Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. september 2017 11:45 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, á Bessastöðum á mánudag þegar hann lagði fyrir forseta Íslands tillögu um þingrof. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. Hann lagði hins vegar fram tillögu um verklag fyrir breytingar á stjórnarskránni og hvernig standa skuli að þeim að sögn Loga Más Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Hann vill þó að öðru leyti ekki fara nánar út í hvað felst í tillögu Bjarna og kveðst bundinn trúnaði um það en í fréttum RÚV í gærkvöldi kom fram að Bjarni hefði lagt fram minnisblað um að stjórnarskráin yrði endurskoðuð á næstu þremur kjörtímabilum. Vinnan fari fram á árunum 2017 til 2028 og verði áfangaskipt, það er að ekki verði gerð tilraun til að breyta allri stjórnarskránni í einu. Í tillögunni felst að allir flokkar sem sæti eiga á Alþingi vinni sameiginlega að málinu.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/anton brinkSegir gott að fá eitthvað fram varðandi stjórnarskrána frá Bjarna Engin niðurstaða liggur fyrir en Logi segir að hann sé ánægður að eitthvað komi frá Bjarna nú. Stjórnarskráin er eitt af nokkrum málum sem koma þarf í ákveðinn farveg fyrir kosningar þar sem endurskoðun á henni átti að hefjast á þessu kjörtímabili sem varð óvænt miklu styttra en menn gerðu ráð fyrir. „Það er gott að fá eitthvað frá honum því fundur sem hann hélt í vor að hans frumkvæði þá skilaði hann engu frá sér. Þá er rétt að hafa í huga að þeir fimm flokkar sem ræddu mögulega stjórnarmyndun í vetur voru búnir að koma sér saman um ákveðið verklag og það þýðir að það er augnablikinu meirihluti á þingi fyrir slíkri leið. Mér finnst að það hefði þurft að taka meira tillit til hennar,“ segir Logi. Logi segir að í fimm flokkanna leiðinni felist að stíga ákveðnar til jarðar en Bjarni leggur til.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.vísir/daníel þórMikils vinnandi að menn nái saman um næstu skref Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir að ekkert hafi verið ákveðið varðandi stjórnarskrána á fundi formannanna í gær annað en að ræða málin frekar. „Það hefur komið upp að leggja fram einhverja tillögu að verklagi sem menn geti sameinast um. Mér finnst það til mikils vinnandi að menn nái saman um það í það minnsta að menn nái saman um næstu skref. En ég er ekki kominn á þann stað með mínu fólki að vera með skýra afstöðu gagnvart því sem var rætt á fundinum,“ segir Óttarr.Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.vísir/anton brinkVilja breytingarákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu inn í stjórnarskrá Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að Píratar geti ekki fallist á neitt í líkingu við það sem Bjarni lagði til á fundinum í gær án þess að inn komi breytingarákvæði úr nýju stjórnarskránni. „Það gengur út á það að hægt sé að breyta stjórnarskránni án þess að rjúfa þing. Í staðinn fyrir að rjúfa þing og hafa tvö þing þá er málinu vísað til þjóðarinnar og þjóðaratkvæðagreiðslu. En Bjarni er bara algjörlega á móti þessu. Samt hefur hann samþykkt sambærilegt ákvæði sem var bara með miklum þröskuld og sem var svona sólarlagsákvæði,“ segir Birgitta og bætir við að Píratar séu ekki til umræðu um svona verklag sem tekur langan tíma og byrjar á vitlausum enda að þeirra mati. „Erfiðasti hlutinn er tekinn fyrst í stað þess að fara til dæmis fyrst í mannréttindamálin. Mér fannst tónninn í Bjarna vera þannig að þeir væru tilbúnir að fara í málþóf fram á kjördag ef að meirihluti þingsins myndi setja breytingarákvæðið á dagskrá. Það væri náttúrulega frábært ef fólk getur komið sér saman um hluti en það verður að vera einhver öryggisventill og hverjir eru besti öryggisventillinn á lýðræðið? Það er auðvitað almenningur og ef hann treystir ekki sama fólkinu og vill að kjósi sig til að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar þá er eitthvað ekki í lagi.“ Formenn flokkanna funda aftur í dag klukkan 12:30 með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis. Þá verður staðan tekin á því hvernig málin standa varðandi þingstörfin framundan og þinglok fyrir kosningar. Eftir formannanna á mánudag var ákveðið að kanna hvaða farveg hægt væri að setja ákveðin mál í, þar á meðal lögfestingu NPA, notendastýrðrar persónlegrar aðstoðar fyrir fatlaða, og mögulegar breytingar á útlendingalögum. Ekki náðist í Bjarna Bendiktsson við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri hreyfingin grænt framboð mælast með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun sem framkvæmd var af Zenter rannsóknum. 18. september 2017 17:39 Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. Hann lagði hins vegar fram tillögu um verklag fyrir breytingar á stjórnarskránni og hvernig standa skuli að þeim að sögn Loga Más Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Hann vill þó að öðru leyti ekki fara nánar út í hvað felst í tillögu Bjarna og kveðst bundinn trúnaði um það en í fréttum RÚV í gærkvöldi kom fram að Bjarni hefði lagt fram minnisblað um að stjórnarskráin yrði endurskoðuð á næstu þremur kjörtímabilum. Vinnan fari fram á árunum 2017 til 2028 og verði áfangaskipt, það er að ekki verði gerð tilraun til að breyta allri stjórnarskránni í einu. Í tillögunni felst að allir flokkar sem sæti eiga á Alþingi vinni sameiginlega að málinu.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/anton brinkSegir gott að fá eitthvað fram varðandi stjórnarskrána frá Bjarna Engin niðurstaða liggur fyrir en Logi segir að hann sé ánægður að eitthvað komi frá Bjarna nú. Stjórnarskráin er eitt af nokkrum málum sem koma þarf í ákveðinn farveg fyrir kosningar þar sem endurskoðun á henni átti að hefjast á þessu kjörtímabili sem varð óvænt miklu styttra en menn gerðu ráð fyrir. „Það er gott að fá eitthvað frá honum því fundur sem hann hélt í vor að hans frumkvæði þá skilaði hann engu frá sér. Þá er rétt að hafa í huga að þeir fimm flokkar sem ræddu mögulega stjórnarmyndun í vetur voru búnir að koma sér saman um ákveðið verklag og það þýðir að það er augnablikinu meirihluti á þingi fyrir slíkri leið. Mér finnst að það hefði þurft að taka meira tillit til hennar,“ segir Logi. Logi segir að í fimm flokkanna leiðinni felist að stíga ákveðnar til jarðar en Bjarni leggur til.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.vísir/daníel þórMikils vinnandi að menn nái saman um næstu skref Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir að ekkert hafi verið ákveðið varðandi stjórnarskrána á fundi formannanna í gær annað en að ræða málin frekar. „Það hefur komið upp að leggja fram einhverja tillögu að verklagi sem menn geti sameinast um. Mér finnst það til mikils vinnandi að menn nái saman um það í það minnsta að menn nái saman um næstu skref. En ég er ekki kominn á þann stað með mínu fólki að vera með skýra afstöðu gagnvart því sem var rætt á fundinum,“ segir Óttarr.Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.vísir/anton brinkVilja breytingarákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu inn í stjórnarskrá Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að Píratar geti ekki fallist á neitt í líkingu við það sem Bjarni lagði til á fundinum í gær án þess að inn komi breytingarákvæði úr nýju stjórnarskránni. „Það gengur út á það að hægt sé að breyta stjórnarskránni án þess að rjúfa þing. Í staðinn fyrir að rjúfa þing og hafa tvö þing þá er málinu vísað til þjóðarinnar og þjóðaratkvæðagreiðslu. En Bjarni er bara algjörlega á móti þessu. Samt hefur hann samþykkt sambærilegt ákvæði sem var bara með miklum þröskuld og sem var svona sólarlagsákvæði,“ segir Birgitta og bætir við að Píratar séu ekki til umræðu um svona verklag sem tekur langan tíma og byrjar á vitlausum enda að þeirra mati. „Erfiðasti hlutinn er tekinn fyrst í stað þess að fara til dæmis fyrst í mannréttindamálin. Mér fannst tónninn í Bjarna vera þannig að þeir væru tilbúnir að fara í málþóf fram á kjördag ef að meirihluti þingsins myndi setja breytingarákvæðið á dagskrá. Það væri náttúrulega frábært ef fólk getur komið sér saman um hluti en það verður að vera einhver öryggisventill og hverjir eru besti öryggisventillinn á lýðræðið? Það er auðvitað almenningur og ef hann treystir ekki sama fólkinu og vill að kjósi sig til að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar þá er eitthvað ekki í lagi.“ Formenn flokkanna funda aftur í dag klukkan 12:30 með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis. Þá verður staðan tekin á því hvernig málin standa varðandi þingstörfin framundan og þinglok fyrir kosningar. Eftir formannanna á mánudag var ákveðið að kanna hvaða farveg hægt væri að setja ákveðin mál í, þar á meðal lögfestingu NPA, notendastýrðrar persónlegrar aðstoðar fyrir fatlaða, og mögulegar breytingar á útlendingalögum. Ekki náðist í Bjarna Bendiktsson við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri hreyfingin grænt framboð mælast með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun sem framkvæmd var af Zenter rannsóknum. 18. september 2017 17:39 Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri hreyfingin grænt framboð mælast með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun sem framkvæmd var af Zenter rannsóknum. 18. september 2017 17:39
Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00