Engin af skattahækkanatillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu Ingvar Þór Björnsson skrifar 24. september 2017 12:24 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, sagði í ræðu sinni á kosningafundi flokksins í gær að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu í þeim þingnefndum sem undir forystu Sjálfstæðismanna höfðu með þær að gera. „Fjármálaráðherra var líka fullkunnugt um að við höfðum marga fyrirvara gagnvart þeim öllum – og að engin þeirra færi óbreytt í gegnum þingið með stuðningi Sjálfstæðismanna,“ sagði Páll í ræðunni. Þá benti hann á að á tíu ára tímabili hafa hrein rekstrarútgjöld ríkisins hækkað að raungildi um 142 milljarða króna á ári; eða um 75%. Í samtali við Vísi segir Páll að skattahækkanatillögur á bensín, dísilolíu og virðisaukaskatt hefðu ekki farið óbreyttar í gegnum þingið með samþykki Sjálfstæðismanna. Spurður hvaða breytingar hann hefði viljað sjá segir hann að það hafi svo sem ekki reynt á það. „Aðalmarkmiðið var að draga úr notkun á dísilbílum en við lítum svo á að þetta hafi verið frekar lélegt dulargervi fyrir skattahækkun. Það var ekki verið að jafna neitt með þessum sköttum. Gjaldið á bensínið og gjaldið á olíuna var hækkað og var úr þessu mikil skattahækkun.“ Spurður hvort ekki eigi að taka mið af loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar með grænum skatti á ökutæki segir Páll að alltaf hafi legið fyrir að það þyrfti að breyta skattlagningunni á ökutæki. „Það verður að tryggja tekjur ríkisins vegna þess að tekjurnar af eldsneytinu voru alltaf lækkaðar. Það þyrfti að breyta hlutföllunum og hvetja þannig til notkunar á hreinni orkugjafa. Það sagði hins vegar enginn að þetta ætti að vera gert með skattahækkun.“ Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, sagði í ræðu sinni á kosningafundi flokksins í gær að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu í þeim þingnefndum sem undir forystu Sjálfstæðismanna höfðu með þær að gera. „Fjármálaráðherra var líka fullkunnugt um að við höfðum marga fyrirvara gagnvart þeim öllum – og að engin þeirra færi óbreytt í gegnum þingið með stuðningi Sjálfstæðismanna,“ sagði Páll í ræðunni. Þá benti hann á að á tíu ára tímabili hafa hrein rekstrarútgjöld ríkisins hækkað að raungildi um 142 milljarða króna á ári; eða um 75%. Í samtali við Vísi segir Páll að skattahækkanatillögur á bensín, dísilolíu og virðisaukaskatt hefðu ekki farið óbreyttar í gegnum þingið með samþykki Sjálfstæðismanna. Spurður hvaða breytingar hann hefði viljað sjá segir hann að það hafi svo sem ekki reynt á það. „Aðalmarkmiðið var að draga úr notkun á dísilbílum en við lítum svo á að þetta hafi verið frekar lélegt dulargervi fyrir skattahækkun. Það var ekki verið að jafna neitt með þessum sköttum. Gjaldið á bensínið og gjaldið á olíuna var hækkað og var úr þessu mikil skattahækkun.“ Spurður hvort ekki eigi að taka mið af loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar með grænum skatti á ökutæki segir Páll að alltaf hafi legið fyrir að það þyrfti að breyta skattlagningunni á ökutæki. „Það verður að tryggja tekjur ríkisins vegna þess að tekjurnar af eldsneytinu voru alltaf lækkaðar. Það þyrfti að breyta hlutföllunum og hvetja þannig til notkunar á hreinni orkugjafa. Það sagði hins vegar enginn að þetta ætti að vera gert með skattahækkun.“
Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira