Engin af skattahækkanatillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu Ingvar Þór Björnsson skrifar 24. september 2017 12:24 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, sagði í ræðu sinni á kosningafundi flokksins í gær að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu í þeim þingnefndum sem undir forystu Sjálfstæðismanna höfðu með þær að gera. „Fjármálaráðherra var líka fullkunnugt um að við höfðum marga fyrirvara gagnvart þeim öllum – og að engin þeirra færi óbreytt í gegnum þingið með stuðningi Sjálfstæðismanna,“ sagði Páll í ræðunni. Þá benti hann á að á tíu ára tímabili hafa hrein rekstrarútgjöld ríkisins hækkað að raungildi um 142 milljarða króna á ári; eða um 75%. Í samtali við Vísi segir Páll að skattahækkanatillögur á bensín, dísilolíu og virðisaukaskatt hefðu ekki farið óbreyttar í gegnum þingið með samþykki Sjálfstæðismanna. Spurður hvaða breytingar hann hefði viljað sjá segir hann að það hafi svo sem ekki reynt á það. „Aðalmarkmiðið var að draga úr notkun á dísilbílum en við lítum svo á að þetta hafi verið frekar lélegt dulargervi fyrir skattahækkun. Það var ekki verið að jafna neitt með þessum sköttum. Gjaldið á bensínið og gjaldið á olíuna var hækkað og var úr þessu mikil skattahækkun.“ Spurður hvort ekki eigi að taka mið af loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar með grænum skatti á ökutæki segir Páll að alltaf hafi legið fyrir að það þyrfti að breyta skattlagningunni á ökutæki. „Það verður að tryggja tekjur ríkisins vegna þess að tekjurnar af eldsneytinu voru alltaf lækkaðar. Það þyrfti að breyta hlutföllunum og hvetja þannig til notkunar á hreinni orkugjafa. Það sagði hins vegar enginn að þetta ætti að vera gert með skattahækkun.“ Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, sagði í ræðu sinni á kosningafundi flokksins í gær að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu í þeim þingnefndum sem undir forystu Sjálfstæðismanna höfðu með þær að gera. „Fjármálaráðherra var líka fullkunnugt um að við höfðum marga fyrirvara gagnvart þeim öllum – og að engin þeirra færi óbreytt í gegnum þingið með stuðningi Sjálfstæðismanna,“ sagði Páll í ræðunni. Þá benti hann á að á tíu ára tímabili hafa hrein rekstrarútgjöld ríkisins hækkað að raungildi um 142 milljarða króna á ári; eða um 75%. Í samtali við Vísi segir Páll að skattahækkanatillögur á bensín, dísilolíu og virðisaukaskatt hefðu ekki farið óbreyttar í gegnum þingið með samþykki Sjálfstæðismanna. Spurður hvaða breytingar hann hefði viljað sjá segir hann að það hafi svo sem ekki reynt á það. „Aðalmarkmiðið var að draga úr notkun á dísilbílum en við lítum svo á að þetta hafi verið frekar lélegt dulargervi fyrir skattahækkun. Það var ekki verið að jafna neitt með þessum sköttum. Gjaldið á bensínið og gjaldið á olíuna var hækkað og var úr þessu mikil skattahækkun.“ Spurður hvort ekki eigi að taka mið af loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar með grænum skatti á ökutæki segir Páll að alltaf hafi legið fyrir að það þyrfti að breyta skattlagningunni á ökutæki. „Það verður að tryggja tekjur ríkisins vegna þess að tekjurnar af eldsneytinu voru alltaf lækkaðar. Það þyrfti að breyta hlutföllunum og hvetja þannig til notkunar á hreinni orkugjafa. Það sagði hins vegar enginn að þetta ætti að vera gert með skattahækkun.“
Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira