Sjálfstæðisflokkur til í að endurskoða stjórnarskrána í áföngum Heimir Már Pétursson skrifar 20. september 2017 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn hefur opnað fyrir heildarendurskoðun á stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum. Formenn flokkanna ræða meðal annars möguleika á samkomulagi um þessi mál ásamt breytingar á lögum um útlendinga, uppreist æru og lög um notendastýrða persónulega aðstoð áður en þingstörfum lýkur fyrir kosningar. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa átt fundi með forseta Alþingis frá því á mánudag til að reyna að ná samkomulagi um framtíð þingstarfa. Þeir áttu síðast í dag um tveggja stunda fund til að reyna að ná samkomulagi um hvaða mál verði afgreidd fyrir kosningar. Samkomulag náðist ekki á þeim fundi og ætla formennirnir að hittast aftur á föstudag. Ekkert þingmál er komið til nefndar en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er þó að fjalla um framkvæmd laga um uppreist æru. Það liggur því enginn formlegur listi þingmála fyrir til að afgreiða. Formenn höfðu mismikið að segja eftir að fundi þeirra lauk í dag og voru á mismikilli hraðferð.Óttarr Proppé er formaður Bjartrar framtíðar.Vísir/HannaKatrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna vildi lítið segja við fréttamenn að loknum fundi formannanna enda að flýta sér á annan fund. Sagði lítið að frétta en boðað hefði verið til annars fundar á föstudag. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagði formennina vera að skoða afgreiðslu nokkurra mála. „Ég hef lagt áherslu á mál varðandi útlendingalög. Varðandi notendastýrða persónulega aðstoð og varðandi einhvers konar útfærslur í að þoka stjórnarmálunum áfram. En það eru nokkur mál sem eru til umræðu. Uppreist æru til dæmis,“ sagði Óttarr og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tók undir nauðsyn þess að skoða þau mál. „Skyldi engan undra. Enda hefur dómsmálaráðherrann boðað að þar þurfi að gera breytingar. Svo eru önnur mál sem flokkarnir eru sammála um að þurfi að vera í traustum farvegi. Þar eru menn kannski ekki að horfa á lok þessa þings heldur horfa meira inn í áramótin. Getum tekið þar sem dæmi NPA málin,“ sagði Bjarni.Forsætisráðherra fór á fund forseta á dögunum með þingrofsbeiðniVísir/AntonFormaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram minnisblað til formannanna um aðferð við að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum en formennirnir áttu fund um málið í ágúst. „En það tryggir að minnsta kosti að þá verði búið að fara yfir hana í áföngum. Það þýðir þá líka um leið að menn eru ekki að tala um frumvarp til heildarendurskoðunar á stjórnarskránni í einu frumvarpi,“ segir Bjarni. Hann telur sjálfsagt að verða við ákalli Guðna Th. Jóhannessonar forseta Ísland í setningarræðu hans á Alþingi um að ákvæði um völd og áhrif forseta í stjórnarskrá verði skýrari enda sé hann sjálfur þeirrar skoðunar. „Það er svo sem hægt að vísa í atburði undanfarinna daga. Menn hafa verið að spyrja sig; hvað má, hvað er hægt, hvert er hlutverk forsetans þegar menn ætla að rjúfa þing. Eða eru að velta fyrir sér að mynda nýja ríkisstjórn. Þetta eru atriði sem við sjáum á atburðum dagsins í dag að skipta sköpum um að línur séu skýrar með,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur opnað fyrir heildarendurskoðun á stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum. Formenn flokkanna ræða meðal annars möguleika á samkomulagi um þessi mál ásamt breytingar á lögum um útlendinga, uppreist æru og lög um notendastýrða persónulega aðstoð áður en þingstörfum lýkur fyrir kosningar. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa átt fundi með forseta Alþingis frá því á mánudag til að reyna að ná samkomulagi um framtíð þingstarfa. Þeir áttu síðast í dag um tveggja stunda fund til að reyna að ná samkomulagi um hvaða mál verði afgreidd fyrir kosningar. Samkomulag náðist ekki á þeim fundi og ætla formennirnir að hittast aftur á föstudag. Ekkert þingmál er komið til nefndar en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er þó að fjalla um framkvæmd laga um uppreist æru. Það liggur því enginn formlegur listi þingmála fyrir til að afgreiða. Formenn höfðu mismikið að segja eftir að fundi þeirra lauk í dag og voru á mismikilli hraðferð.Óttarr Proppé er formaður Bjartrar framtíðar.Vísir/HannaKatrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna vildi lítið segja við fréttamenn að loknum fundi formannanna enda að flýta sér á annan fund. Sagði lítið að frétta en boðað hefði verið til annars fundar á föstudag. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagði formennina vera að skoða afgreiðslu nokkurra mála. „Ég hef lagt áherslu á mál varðandi útlendingalög. Varðandi notendastýrða persónulega aðstoð og varðandi einhvers konar útfærslur í að þoka stjórnarmálunum áfram. En það eru nokkur mál sem eru til umræðu. Uppreist æru til dæmis,“ sagði Óttarr og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tók undir nauðsyn þess að skoða þau mál. „Skyldi engan undra. Enda hefur dómsmálaráðherrann boðað að þar þurfi að gera breytingar. Svo eru önnur mál sem flokkarnir eru sammála um að þurfi að vera í traustum farvegi. Þar eru menn kannski ekki að horfa á lok þessa þings heldur horfa meira inn í áramótin. Getum tekið þar sem dæmi NPA málin,“ sagði Bjarni.Forsætisráðherra fór á fund forseta á dögunum með þingrofsbeiðniVísir/AntonFormaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram minnisblað til formannanna um aðferð við að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum en formennirnir áttu fund um málið í ágúst. „En það tryggir að minnsta kosti að þá verði búið að fara yfir hana í áföngum. Það þýðir þá líka um leið að menn eru ekki að tala um frumvarp til heildarendurskoðunar á stjórnarskránni í einu frumvarpi,“ segir Bjarni. Hann telur sjálfsagt að verða við ákalli Guðna Th. Jóhannessonar forseta Ísland í setningarræðu hans á Alþingi um að ákvæði um völd og áhrif forseta í stjórnarskrá verði skýrari enda sé hann sjálfur þeirrar skoðunar. „Það er svo sem hægt að vísa í atburði undanfarinna daga. Menn hafa verið að spyrja sig; hvað má, hvað er hægt, hvert er hlutverk forsetans þegar menn ætla að rjúfa þing. Eða eru að velta fyrir sér að mynda nýja ríkisstjórn. Þetta eru atriði sem við sjáum á atburðum dagsins í dag að skipta sköpum um að línur séu skýrar með,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45