Sjálfstæðisflokkur til í að endurskoða stjórnarskrána í áföngum Heimir Már Pétursson skrifar 20. september 2017 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn hefur opnað fyrir heildarendurskoðun á stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum. Formenn flokkanna ræða meðal annars möguleika á samkomulagi um þessi mál ásamt breytingar á lögum um útlendinga, uppreist æru og lög um notendastýrða persónulega aðstoð áður en þingstörfum lýkur fyrir kosningar. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa átt fundi með forseta Alþingis frá því á mánudag til að reyna að ná samkomulagi um framtíð þingstarfa. Þeir áttu síðast í dag um tveggja stunda fund til að reyna að ná samkomulagi um hvaða mál verði afgreidd fyrir kosningar. Samkomulag náðist ekki á þeim fundi og ætla formennirnir að hittast aftur á föstudag. Ekkert þingmál er komið til nefndar en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er þó að fjalla um framkvæmd laga um uppreist æru. Það liggur því enginn formlegur listi þingmála fyrir til að afgreiða. Formenn höfðu mismikið að segja eftir að fundi þeirra lauk í dag og voru á mismikilli hraðferð.Óttarr Proppé er formaður Bjartrar framtíðar.Vísir/HannaKatrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna vildi lítið segja við fréttamenn að loknum fundi formannanna enda að flýta sér á annan fund. Sagði lítið að frétta en boðað hefði verið til annars fundar á föstudag. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagði formennina vera að skoða afgreiðslu nokkurra mála. „Ég hef lagt áherslu á mál varðandi útlendingalög. Varðandi notendastýrða persónulega aðstoð og varðandi einhvers konar útfærslur í að þoka stjórnarmálunum áfram. En það eru nokkur mál sem eru til umræðu. Uppreist æru til dæmis,“ sagði Óttarr og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tók undir nauðsyn þess að skoða þau mál. „Skyldi engan undra. Enda hefur dómsmálaráðherrann boðað að þar þurfi að gera breytingar. Svo eru önnur mál sem flokkarnir eru sammála um að þurfi að vera í traustum farvegi. Þar eru menn kannski ekki að horfa á lok þessa þings heldur horfa meira inn í áramótin. Getum tekið þar sem dæmi NPA málin,“ sagði Bjarni.Forsætisráðherra fór á fund forseta á dögunum með þingrofsbeiðniVísir/AntonFormaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram minnisblað til formannanna um aðferð við að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum en formennirnir áttu fund um málið í ágúst. „En það tryggir að minnsta kosti að þá verði búið að fara yfir hana í áföngum. Það þýðir þá líka um leið að menn eru ekki að tala um frumvarp til heildarendurskoðunar á stjórnarskránni í einu frumvarpi,“ segir Bjarni. Hann telur sjálfsagt að verða við ákalli Guðna Th. Jóhannessonar forseta Ísland í setningarræðu hans á Alþingi um að ákvæði um völd og áhrif forseta í stjórnarskrá verði skýrari enda sé hann sjálfur þeirrar skoðunar. „Það er svo sem hægt að vísa í atburði undanfarinna daga. Menn hafa verið að spyrja sig; hvað má, hvað er hægt, hvert er hlutverk forsetans þegar menn ætla að rjúfa þing. Eða eru að velta fyrir sér að mynda nýja ríkisstjórn. Þetta eru atriði sem við sjáum á atburðum dagsins í dag að skipta sköpum um að línur séu skýrar með,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur opnað fyrir heildarendurskoðun á stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum. Formenn flokkanna ræða meðal annars möguleika á samkomulagi um þessi mál ásamt breytingar á lögum um útlendinga, uppreist æru og lög um notendastýrða persónulega aðstoð áður en þingstörfum lýkur fyrir kosningar. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa átt fundi með forseta Alþingis frá því á mánudag til að reyna að ná samkomulagi um framtíð þingstarfa. Þeir áttu síðast í dag um tveggja stunda fund til að reyna að ná samkomulagi um hvaða mál verði afgreidd fyrir kosningar. Samkomulag náðist ekki á þeim fundi og ætla formennirnir að hittast aftur á föstudag. Ekkert þingmál er komið til nefndar en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er þó að fjalla um framkvæmd laga um uppreist æru. Það liggur því enginn formlegur listi þingmála fyrir til að afgreiða. Formenn höfðu mismikið að segja eftir að fundi þeirra lauk í dag og voru á mismikilli hraðferð.Óttarr Proppé er formaður Bjartrar framtíðar.Vísir/HannaKatrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna vildi lítið segja við fréttamenn að loknum fundi formannanna enda að flýta sér á annan fund. Sagði lítið að frétta en boðað hefði verið til annars fundar á föstudag. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagði formennina vera að skoða afgreiðslu nokkurra mála. „Ég hef lagt áherslu á mál varðandi útlendingalög. Varðandi notendastýrða persónulega aðstoð og varðandi einhvers konar útfærslur í að þoka stjórnarmálunum áfram. En það eru nokkur mál sem eru til umræðu. Uppreist æru til dæmis,“ sagði Óttarr og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tók undir nauðsyn þess að skoða þau mál. „Skyldi engan undra. Enda hefur dómsmálaráðherrann boðað að þar þurfi að gera breytingar. Svo eru önnur mál sem flokkarnir eru sammála um að þurfi að vera í traustum farvegi. Þar eru menn kannski ekki að horfa á lok þessa þings heldur horfa meira inn í áramótin. Getum tekið þar sem dæmi NPA málin,“ sagði Bjarni.Forsætisráðherra fór á fund forseta á dögunum með þingrofsbeiðniVísir/AntonFormaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram minnisblað til formannanna um aðferð við að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum en formennirnir áttu fund um málið í ágúst. „En það tryggir að minnsta kosti að þá verði búið að fara yfir hana í áföngum. Það þýðir þá líka um leið að menn eru ekki að tala um frumvarp til heildarendurskoðunar á stjórnarskránni í einu frumvarpi,“ segir Bjarni. Hann telur sjálfsagt að verða við ákalli Guðna Th. Jóhannessonar forseta Ísland í setningarræðu hans á Alþingi um að ákvæði um völd og áhrif forseta í stjórnarskrá verði skýrari enda sé hann sjálfur þeirrar skoðunar. „Það er svo sem hægt að vísa í atburði undanfarinna daga. Menn hafa verið að spyrja sig; hvað má, hvað er hægt, hvert er hlutverk forsetans þegar menn ætla að rjúfa þing. Eða eru að velta fyrir sér að mynda nýja ríkisstjórn. Þetta eru atriði sem við sjáum á atburðum dagsins í dag að skipta sköpum um að línur séu skýrar með,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45