Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2017 20:00 Í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði eru 710 nemendur sem hafa verið í skólanum í fimm vikur án þess að hafa stílabækur eða ritföng. Um miðjan júlí síðastliðinn ákvað fræðsluráð Hafnarfjarðar að gera grunnskóla bæjarins gjaldfrjálsa og útvega nemendum öll námsgögn endurgjaldslaust. Víðistaðaskóli hefur aftur á móti eingöngu fengið brotabrot af þeim gögnum og í vikunni misstu kennarar þolinmæðina og létu foreldra vita á Facebook. Þar segir að ekkert bóli á stílabókum og barist sé um örfáar reikningsbækur sem hafi borist. Einnig að kennarar hafi þurft að finna til blýantsstubba í skrifborðsskúffum og skápum. Skólastjórinn, Hrönn Bergþórsdóttir, segir mistökin vera hjá birgi.Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri, segir mistökin vera hjá Pennanum.vísir/sigurjón„Við fengum alltaf þau svör frá Pennanum að þetta væri að koma öðru hvoru megin við helgina. Svo kom kannski svolítið og við reyndum að deila því út en við erum búin að vera með mikið langlundargeð. Ég verð að segja það," segir Hrönn. En birgirinn staðfesti þó í dag að gögnin komi á morgun, nú er að sjá hvort það standist. Hrönn hrósar kennurum fyrir útsjónarsemi, til að mynda útikennslu, og ótrúlega þolinmæði síðustu vikur. „Þetta reynir á. Þetta reynir mjög á. Og í dag eða þessa viku var þolinmæðin á þrotum," segir Hrönn. Jónatan Hertel, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla segir foreldra undrast hve langan tíma það hefur tekið að leysa málið. „Okkur finnst þetta bara óþolandi og ólíðandi. Þetta er sérstaklega slæmt því þetta hefur verið svo lengi. Börnin eiga ekki einu sinni blýanta, hins vegar eru þau komin með strokleður. Ég veit ekki hvað þau eiga að nota það í," segir Jónatan. Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði eru 710 nemendur sem hafa verið í skólanum í fimm vikur án þess að hafa stílabækur eða ritföng. Um miðjan júlí síðastliðinn ákvað fræðsluráð Hafnarfjarðar að gera grunnskóla bæjarins gjaldfrjálsa og útvega nemendum öll námsgögn endurgjaldslaust. Víðistaðaskóli hefur aftur á móti eingöngu fengið brotabrot af þeim gögnum og í vikunni misstu kennarar þolinmæðina og létu foreldra vita á Facebook. Þar segir að ekkert bóli á stílabókum og barist sé um örfáar reikningsbækur sem hafi borist. Einnig að kennarar hafi þurft að finna til blýantsstubba í skrifborðsskúffum og skápum. Skólastjórinn, Hrönn Bergþórsdóttir, segir mistökin vera hjá birgi.Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri, segir mistökin vera hjá Pennanum.vísir/sigurjón„Við fengum alltaf þau svör frá Pennanum að þetta væri að koma öðru hvoru megin við helgina. Svo kom kannski svolítið og við reyndum að deila því út en við erum búin að vera með mikið langlundargeð. Ég verð að segja það," segir Hrönn. En birgirinn staðfesti þó í dag að gögnin komi á morgun, nú er að sjá hvort það standist. Hrönn hrósar kennurum fyrir útsjónarsemi, til að mynda útikennslu, og ótrúlega þolinmæði síðustu vikur. „Þetta reynir á. Þetta reynir mjög á. Og í dag eða þessa viku var þolinmæðin á þrotum," segir Hrönn. Jónatan Hertel, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla segir foreldra undrast hve langan tíma það hefur tekið að leysa málið. „Okkur finnst þetta bara óþolandi og ólíðandi. Þetta er sérstaklega slæmt því þetta hefur verið svo lengi. Börnin eiga ekki einu sinni blýanta, hins vegar eru þau komin með strokleður. Ég veit ekki hvað þau eiga að nota það í," segir Jónatan.
Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira