Erlent

Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Paul Manafort á milli Donald og Ivönku Trump.
Paul Manafort á milli Donald og Ivönku Trump. Vísir/Getty
Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna.

Washington Post greinir frá því að Paul Manafort, sem var kosningastjóri Trump þangað til hann hætti fyrir um ári síðan vegna ásakana um að hann hefði þegið fé af aðilum sem tengjast Rússum í Úkraínu, haft samband við Oleg Depriska, auðjöfur með náin tengsl við yfirvöld í Rússlandi.

Manafort notaði tölvupóst til að bjóða Depriska upplýsingarnar í gegnum erlendan tengilið, að því er Washington Post greinir frá.

Tölvupóstarnir eru meðal gagna sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins á á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og meintu samráði framboðs Trump við þá, hefur fengið afhent í tengslum við rannsóknina.

Ekkert í gögnunum bendir þó til þess að Depriska hafi móttekið tilboðið né tekið á móti gögnum frá Manafort. Í frétt Washington Post segir þó að tilboð Manafort sýni að Rússar hafi mögulega haft aðgang að gögnum frá háttsettum aðilum innnan kosningamaskínu Trump.

Rannsókn yfirvalda í Bandaríkjunum um meint afskipti Rússa af kosningunum virðist í auknum mæli beinast að Manafort. Sími hans hefur verið hleraður frá því fyrir kosningarnar sem fóru fram í nóvember á síðasta ári.

Í frétt Washington Post segir einnig að aðilar tengdir Manafort telji að markmið Mueller sé að fá Manafort til að aðstoða við rannsókn málsins með því að fá hann til þess að ljóstra upp um fyrrverandi samstarfsfélaga sína.


Tengdar fréttir

Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump

Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×