Hjólabrettakappi fékk dæmdar bætur eftir furðulegt vespuslys Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2017 16:19 Slysið átti sér stað á Akureyri árið 2014. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands á helmingi þess tjóns sem ungur maður varð fyrir þegar hann steig af hjólabretti á ferð eftir að hafa verið dreginn af vespu á töluverðri ferð á Akureyri. Maðurinn lýsti því fyrir dómi að hann hefði misst takið af bifhjólinu og dottið af brettinu. Í fallinu steig hann í hægri fótlegg sem bognaði í öfuga átt með þeim afleiðingum að hann hlaut rof á fremra krossbandi og einnig skemmdir í afturhluta innri liðþófa. Þetta átti sér stað í maí árið 2014 og sóttist maðurinn eftir bætum frá Vátryggingafélagi Íslands út frá ábyrgðartryggingu vespunnar. Vátryggingafélagið hafnaði þeirri kröfu á þeim grundvelli að maðurinn hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og því væri ekki til staðar bótaskylda úr ábyrgðartrygging ökutækisins. 17. apríl árið 2015, lenti maðurinn í öðru slysi þegar hann ók snjósleða fram af hengju og fékk snúningsáverka á hægra hnéð þannig að það yfirréttist. Fann hann fyrir verkjum og bólgu í hné eftir það slys og viðurkenndi Vátryggingafélagið bótaskyldu vegna þess atviks. Sóst var eftir mati á áverkum mannsins en ljóst var að ekki væri mögulegt að meta líkamstjón mannsins án þess að lagt yrði mat á það líkamstjón sem hann varð fyrir árið 2014. Niðurstaða matsmanna var á þann veg að tjón mannsins væri að jöfnu, þannig var varanleg örorka í slysinu metin 4 prósent og sama vegna slyssins árið 2015. Fyrr í ár fór maðurinn fram á að Vátryggingafélagið myndi endurskoða afstöðu sína vegna slyssins í maí árið 2014 en félagið hafnaði því og var málið höfðað fyrir dómstólum í framhaldi af því. Var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að Vátryggingafélag Íslands bæri ábyrgð á helmingi þess tjóns sem maðurinn varð fyrir í slysinu 2014. Var maðurinn talinn hafa sýnt af sér mikið gáleysi með því að grípa aftan í vespuna, en ökumaður vespunnar var einnig talinn hafa sýnt af sér mikið gáleysi með því að aka henni á svo miklum hraða að maðurinn gat hlotið skaða af. Málskostnaður aðila var látinn niður falla og var það ákvörðun dómstólsins að gjafakostnaður mannsins, upp á 800 þúsund krónur, greiðist úr ríkissjóði. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands á helmingi þess tjóns sem ungur maður varð fyrir þegar hann steig af hjólabretti á ferð eftir að hafa verið dreginn af vespu á töluverðri ferð á Akureyri. Maðurinn lýsti því fyrir dómi að hann hefði misst takið af bifhjólinu og dottið af brettinu. Í fallinu steig hann í hægri fótlegg sem bognaði í öfuga átt með þeim afleiðingum að hann hlaut rof á fremra krossbandi og einnig skemmdir í afturhluta innri liðþófa. Þetta átti sér stað í maí árið 2014 og sóttist maðurinn eftir bætum frá Vátryggingafélagi Íslands út frá ábyrgðartryggingu vespunnar. Vátryggingafélagið hafnaði þeirri kröfu á þeim grundvelli að maðurinn hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og því væri ekki til staðar bótaskylda úr ábyrgðartrygging ökutækisins. 17. apríl árið 2015, lenti maðurinn í öðru slysi þegar hann ók snjósleða fram af hengju og fékk snúningsáverka á hægra hnéð þannig að það yfirréttist. Fann hann fyrir verkjum og bólgu í hné eftir það slys og viðurkenndi Vátryggingafélagið bótaskyldu vegna þess atviks. Sóst var eftir mati á áverkum mannsins en ljóst var að ekki væri mögulegt að meta líkamstjón mannsins án þess að lagt yrði mat á það líkamstjón sem hann varð fyrir árið 2014. Niðurstaða matsmanna var á þann veg að tjón mannsins væri að jöfnu, þannig var varanleg örorka í slysinu metin 4 prósent og sama vegna slyssins árið 2015. Fyrr í ár fór maðurinn fram á að Vátryggingafélagið myndi endurskoða afstöðu sína vegna slyssins í maí árið 2014 en félagið hafnaði því og var málið höfðað fyrir dómstólum í framhaldi af því. Var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að Vátryggingafélag Íslands bæri ábyrgð á helmingi þess tjóns sem maðurinn varð fyrir í slysinu 2014. Var maðurinn talinn hafa sýnt af sér mikið gáleysi með því að grípa aftan í vespuna, en ökumaður vespunnar var einnig talinn hafa sýnt af sér mikið gáleysi með því að aka henni á svo miklum hraða að maðurinn gat hlotið skaða af. Málskostnaður aðila var látinn niður falla og var það ákvörðun dómstólsins að gjafakostnaður mannsins, upp á 800 þúsund krónur, greiðist úr ríkissjóði.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira