Sósíalistaflokkurinn fer ekki fram Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. september 2017 20:00 Gunnar Smári Egilsson segir að flokkurinn muni halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar. Vísir/Stefán Sósíalistaflokkurinn fer ekki fram í komandi þingkosningum og þess í stað mun flokkurinn halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar sem í framtíðinni mun beita sér innan verkalýðshreyfingarinnar, í sveitastjórnum og á þingi. Gunnar Smári Egilsson stofnandi flokksins sendi frá sér fréttatilkynningu um þessa ákvörðun. „Sósíalistaflokkurinn varð til 1. maí síðastliðinn. Félagar flokksins samþykktu að fyrstu verkefni hans yrðu að byggja upp lýðræðislegt innra starf, útfæra grunnstefnu flokksins og blása til Sósíalistaþings í haust. Þessu starfi miðar vel og hreyfing er að verða til. En því er ekki lokið. Af þeim sökum ætlar Sósíalistaflokkurinn ekki að bjóða fram í komandi þingkosningum.“ Í tilkynningunni kom fram að þess í stað muni flokkurinn halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar sem í framtíðinni mun beita sér innan verkalýðshreyfingarinnar, í sveitastjórnum og á þingi. „Við teljum erindi flokksins mikilvægt og það eigi mjög vel við í dag,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi. Sjálfur er hann ánægður með ákvörðunina um að Sósíalistaflokkurinn færi ekki fram. „Við byrjuðum fundinn á þriðjudaginn síðasta og þá toguðust ýmis sjónarmið á. Bæði að upphaflega var lagt upp með að byggja upp hreyfingu og mögulega flokk í framhaldinu en við vildum ekki vera svona eftirlíking af stjórnmálaflokki á hnignunarbraut, einhverskonar flokksforusta sem reynir að selja sig í fjölmiðlum heldur raunverulega hreyfingu með tengsl inn í verkalýðshreyfingu, samtök, öryrkja og aðra staði þar sem finna má fólk sem hefur orðið undir í óréttlátu samfélagi. Það starf er bara ekki búið, það er bara þannig.“ Ákveðið var að fresta fundinum þar til í dag svo að félagar gætu velt þessu fyrir sér og rætt sín á milli. Eftir umræður í dag var þetta svo niðurstaðan með góðum meirihluta fundarmanna. „Ég er mjög sáttur, það er mikið af kosningum eftir þessar kosningar,“ segir Gunnar Smári um þessa niðurstöðu. Hann segir að nú þurfi bara að halda áfram að byggja upp flokkinn og safna kröftum. „Við ætlum að halda Sósíalistaþing í nóvember eftir kosningar, þann 18. nóvember.“ Kosningar 2017 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn fer ekki fram í komandi þingkosningum og þess í stað mun flokkurinn halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar sem í framtíðinni mun beita sér innan verkalýðshreyfingarinnar, í sveitastjórnum og á þingi. Gunnar Smári Egilsson stofnandi flokksins sendi frá sér fréttatilkynningu um þessa ákvörðun. „Sósíalistaflokkurinn varð til 1. maí síðastliðinn. Félagar flokksins samþykktu að fyrstu verkefni hans yrðu að byggja upp lýðræðislegt innra starf, útfæra grunnstefnu flokksins og blása til Sósíalistaþings í haust. Þessu starfi miðar vel og hreyfing er að verða til. En því er ekki lokið. Af þeim sökum ætlar Sósíalistaflokkurinn ekki að bjóða fram í komandi þingkosningum.“ Í tilkynningunni kom fram að þess í stað muni flokkurinn halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar sem í framtíðinni mun beita sér innan verkalýðshreyfingarinnar, í sveitastjórnum og á þingi. „Við teljum erindi flokksins mikilvægt og það eigi mjög vel við í dag,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi. Sjálfur er hann ánægður með ákvörðunina um að Sósíalistaflokkurinn færi ekki fram. „Við byrjuðum fundinn á þriðjudaginn síðasta og þá toguðust ýmis sjónarmið á. Bæði að upphaflega var lagt upp með að byggja upp hreyfingu og mögulega flokk í framhaldinu en við vildum ekki vera svona eftirlíking af stjórnmálaflokki á hnignunarbraut, einhverskonar flokksforusta sem reynir að selja sig í fjölmiðlum heldur raunverulega hreyfingu með tengsl inn í verkalýðshreyfingu, samtök, öryrkja og aðra staði þar sem finna má fólk sem hefur orðið undir í óréttlátu samfélagi. Það starf er bara ekki búið, það er bara þannig.“ Ákveðið var að fresta fundinum þar til í dag svo að félagar gætu velt þessu fyrir sér og rætt sín á milli. Eftir umræður í dag var þetta svo niðurstaðan með góðum meirihluta fundarmanna. „Ég er mjög sáttur, það er mikið af kosningum eftir þessar kosningar,“ segir Gunnar Smári um þessa niðurstöðu. Hann segir að nú þurfi bara að halda áfram að byggja upp flokkinn og safna kröftum. „Við ætlum að halda Sósíalistaþing í nóvember eftir kosningar, þann 18. nóvember.“
Kosningar 2017 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira