LeBron James: Leyfi Trump forseta ekki að nota íþróttirnar til að sundra okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2017 09:30 LeBron James ræddi málin við blaðamenn í gær. Vísir/Getty LeBron James gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar hann hitti blaðamenn í gær í tilefni þess að NBA-liðin eru að hefja lokaundirbúning sinn fyrir komandi keppnistímabil. James sakaði forsetann um að nota íþróttirnar til að kljúfa bandarísku þjóðina. Kom þetta í framhaldi þess að Donald Trump gaf það út að NFL-liðin ættu að reka þá leikmenn sem standa ekki þegar bandaríski þjóðsöngurinn er spilaður fyrir leikina í ameríska fótboltanum. NFL-deildin brást öll mjög harkalega við orðum forsetans og mikið var um allskonar mótmæli í kringum þjóðsönginn í leikjum helgarinnar. Sumir leikmenn fóru niður á hnén, aðrir tóku saman höndum og þrjú lið voru eftir inn í búningsklefa á meðan þjóðsöngurinn var spilaður. LeBron James hrósaði samstöðu NFL-leikmannanna og fyrir að svara orðum forsetans á þennan hátt. „Það er fólkið sem stjórnar þessu landi,“ sagði LeBron James. BBC segir frá. „Ég ætla ekki að leyfa einum einstaklingi, sama hver áhrifastaða hans er, að nota íþróttirnar til að sundra okkur,“ sagði James. „Íþróttirnar eru svo stórkostlegar og það sem þær geta gert fyrir alla. Þá skiptir engu hvernig fólk er í laginu, hversu hávaxið það er, hversu þungt það er, af hvaða kynþætti það er , hverjar trúar það er eða hvað sem er. Íþróttirnar sameina fólk eins og ekkert annað,“ sagði James. „Við vitum að þetta er besta land í heimi og hér eru menn frjálsir. Við glímum samt við vandamál eins og allir aðrir. Þegar við eigum við þessi vandamál þá megum við ekki gleyma því hversu frábærar manneskjur við getum verið. Það er fólkið sem stýrir þessu landi,“ sagði James. Donald Trump NBA NFL Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
LeBron James gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar hann hitti blaðamenn í gær í tilefni þess að NBA-liðin eru að hefja lokaundirbúning sinn fyrir komandi keppnistímabil. James sakaði forsetann um að nota íþróttirnar til að kljúfa bandarísku þjóðina. Kom þetta í framhaldi þess að Donald Trump gaf það út að NFL-liðin ættu að reka þá leikmenn sem standa ekki þegar bandaríski þjóðsöngurinn er spilaður fyrir leikina í ameríska fótboltanum. NFL-deildin brást öll mjög harkalega við orðum forsetans og mikið var um allskonar mótmæli í kringum þjóðsönginn í leikjum helgarinnar. Sumir leikmenn fóru niður á hnén, aðrir tóku saman höndum og þrjú lið voru eftir inn í búningsklefa á meðan þjóðsöngurinn var spilaður. LeBron James hrósaði samstöðu NFL-leikmannanna og fyrir að svara orðum forsetans á þennan hátt. „Það er fólkið sem stjórnar þessu landi,“ sagði LeBron James. BBC segir frá. „Ég ætla ekki að leyfa einum einstaklingi, sama hver áhrifastaða hans er, að nota íþróttirnar til að sundra okkur,“ sagði James. „Íþróttirnar eru svo stórkostlegar og það sem þær geta gert fyrir alla. Þá skiptir engu hvernig fólk er í laginu, hversu hávaxið það er, hversu þungt það er, af hvaða kynþætti það er , hverjar trúar það er eða hvað sem er. Íþróttirnar sameina fólk eins og ekkert annað,“ sagði James. „Við vitum að þetta er besta land í heimi og hér eru menn frjálsir. Við glímum samt við vandamál eins og allir aðrir. Þegar við eigum við þessi vandamál þá megum við ekki gleyma því hversu frábærar manneskjur við getum verið. Það er fólkið sem stýrir þessu landi,“ sagði James.
Donald Trump NBA NFL Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira