RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 25. september 2017 12:40 Guðmundur fær peninga frá RÚV sem leiðréttir ekki fréttir sínar eða biðst afsökunar á þeim. Þá verða ummælin ekki dæmd ómerkt. En, víst má telja að Guðmundur Spartakus líti svo á að sáttin feli í sér viðurkenningu á réttmæti umkvartana hans. Ekkert verður af aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn fréttastjóra og þremur núverandi og fyrrverandi fréttamönnum RÚV. Guðmundur Spartakus hafði stefnt fyrrnefndum fjórum fyrir meiðyrði en fréttirnar sneru að fíkniefnasmygli í Brasilíu og Paragvæ. Stefnt var fyrir 28 ummæli í sjö fréttum í miðlum Ríkisútvarpsins á vikutímabili í maí í fyrra. Guðmundur krafðist í heildina tíu milljóna króna í bætur frá Jóhanni Hlíðari Harðarsyni fréttamanni (8 milljónir), Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra (1 milljón), Pálma Jónassyni fréttamanni (700 þúsund) og Hjálmari Friðrikssyni fyrrverandi fréttamanni RÚV (300 þúsund krónur).Fær greiddan málskostnað og miskabætur Lögmaður Guðmundar Spartakusar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „Guðmundur Spartakus Ómarsson og Ríkisútvarpið hafa komist að samkomulagi um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og nánar tilgreindum fréttamönnum í desember 2016. Samkomulagið felur í sér að Guðmundur fær greiddan málskostnað og miskabætur, en telst að öðru leyti trúnaðarmál.“ Vilhjálmur vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti en samkvæmt heimildum Vísis skiptir greiðslan til Guðmundar milljónum.RUV þarf ekki að biðjast afsökunar Í stefnu Guðmundar, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans samdi, sagði að ummælin væru ósönn, óviðurkvæmileg, tilhæfulaus og smekklaus. Þau væru til þess fallin að sverta stefnanda og þess krafist að þau verði öll ómerkt. Með sáttinni er ljóst að Guðmundur fær peninga frá RÚV sem leiðréttir ekki fréttir sínar eða biðst afsökunar á þeim. Þá verða ummælin ekki dæmd ómerkt. En, víst má telja að Guðmundur Spartakus lítur svo á að sáttin feli í sér viðurkenningu á réttmæti umkvartana sinna. Vísir náði stuttlega sambandi við Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra RÚV en hún var að hverfa inn á fund. Rakel sagðist ekkert geta tjáð sig um málið. Þá sagðist hún ekki vita til þess hvort sátt sem þessi hafi verið gerð hjá ríkisútvarpinu fyrr. Margrét Magnúsdóttir, lögmaður og skrifstofustjóri RÚV, þekki það betur.Athygli vekur að Sigmundi Erni Rúnarsson var sömuleiðis stefnt fyrir fréttaflutning af máli Guðmundar, með vísun í sama paragvæska miðil. Sigmundur var sýknaður í héraðsdómi en Guðmundur áfrýjaði málinu til Hæstaréttar þar sem það bíður meðferðar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Áfrýjar dómi vegna meintra meiðyrða Sigmundar Ernis Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni fjölmiðlamanni vegna fréttaflutnings af sér á síðasta ári. 7. júlí 2017 11:50 Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45 Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Ekkert verður af aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn fréttastjóra og þremur núverandi og fyrrverandi fréttamönnum RÚV. Guðmundur Spartakus hafði stefnt fyrrnefndum fjórum fyrir meiðyrði en fréttirnar sneru að fíkniefnasmygli í Brasilíu og Paragvæ. Stefnt var fyrir 28 ummæli í sjö fréttum í miðlum Ríkisútvarpsins á vikutímabili í maí í fyrra. Guðmundur krafðist í heildina tíu milljóna króna í bætur frá Jóhanni Hlíðari Harðarsyni fréttamanni (8 milljónir), Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra (1 milljón), Pálma Jónassyni fréttamanni (700 þúsund) og Hjálmari Friðrikssyni fyrrverandi fréttamanni RÚV (300 þúsund krónur).Fær greiddan málskostnað og miskabætur Lögmaður Guðmundar Spartakusar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „Guðmundur Spartakus Ómarsson og Ríkisútvarpið hafa komist að samkomulagi um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og nánar tilgreindum fréttamönnum í desember 2016. Samkomulagið felur í sér að Guðmundur fær greiddan málskostnað og miskabætur, en telst að öðru leyti trúnaðarmál.“ Vilhjálmur vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti en samkvæmt heimildum Vísis skiptir greiðslan til Guðmundar milljónum.RUV þarf ekki að biðjast afsökunar Í stefnu Guðmundar, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans samdi, sagði að ummælin væru ósönn, óviðurkvæmileg, tilhæfulaus og smekklaus. Þau væru til þess fallin að sverta stefnanda og þess krafist að þau verði öll ómerkt. Með sáttinni er ljóst að Guðmundur fær peninga frá RÚV sem leiðréttir ekki fréttir sínar eða biðst afsökunar á þeim. Þá verða ummælin ekki dæmd ómerkt. En, víst má telja að Guðmundur Spartakus lítur svo á að sáttin feli í sér viðurkenningu á réttmæti umkvartana sinna. Vísir náði stuttlega sambandi við Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra RÚV en hún var að hverfa inn á fund. Rakel sagðist ekkert geta tjáð sig um málið. Þá sagðist hún ekki vita til þess hvort sátt sem þessi hafi verið gerð hjá ríkisútvarpinu fyrr. Margrét Magnúsdóttir, lögmaður og skrifstofustjóri RÚV, þekki það betur.Athygli vekur að Sigmundi Erni Rúnarsson var sömuleiðis stefnt fyrir fréttaflutning af máli Guðmundar, með vísun í sama paragvæska miðil. Sigmundur var sýknaður í héraðsdómi en Guðmundur áfrýjaði málinu til Hæstaréttar þar sem það bíður meðferðar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Áfrýjar dómi vegna meintra meiðyrða Sigmundar Ernis Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni fjölmiðlamanni vegna fréttaflutnings af sér á síðasta ári. 7. júlí 2017 11:50 Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45 Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Áfrýjar dómi vegna meintra meiðyrða Sigmundar Ernis Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni fjölmiðlamanni vegna fréttaflutnings af sér á síðasta ári. 7. júlí 2017 11:50
Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45
Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00