Segir hinn „elliæra“ Trump hafa sannfært sig um að halda áfram Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. september 2017 06:46 Yfirlýsing Kim Jong-un í nótt er talin vera sú fyrsta í sögunni þar sem leiðtogi Norður-Kóreu beinir orðum sínum að alþjóðasamfélaginu. KCNA Kim Jong-un, segir að ummæli hins „brjálaða“ og „elliæra“ Bandaríkjaforseta staðfesti nauðsyn þess að Norður-Kórea haldi áfram kjarnorkuvopnaáætlun sinni. Donald Trump muni gjalda fyrir ræðuna sem hann flutti fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Þetta var megininntak yfirlýsingar Kims sem hann las upp í ríkissjónvarpi Norður-Kóreu í gærkvöldi. Sérfræðingar telja að þetta sé fyrsta ræða sem leiðtogi Norður-Kóreu flytur með alþjóðasamfélagið í huga. Þar vísaði hann til óvenju herskárrar ræðu Trumps á þriðjudag þar sem Bandaríkjaforseti var harðorður í garð Norður-Kóreu.Sjá einnig: Trump harðorður í garð Norður-Kóreu og Íran Varaði hann ríkið við að ögra bandamönnum Bandaríkjanna. „Við munum eiga þann eina kost að gereyða Norður-Kóreu. Eldflaugamaðurinn (e. Rocketman) er í sjálfsmorðshugleiðingum fyrir sig og ríkisstjórn sína,“ sagði Trump og beindi orðum sínum að Kim Jong-un. Leiðtogi Norður-Kóreu segir í yfirlýsingu sinni að ræða Trump hafi sannfært sig um að sú leið sem þjóð hans hefur valið sé sú rétta. Digurbarkaleg ræða Bandaríkjaforseta hafi ekki hrætt hann og muni hann fylgja kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu allt til enda.Hér að neðan má sjá brot úr ræðu Trumps á þriðjudag.Trump to the UN on Iran: "The Iranian government masks a corrupt dictatorship behind the false guise of democracy" https://t.co/w77yjbPOx9 pic.twitter.com/SjSjmUrmKP— CNN Breaking News (@cnnbrk) September 19, 2017 „Nú þegar Trump hefur móðgað mig og þjóð mína frammi fyrir öllum heiminum í hatrömmustu stríðsyfirlýsingu allra tíma“ mun Norður-Kórea íhuga „hörðustu gagnaðgerðir“ svo að Trump muni „gjalda fyrir ræðu sína.“ Lauk Kim yfirlýsingu sinni á því að segja að vopnabúr hans muni ná að temja hinn elliæra og brjálaða Bandaríkjamann.Sjá einnig: Trump geltandi hundur í augum Norður-KóreuUtanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yong-ho, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að þjóð hans muni halda áfram að þróa langdrægar eldflaugar og kjarnaodda, þrátt fyrir hertar viðskiptaþvinganir alþjóðasamfélagsins. „Það er málsháttur sem segir: Þó svo að hundurinn gelti heldur skrúðgangan áfram,“ sagði utanríkisráðherrann um fyrrnefnda ræðu Trumps. „Ef hann [Trump] hélt að hann gæti látið okkur bregða með hundsgelti þá er hann að dreyma.“ Aðspurður um hvað honum þætti um að Trump hefði kallað Kim Jong-un Eldflaugamann svaraði ráðherrann. „Ég vorkenni aðstoðarmönnum hans.“ Ri Yong-ho mun halda ræðu á Allsherjarþinginu síðar í dag. Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump harðorður í garð Norður-Kóreu og Íran Forseti Bandaríkjanna kallaði eftir því að allar þjóðir heimsins einangruðu einræðisríkið alfarið. 19. september 2017 14:32 Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund. 22. september 2017 06:00 Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Kim Jong-un, segir að ummæli hins „brjálaða“ og „elliæra“ Bandaríkjaforseta staðfesti nauðsyn þess að Norður-Kórea haldi áfram kjarnorkuvopnaáætlun sinni. Donald Trump muni gjalda fyrir ræðuna sem hann flutti fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Þetta var megininntak yfirlýsingar Kims sem hann las upp í ríkissjónvarpi Norður-Kóreu í gærkvöldi. Sérfræðingar telja að þetta sé fyrsta ræða sem leiðtogi Norður-Kóreu flytur með alþjóðasamfélagið í huga. Þar vísaði hann til óvenju herskárrar ræðu Trumps á þriðjudag þar sem Bandaríkjaforseti var harðorður í garð Norður-Kóreu.Sjá einnig: Trump harðorður í garð Norður-Kóreu og Íran Varaði hann ríkið við að ögra bandamönnum Bandaríkjanna. „Við munum eiga þann eina kost að gereyða Norður-Kóreu. Eldflaugamaðurinn (e. Rocketman) er í sjálfsmorðshugleiðingum fyrir sig og ríkisstjórn sína,“ sagði Trump og beindi orðum sínum að Kim Jong-un. Leiðtogi Norður-Kóreu segir í yfirlýsingu sinni að ræða Trump hafi sannfært sig um að sú leið sem þjóð hans hefur valið sé sú rétta. Digurbarkaleg ræða Bandaríkjaforseta hafi ekki hrætt hann og muni hann fylgja kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu allt til enda.Hér að neðan má sjá brot úr ræðu Trumps á þriðjudag.Trump to the UN on Iran: "The Iranian government masks a corrupt dictatorship behind the false guise of democracy" https://t.co/w77yjbPOx9 pic.twitter.com/SjSjmUrmKP— CNN Breaking News (@cnnbrk) September 19, 2017 „Nú þegar Trump hefur móðgað mig og þjóð mína frammi fyrir öllum heiminum í hatrömmustu stríðsyfirlýsingu allra tíma“ mun Norður-Kórea íhuga „hörðustu gagnaðgerðir“ svo að Trump muni „gjalda fyrir ræðu sína.“ Lauk Kim yfirlýsingu sinni á því að segja að vopnabúr hans muni ná að temja hinn elliæra og brjálaða Bandaríkjamann.Sjá einnig: Trump geltandi hundur í augum Norður-KóreuUtanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yong-ho, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að þjóð hans muni halda áfram að þróa langdrægar eldflaugar og kjarnaodda, þrátt fyrir hertar viðskiptaþvinganir alþjóðasamfélagsins. „Það er málsháttur sem segir: Þó svo að hundurinn gelti heldur skrúðgangan áfram,“ sagði utanríkisráðherrann um fyrrnefnda ræðu Trumps. „Ef hann [Trump] hélt að hann gæti látið okkur bregða með hundsgelti þá er hann að dreyma.“ Aðspurður um hvað honum þætti um að Trump hefði kallað Kim Jong-un Eldflaugamann svaraði ráðherrann. „Ég vorkenni aðstoðarmönnum hans.“ Ri Yong-ho mun halda ræðu á Allsherjarþinginu síðar í dag.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump harðorður í garð Norður-Kóreu og Íran Forseti Bandaríkjanna kallaði eftir því að allar þjóðir heimsins einangruðu einræðisríkið alfarið. 19. september 2017 14:32 Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund. 22. september 2017 06:00 Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Trump harðorður í garð Norður-Kóreu og Íran Forseti Bandaríkjanna kallaði eftir því að allar þjóðir heimsins einangruðu einræðisríkið alfarið. 19. september 2017 14:32
Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund. 22. september 2017 06:00
Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09