Meira tjón fram undan vegna Mariu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. september 2017 06:00 Maria olli miklu tjóni á eyjunni Guadeloupe. Fellibylurinn, sem fór af þriðja stigi og upp á það fimmta á örfáum klukkustundum, hreyfist nú í vesturátt og er búist við því að hann gangi yfir fleiri eyjar og leiki þær grátt. vísir/afp Fellibylurinn Maria komst á fimmta stig áður en hún gekk yfir Dóminíku og Guadeloupe í Karíbahafi í gær og olli miklu tjóni. Búist er við því að Maria gangi yfir Bandarísku og Bresku Jómfrúaeyjar í dag. Þá átti stormurinn að ganga yfir Púertó Ríkó og Montserrat í nótt, það hafði hann ekki gert þegar Fréttablaðið fór í prentun. „Allt sem peningar geta keypt hefur tapast. Minn helsti ótti nú í morgunsárið er sá að við fáum fréttir af alvarlegum meiðslum, mögulega manntjóni, vegna aurskriðna sem rigningar fellibylsins komu líklega af stað,“ sagði Roosevelt Skerrit, forsætisráðherra Dóminíku, í tilkynningu sem hann birti á Facebook í gær. Skerrit sagði jafnframt að þakið á bústað forsætisráðherra hefði rifnað af líkt og á húsum margra annarra. Þá ítrekaði Dóminíkumaðurinn að ríkið þyrfti alla þá hjálp sem það gæti fengið. Of snemmt væri þó að segja til um ástand flugvalla og hafna. „Þess vegna vil ég gjarnan biðja vinaþjóðir og samtök um að senda okkur hjálp með þyrlum.“ Á Guadeloupe olli Maria meðal annars svo miklum flóðum að vegir og heilu húsin voru á kafi í gær þegar stormurinn gekk yfir. Snemma á mánudag var Maria fyrsta stigs fellibylur en í fyrrinótt var hún komin á fimmta stig. Fór hún til að mynda af þriðja stigi og upp á það fimmta á örfáum klukkustundum. Olli Maria því meira tjóni á Dóminíku en búist var við. Eftir að Maria náði landi á eyjunni veiktist hún og fór niður á fjórða stig en styrktist skjótt aftur og fór upp á fimmta stig á ný. Meðalvindhraði Mariu í gær var rúmlega 70 metrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalvindhraði Irmu um 83 metrar á sekúndu þegar hún olli miklum skaða á meðal annars Barbúda og Sankti Martin. Steve Cleaton, veðurfræðingur hjá BBC, sagði í gær að helsta ástæðan fyrir því hversu mikið og fljótt stormurinn styrktist væri óvenjuhlýr sjór. Yfirborðshiti sjávar í Karíbahafi væri nú einni til tveimur gráðum hærri en vanalegt er miðað við árstíma. Spár Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna (NHC) gera ráð fyrir því að slóð Mariu verði svipuð slóð fellibylsins Irmu sem hrelldi íbúa við Karíbahaf á dögunum. Þó gera spár ekki ráð fyrir því að Maria gangi sem fellibylur á meginland Bandaríkjanna en það gæti breyst. Irma olli gífurlegu tjóni á allnokkrum eyjum í Karíbahafi. BBC greindi frá því í gær að nokkrar þeirra eyja sem Maria stefnir á hafi ekki farið illa út úr Irmu og hafi því verið notaðar sem eins konar birgðastöðvar fyrir hjálparstarf. Til að mynda hafi Púertó Ríkó veitt nágrannaríkjum sínum dýrmæta aðstoð. Nú sé það starf í mikilli hættu vegna yfirvofandi hamfara. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Sjá meira
Fellibylurinn Maria komst á fimmta stig áður en hún gekk yfir Dóminíku og Guadeloupe í Karíbahafi í gær og olli miklu tjóni. Búist er við því að Maria gangi yfir Bandarísku og Bresku Jómfrúaeyjar í dag. Þá átti stormurinn að ganga yfir Púertó Ríkó og Montserrat í nótt, það hafði hann ekki gert þegar Fréttablaðið fór í prentun. „Allt sem peningar geta keypt hefur tapast. Minn helsti ótti nú í morgunsárið er sá að við fáum fréttir af alvarlegum meiðslum, mögulega manntjóni, vegna aurskriðna sem rigningar fellibylsins komu líklega af stað,“ sagði Roosevelt Skerrit, forsætisráðherra Dóminíku, í tilkynningu sem hann birti á Facebook í gær. Skerrit sagði jafnframt að þakið á bústað forsætisráðherra hefði rifnað af líkt og á húsum margra annarra. Þá ítrekaði Dóminíkumaðurinn að ríkið þyrfti alla þá hjálp sem það gæti fengið. Of snemmt væri þó að segja til um ástand flugvalla og hafna. „Þess vegna vil ég gjarnan biðja vinaþjóðir og samtök um að senda okkur hjálp með þyrlum.“ Á Guadeloupe olli Maria meðal annars svo miklum flóðum að vegir og heilu húsin voru á kafi í gær þegar stormurinn gekk yfir. Snemma á mánudag var Maria fyrsta stigs fellibylur en í fyrrinótt var hún komin á fimmta stig. Fór hún til að mynda af þriðja stigi og upp á það fimmta á örfáum klukkustundum. Olli Maria því meira tjóni á Dóminíku en búist var við. Eftir að Maria náði landi á eyjunni veiktist hún og fór niður á fjórða stig en styrktist skjótt aftur og fór upp á fimmta stig á ný. Meðalvindhraði Mariu í gær var rúmlega 70 metrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalvindhraði Irmu um 83 metrar á sekúndu þegar hún olli miklum skaða á meðal annars Barbúda og Sankti Martin. Steve Cleaton, veðurfræðingur hjá BBC, sagði í gær að helsta ástæðan fyrir því hversu mikið og fljótt stormurinn styrktist væri óvenjuhlýr sjór. Yfirborðshiti sjávar í Karíbahafi væri nú einni til tveimur gráðum hærri en vanalegt er miðað við árstíma. Spár Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna (NHC) gera ráð fyrir því að slóð Mariu verði svipuð slóð fellibylsins Irmu sem hrelldi íbúa við Karíbahaf á dögunum. Þó gera spár ekki ráð fyrir því að Maria gangi sem fellibylur á meginland Bandaríkjanna en það gæti breyst. Irma olli gífurlegu tjóni á allnokkrum eyjum í Karíbahafi. BBC greindi frá því í gær að nokkrar þeirra eyja sem Maria stefnir á hafi ekki farið illa út úr Irmu og hafi því verið notaðar sem eins konar birgðastöðvar fyrir hjálparstarf. Til að mynda hafi Púertó Ríkó veitt nágrannaríkjum sínum dýrmæta aðstoð. Nú sé það starf í mikilli hættu vegna yfirvofandi hamfara.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Sjá meira