Lengri og fleiri leikskóladagar á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2017 18:58 Í júní síðastliðnum gaf OECD út nýja skýrslu um stöðu leikskólamála víða um heim. Þar kemur fram að viðvera íslenskra barna í leikskólanum slær öll met. Þau dvelja 220 daga á ári í leikskólanum en meðaltalið er 190 dagar. Kristín Dýrfjörð, dósent við Háskólann á Akureyri, segir þetta meðal annars merki um jafnrétti kynjanna. „Atvinnuþátttaka kvenna er mjög mikil á Íslandi og getur verið mikil því erum með góða leikskóla og börn hafa góðan aðgang að leikskólum, sem þýðir líka að þjóðarbúið græðir."Fjöldi daga sem íslenskir leikskólar starfa á ári.grafík/hlynurHver leikskóladagur er líka langur og íslenskir leikskólakennarar eiga líka met í því hve löngum tíma þeir eyða í starfi með börnunum, eða tæpum 1500 klukkustundum á ári. Meðaltalið er aftur á móti 1050 tímar á ári og fer alveg niður fyrir sjö hundruð í Grikklandi, Kóreu og Mexíkó. „Það hefur verið mikil umræða um streitu í stéttinni. Þetta eru álagspunktar, starfsmenn þurfa að hlaupa mjög hratt og með starfsmannamálin eins og þau eru þá fær fólk ekki tíma til að undirbúa sig og vinnur lengri dag. Og þetta hefur áhrif á hvernig þér líður í vinnunni," segir Kristín.Fjöldi klukkustunda sem leikskólakennarar starfa með börnunum á ári en Ísland á þar met ásamt Noregi.grafík/hlynurTil að auka starfsánægju þyrfti að auka rýmið á leikskólunum að mati Kristínar og gera laun samkeppnishæf en laun íslenskra leikskólakennara eru einnig langt undir meðaltali OECD þegar þau eru umreiknuð út frá kaupmætti. Og líkt og á hinum Norðurlöndunum er launastrúkturinn flatur, það er, möguleikinn á að hækka í launum er lítill. „Ég held þetta sé hluti af ástæðunni fyrir því að leikskólakennarar eru að brenna út, sækja í auknum mæli í Virk endurhæfingu og mikil veikindi eru meðal starfsmanna. Ég held þetta sé ein af ástæðunum sem þarf að skoða mjög alvarlega.“ Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Í júní síðastliðnum gaf OECD út nýja skýrslu um stöðu leikskólamála víða um heim. Þar kemur fram að viðvera íslenskra barna í leikskólanum slær öll met. Þau dvelja 220 daga á ári í leikskólanum en meðaltalið er 190 dagar. Kristín Dýrfjörð, dósent við Háskólann á Akureyri, segir þetta meðal annars merki um jafnrétti kynjanna. „Atvinnuþátttaka kvenna er mjög mikil á Íslandi og getur verið mikil því erum með góða leikskóla og börn hafa góðan aðgang að leikskólum, sem þýðir líka að þjóðarbúið græðir."Fjöldi daga sem íslenskir leikskólar starfa á ári.grafík/hlynurHver leikskóladagur er líka langur og íslenskir leikskólakennarar eiga líka met í því hve löngum tíma þeir eyða í starfi með börnunum, eða tæpum 1500 klukkustundum á ári. Meðaltalið er aftur á móti 1050 tímar á ári og fer alveg niður fyrir sjö hundruð í Grikklandi, Kóreu og Mexíkó. „Það hefur verið mikil umræða um streitu í stéttinni. Þetta eru álagspunktar, starfsmenn þurfa að hlaupa mjög hratt og með starfsmannamálin eins og þau eru þá fær fólk ekki tíma til að undirbúa sig og vinnur lengri dag. Og þetta hefur áhrif á hvernig þér líður í vinnunni," segir Kristín.Fjöldi klukkustunda sem leikskólakennarar starfa með börnunum á ári en Ísland á þar met ásamt Noregi.grafík/hlynurTil að auka starfsánægju þyrfti að auka rýmið á leikskólunum að mati Kristínar og gera laun samkeppnishæf en laun íslenskra leikskólakennara eru einnig langt undir meðaltali OECD þegar þau eru umreiknuð út frá kaupmætti. Og líkt og á hinum Norðurlöndunum er launastrúkturinn flatur, það er, möguleikinn á að hækka í launum er lítill. „Ég held þetta sé hluti af ástæðunni fyrir því að leikskólakennarar eru að brenna út, sækja í auknum mæli í Virk endurhæfingu og mikil veikindi eru meðal starfsmanna. Ég held þetta sé ein af ástæðunum sem þarf að skoða mjög alvarlega.“
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira