Prestur sendur í leyfi vegna meintrar áreitni Sveinn Arnarsson skrifar 21. september 2017 04:00 Sr. Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, er fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands. vísir/eyþór Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn, sr. Ólafur Jóhannsson í Grensáskirkju í Reykjavík og fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands. Ólafur var sendur í leyfi í sumar til að einbeita sér að betrun hjá sálfræðingi. Sr. Ólafur hefur áður komið við sögu fagráðs þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og hefur Fréttablaðið fengið staðfest að mál gegn honum hafi einnig verið rekið fyrir fagráðinu árið 2010. „Ég sendi sr. Ólaf í leyfi í sumar því ég líð ekki svona mál á minni vakt,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. „Ég beitti þeim úrræðum sem lög og reglur segja til um, og eitt af því var að senda hann í leyfi. Ég veitti honum tiltal og sendi hann í meðferð hjá sálfræðingi.“ Leyfið var til 15. ágúst síðastliðins og eftir það gekk hann aftur til starfa í Grensáskirkju. Agnes segist síðan hafa heyrt af hinum tveimur málunum í gær og því gripið strax til ráðstafana vegna þeirra. „Eftir þá meðferð var það mat sálfræðings að hann væri reiðubúinn til að koma aftur til þjónustu í kirkjunni. Ég hef í dag [í gær] fengið þær upplýsingar að fleiri mál hafi komið til úrskurðarnefndarinnar og hefur hann farið í leyfi á meðan úrskurðarnefndin er að vinna í málinu,“ segir Agnes. Fyrsta málið á þessu ári kom inn á borð fagráðs síðastliðið vor. Brotaþoli, sem ekki vill koma fram undir nafni, staðfestir að hafa á þeim tíma sent málið til fagráðs þar sem meintur gerandi er sr. Ólafur. Í síðustu viku hafi málið síðan verið áframsent til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Fyrsti fundur úrskurðarnefndarinnar um málið er á dagskrá í dag.Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslandsvísir/vilhelmNeitar ásökunum alfarið Ólafur neitar því staðfastlega að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða í því máli. „Þar á í hlut kona sem ég hef talið til kunningja í ákveðnu samhengi. Ég tók utan um hana og kyssti hana á kinnina. Það er atvikið. Ég hélt það væri óhætt en það var greinilega ekki. Algjörlega fráleitt að kalla það kynferðislega áreitni að mínu mati, [þetta] var saklaus koss á kinn,“ segir Ólafur. Hann lýsir því að hann sé mjög hryggur yfir því að málið sé komið á þennan stað. „Auðvitað var það rangt af mér að gera þetta ef það var óþægilegt fyrir hana. Það er engin spurning. En það var ekki kynferðisleg áreitni og tengdist engu slíku.“ Árið 2010 var einnig lögð fram kvörtun til fagráðs vegna sama prests. Ólafur játar því og segist hafa heyrt af því máli en mjög óformlega. Hann segist hafa hitt sálfræðing eftir það mál sem hafi snúist um að læra að setja sér mörk í samskiptum sínum við hitt kynið. „Ég hef alltaf hitt sálfræðing öðru hverju. En í mínum skilningi og skilningi íslenskra laga snýst það ekki um kynferðislega áreitni,“ segir Ólafur. Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðsins, segir fagráðið taka á móti brotaþolum og veita þeim aðstoð. Trúnaður sé við brotaþola og markmið fagráðs sé að hlusta á alla og taka þeim vel. Niðurstaða í málinu í mars hafi verið að senda málið til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. „Úrskurðarnefnd fer svo yfir málið og kallar til viðeigandi aðila að borðinu og úrskurðar í málinu,“ segir Elína. Brotaþolinn í málinu vildi ekki kæra til lögreglu heldur vildi að málið fengi efnislega meðferð innan kirkjunnar. Fagráðið, sem er sjálfstæð eining, vinnur í samvinnu við brotaþola og aðstoðar þá við að senda málið þangað sem brotaþolar sjálfir vilja. Fagráðið stýrir því ekki í hvaða farveg málin fara. Aðstoð og hlustun á brotaþola er meginstefið í vinnu ráðsins. Í ráðinu sitja reyndir aðilar á sviði sálgæslu. Dögg Pálsdóttir er formaður úrskurðarnefndarinnar. Verkefni nefndarinnar er að taka til meðferðar ágreining á kirkjulegum vettvangi og um hana er fjallað í þjóðkirkjulögum. Hún staðfestir að þrjú mál séu nú til meðferðar hjá úrskurðarnefnd sem komið hafa frá fagráðinu þar sem sr. Ólafur er meintur gerandi. Bárust þau úrskurðarnefndinni í síðustu viku. Fyrsti fundur úrskurðarnefndarinnar um málið er á dagskrá í dag. „Við erum eins og hver önnur stjórnsýslunefnd, að sjálfsögðu hvílir á okkur rannsóknarskylda þar sem við gefum málsaðilum kost á að skila gögnum og köllum eftir gögnum ef þörf er á,“ segir Dögg. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kirkjan neitar að upplýsa um kynferðisbrot starfsmanna Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota neitar að svara Fréttablaðinu efnislega um þau 27 mál sem komið hafa á borð ráðsins síðustu tíu ár. Ber fyrir sig að verið sé að verja trúnað og persónuvernd brotaþola. 18. september 2017 05:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn, sr. Ólafur Jóhannsson í Grensáskirkju í Reykjavík og fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands. Ólafur var sendur í leyfi í sumar til að einbeita sér að betrun hjá sálfræðingi. Sr. Ólafur hefur áður komið við sögu fagráðs þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og hefur Fréttablaðið fengið staðfest að mál gegn honum hafi einnig verið rekið fyrir fagráðinu árið 2010. „Ég sendi sr. Ólaf í leyfi í sumar því ég líð ekki svona mál á minni vakt,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. „Ég beitti þeim úrræðum sem lög og reglur segja til um, og eitt af því var að senda hann í leyfi. Ég veitti honum tiltal og sendi hann í meðferð hjá sálfræðingi.“ Leyfið var til 15. ágúst síðastliðins og eftir það gekk hann aftur til starfa í Grensáskirkju. Agnes segist síðan hafa heyrt af hinum tveimur málunum í gær og því gripið strax til ráðstafana vegna þeirra. „Eftir þá meðferð var það mat sálfræðings að hann væri reiðubúinn til að koma aftur til þjónustu í kirkjunni. Ég hef í dag [í gær] fengið þær upplýsingar að fleiri mál hafi komið til úrskurðarnefndarinnar og hefur hann farið í leyfi á meðan úrskurðarnefndin er að vinna í málinu,“ segir Agnes. Fyrsta málið á þessu ári kom inn á borð fagráðs síðastliðið vor. Brotaþoli, sem ekki vill koma fram undir nafni, staðfestir að hafa á þeim tíma sent málið til fagráðs þar sem meintur gerandi er sr. Ólafur. Í síðustu viku hafi málið síðan verið áframsent til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Fyrsti fundur úrskurðarnefndarinnar um málið er á dagskrá í dag.Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslandsvísir/vilhelmNeitar ásökunum alfarið Ólafur neitar því staðfastlega að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða í því máli. „Þar á í hlut kona sem ég hef talið til kunningja í ákveðnu samhengi. Ég tók utan um hana og kyssti hana á kinnina. Það er atvikið. Ég hélt það væri óhætt en það var greinilega ekki. Algjörlega fráleitt að kalla það kynferðislega áreitni að mínu mati, [þetta] var saklaus koss á kinn,“ segir Ólafur. Hann lýsir því að hann sé mjög hryggur yfir því að málið sé komið á þennan stað. „Auðvitað var það rangt af mér að gera þetta ef það var óþægilegt fyrir hana. Það er engin spurning. En það var ekki kynferðisleg áreitni og tengdist engu slíku.“ Árið 2010 var einnig lögð fram kvörtun til fagráðs vegna sama prests. Ólafur játar því og segist hafa heyrt af því máli en mjög óformlega. Hann segist hafa hitt sálfræðing eftir það mál sem hafi snúist um að læra að setja sér mörk í samskiptum sínum við hitt kynið. „Ég hef alltaf hitt sálfræðing öðru hverju. En í mínum skilningi og skilningi íslenskra laga snýst það ekki um kynferðislega áreitni,“ segir Ólafur. Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðsins, segir fagráðið taka á móti brotaþolum og veita þeim aðstoð. Trúnaður sé við brotaþola og markmið fagráðs sé að hlusta á alla og taka þeim vel. Niðurstaða í málinu í mars hafi verið að senda málið til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. „Úrskurðarnefnd fer svo yfir málið og kallar til viðeigandi aðila að borðinu og úrskurðar í málinu,“ segir Elína. Brotaþolinn í málinu vildi ekki kæra til lögreglu heldur vildi að málið fengi efnislega meðferð innan kirkjunnar. Fagráðið, sem er sjálfstæð eining, vinnur í samvinnu við brotaþola og aðstoðar þá við að senda málið þangað sem brotaþolar sjálfir vilja. Fagráðið stýrir því ekki í hvaða farveg málin fara. Aðstoð og hlustun á brotaþola er meginstefið í vinnu ráðsins. Í ráðinu sitja reyndir aðilar á sviði sálgæslu. Dögg Pálsdóttir er formaður úrskurðarnefndarinnar. Verkefni nefndarinnar er að taka til meðferðar ágreining á kirkjulegum vettvangi og um hana er fjallað í þjóðkirkjulögum. Hún staðfestir að þrjú mál séu nú til meðferðar hjá úrskurðarnefnd sem komið hafa frá fagráðinu þar sem sr. Ólafur er meintur gerandi. Bárust þau úrskurðarnefndinni í síðustu viku. Fyrsti fundur úrskurðarnefndarinnar um málið er á dagskrá í dag. „Við erum eins og hver önnur stjórnsýslunefnd, að sjálfsögðu hvílir á okkur rannsóknarskylda þar sem við gefum málsaðilum kost á að skila gögnum og köllum eftir gögnum ef þörf er á,“ segir Dögg.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kirkjan neitar að upplýsa um kynferðisbrot starfsmanna Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota neitar að svara Fréttablaðinu efnislega um þau 27 mál sem komið hafa á borð ráðsins síðustu tíu ár. Ber fyrir sig að verið sé að verja trúnað og persónuvernd brotaþola. 18. september 2017 05:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Kirkjan neitar að upplýsa um kynferðisbrot starfsmanna Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota neitar að svara Fréttablaðinu efnislega um þau 27 mál sem komið hafa á borð ráðsins síðustu tíu ár. Ber fyrir sig að verið sé að verja trúnað og persónuvernd brotaþola. 18. september 2017 05:00