptavina að sækja vörurnar þar í stað þess að fá þær sendar heim. Hrein netsölufyrirtæki eru fátíð meðal stærstu vefverslana heimsins. Flestar eru með hefðbundinn verslunarrekstur sem grunn. Fyrir vefverslanir sem ætla inn á erlenda markaði skiptir því lykilmáli að velja réttu heildsölusamstarfsaðilana.Í stuttu máli má því segja að íslensk vefverslun sé samkeppnishæf ef vörumerkið sjálft hefur sérstöðu, á í uppbyggilegu samtali við viðskiptavininn og að á markaðssvæðinu séu verslanir sem selja þær vörur sem vefverslunin býður upp á.Birgðastýring, aðflutningsgjöld og flutningskostnaður Í skýrslu RSV er skrifað: ,,Ein helsta ástæða fyrir minna umfangi íslenskrar netverslunar er lítill markaður sem gerir verslunum erfitt um vik að bjóða samkeppnishæft vöruverð. Jafnframt nálægð við hefðbundnar verslanir. Möguleikarnir til að stækka felast meðal annars í að ná til stærri markaðssvæða.“ Þetta er að hluta til rétt. Lykilatriði fyrir samkeppnisstöðuna er lægra innkaupsverð og birgðastýring en ekki síður lækkun/afnám aðflutningsgjalda og flutningskostnaðar. Við sölu inn á erlenda markaði eykst vandinn við birgðastýringu. Á vefverslunin að hafa vöruhús á hverju markaðssvæði og þá auka fjárbindingu í birgðum á kostnað lægri aðflutningsgjalda og flutningskostnaðar? Eða á vöruhúsið að vera staðsett hér á landi með möguleika á að selja umframbirgðir í gegnum eigin verslanir en stendur frammi fyrir aðflutningsgjöldum á vörum inn í landið og svo aftur á sölupantanir til útlanda, kostnað sem, þá óánægðir, erlendir viðskiptavinir bera? Samkvæmt RSV koma eingöngu 15 prósent af veltu íslenskra vefverslana erlendis frá. Í þriðja lagi hár innlendur flutningskostnaður. Það kostar allt upp í tvisvar til fjórum sinnum meira að senda vöru innan og frá Íslandi en til Íslands eða innan Evrópu. Víða erlendis bjóða vefverslanir upp á fría heimsendingu og við skil eða skipti. Samkvæmt PwC er 50 prósentum tískuvarnings í Þýskalandi skilað og 25 prósentum í Bretlandi. Þegar netviðskiptavinir voru spurðir hver væri helsta ástæða þess að þeir versluðu á netinu nefndu 80 prósent frían flutningskostnað, 66 prósent sent næsta dag og 64 prósent frí skil eða skipti. Þegar flutningskostnaður er hár í krónum talið líkt og er hér á landi og/eða framlegð vörunnar lág, þá eru augljós neikvæðu áhrifin á framlegð og samkeppnishæfni fyrirtækisins.Niðurstaðan er einföld. Á meðan íslenskar vefverslanir eru með vöruhús á Íslandi og vegna aðflutningsgjalda og hás flutningskostnaðar, þá eru litlar líkur á stærri markaðshlutdeild hér á landi og erlendis sem myndi leiða til aukinnar rekstrarhagkvæmni vegna meiri magnkaupa í innkaupum/framleiðslu.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í þessum mánuði bárust fréttir um að velta innlendrar netverslunar aukist milli ára. Þó er áætlað að 80 prósent af vefverslun Íslendinga sé erlendis en því er öfugt farið í öðrum löndum. Eðlilega má spyrja af hverju veltan sé enn hlutfallslega lítil þrátt fyrir vöxt og þá hvort íslenskar vefverslanir séu samkeppnishæfar?Sérstaða, samfélagsmiðlun og hefðbundnar verslanir Að reka vefverslun felur í sér sömu áskoranir og að reka hefðbundna verslun. Hins vegar er mögulegt markaðssvæði mun stærra. Sérstaða vörumerkisins þarf því að vera enn meiri til að vekja eftirtekt. Í rannsókn PwC frá 2014 sem náði yfir fimm heimsálfur og 15.000 netviðskiptavini kemur fram að forsenda þess að ná góðum árangri í sölu á netinu er að vörumerkið sjálft sé spennandi, sterkt og skeri sig úr. Í skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar frá 2015 kemur fram að þær íslensku vefverslanir sem hafa náð fótfestu erlendis hafa sérstöðu í vöruúrvali að því leyti að þær selja íslenskar vörur og/eða vörur tengdar Íslandi. Í dag snýst markaðsstarf síðan ekki um að dæla út upplýsingum heldur að eiga í skýru og gagnvirku samtali við viðskiptavininn. Samfélagsmiðlar eru frábær vettvangur á því sviði og einfalt að sérsníða samtölin fyrir ólík menningarsvæði. Samkvæmt PwC versla 50 prósent viðskiptavina við vefverslanir vegna áhugaverðra hluta sem þær birta á samfélagsmiðlum. Sama hlutfall notar netið til samskipta við vörumerkið. En það er ekki nóg að hafa góða vöru og vandaða vefverslun til að tryggja sölu. Mikilvægt er að bjóða upp á stað, annaðhvort eigin verslun eða í heildsölu til annarra verslana, þar sem viðskiptavinurinn getur snert vöruna. Jafnframt kýs stór hluti viðskiptavina að sækja vörurnar þar í stað þess að fá þær sendar heim. Hrein netsölufyrirtæki eru fátíð meðal stærstu vefverslana heimsins. Flestar eru með hefðbundinn verslunarrekstur sem grunn. Fyrir vefverslanir sem ætla inn á erlenda markaði skiptir því lykilmáli að velja réttu heildsölusamstarfsaðilana.Í stuttu máli má því segja að íslensk vefverslun sé samkeppnishæf ef vörumerkið sjálft hefur sérstöðu, á í uppbyggilegu samtali við viðskiptavininn og að á markaðssvæðinu séu verslanir sem selja þær vörur sem vefverslunin býður upp á.Birgðastýring, aðflutningsgjöld og flutningskostnaður Í skýrslu RSV er skrifað: ,,Ein helsta ástæða fyrir minna umfangi íslenskrar netverslunar er lítill markaður sem gerir verslunum erfitt um vik að bjóða samkeppnishæft vöruverð. Jafnframt nálægð við hefðbundnar verslanir. Möguleikarnir til að stækka felast meðal annars í að ná til stærri markaðssvæða.“ Þetta er að hluta til rétt. Lykilatriði fyrir samkeppnisstöðuna er lægra innkaupsverð og birgðastýring en ekki síður lækkun/afnám aðflutningsgjalda og flutningskostnaðar. Við sölu inn á erlenda markaði eykst vandinn við birgðastýringu. Á vefverslunin að hafa vöruhús á hverju markaðssvæði og þá auka fjárbindingu í birgðum á kostnað lægri aðflutningsgjalda og flutningskostnaðar? Eða á vöruhúsið að vera staðsett hér á landi með möguleika á að selja umframbirgðir í gegnum eigin verslanir en stendur frammi fyrir aðflutningsgjöldum á vörum inn í landið og svo aftur á sölupantanir til útlanda, kostnað sem, þá óánægðir, erlendir viðskiptavinir bera? Samkvæmt RSV koma eingöngu 15 prósent af veltu íslenskra vefverslana erlendis frá. Í þriðja lagi hár innlendur flutningskostnaður. Það kostar allt upp í tvisvar til fjórum sinnum meira að senda vöru innan og frá Íslandi en til Íslands eða innan Evrópu. Víða erlendis bjóða vefverslanir upp á fría heimsendingu og við skil eða skipti. Samkvæmt PwC er 50 prósentum tískuvarnings í Þýskalandi skilað og 25 prósentum í Bretlandi. Þegar netviðskiptavinir voru spurðir hver væri helsta ástæða þess að þeir versluðu á netinu nefndu 80 prósent frían flutningskostnað, 66 prósent sent næsta dag og 64 prósent frí skil eða skipti. Þegar flutningskostnaður er hár í krónum talið líkt og er hér á landi og/eða framlegð vörunnar lág, þá eru augljós neikvæðu áhrifin á framlegð og samkeppnishæfni fyrirtækisins.Niðurstaðan er einföld. Á meðan íslenskar vefverslanir eru með vöruhús á Íslandi og vegna aðflutningsgjalda og hás flutningskostnaðar, þá eru litlar líkur á stærri markaðshlutdeild hér á landi og erlendis sem myndi leiða til aukinnar rekstrarhagkvæmni vegna meiri magnkaupa í innkaupum/framleiðslu.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun