Arna Ýr ætlaði aldrei aftur að keppa í lélegum fegurðarsamkeppnum Stefán Árni Pálsson skrifar 26. september 2017 13:30 Arna Ýr er Miss Universe Iceland 2017. vísir/hanna Arna Ýr Jónsdóttir er Miss Universe Iceland 2017 en hún var krýnd í gærkvöldi í Gamla Bíó. Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. Hún mun fara fyrir hönd Íslands í keppnina Miss Universe. „Ég er svo heppin að fá þann heiður að vera fyrsta manneskjan sem vinnur bæði Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland,“ segir Arna Ýr Brennslunni á FM957 í morgun. Hún segir að Ungfrú Ísland og Miss Universe séu eins ólíkar keppnir og hægt er. „Það er ekki neitt hægt að líkja þessu saman. Það er mun meiri pressa í Miss Universe og maður þarf meðal annars að svara spurningum á ensku upp á sviði og það er bikiní-keppni þar og það eru dómarar frá Bandaríkjunum sem dæma hvern einasta hluta fyrir sig. Þetta er mjög öðruvísi heldur en Ungfrú Ísland, við vitum auðvitað öll hvernig sú keppni virkar.“ Arna upplifði töluvert stress í gær. „Við fengum að koma þrisvar sinnum inn á bikiní og eftir fyrstu innkomu mína höfðum við eina mínútu til að komast aftur upp á svið. Ég þurfti að fara niður þröngar tröppur og aftur upp þröngar tröppur hinumegin. Ég varð fyrir því að detta í tröppunum og hællinn minn brotnaði af skónum. Ég þurfti að hlaupa og næ rétt svo að skipta um skó.“Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015.InstagramArna Ýr vakti mikla athygli í fyrra þegar hún hætti keppni í Miss Grand International eftir að eigandi keppninnar setti út á holdarfar hennar. Lýsti hún því yfir í lok október í fyrra að hún myndi ekki taka þátt í slíkri keppni aftur.„Ég er komin með þvílikt upp í kok á þessu. Ég mun ekki gera þetta aftur. Ég var komin með þá hugmynd að hætta en þetta alveg sannaði það fyrir mér. Mér finnst samt eins og ég hafi hætt á toppnum. Með góð skilaboð út í samfélagið,“ sagði Arna Ýr í samtali við Stöð 2 eftir að hún hætti við að taka þátt í Miss Grand International í fyrra. „Ég sagði að nú væri komið gott af lélegum keppnum og ég sætti mig ekki við neitt nema góðar keppnir. Það er það sem fólk er að misskilja. Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer 1,2 og 3 æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Arna Ýr Jónsdóttir krýnd Miss Universe Iceland Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. 25. september 2017 23:25 Segir að keppendum finnist skemmtilegt að koma fram á sundfötum „Ég vil ekki heyra minnst á megrunarkúra eða einhvers konar kröfur um ákveðið útlit,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland sem fer fram á mánudag. 21. september 2017 14:00 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Arna Ýr Jónsdóttir er Miss Universe Iceland 2017 en hún var krýnd í gærkvöldi í Gamla Bíó. Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. Hún mun fara fyrir hönd Íslands í keppnina Miss Universe. „Ég er svo heppin að fá þann heiður að vera fyrsta manneskjan sem vinnur bæði Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland,“ segir Arna Ýr Brennslunni á FM957 í morgun. Hún segir að Ungfrú Ísland og Miss Universe séu eins ólíkar keppnir og hægt er. „Það er ekki neitt hægt að líkja þessu saman. Það er mun meiri pressa í Miss Universe og maður þarf meðal annars að svara spurningum á ensku upp á sviði og það er bikiní-keppni þar og það eru dómarar frá Bandaríkjunum sem dæma hvern einasta hluta fyrir sig. Þetta er mjög öðruvísi heldur en Ungfrú Ísland, við vitum auðvitað öll hvernig sú keppni virkar.“ Arna upplifði töluvert stress í gær. „Við fengum að koma þrisvar sinnum inn á bikiní og eftir fyrstu innkomu mína höfðum við eina mínútu til að komast aftur upp á svið. Ég þurfti að fara niður þröngar tröppur og aftur upp þröngar tröppur hinumegin. Ég varð fyrir því að detta í tröppunum og hællinn minn brotnaði af skónum. Ég þurfti að hlaupa og næ rétt svo að skipta um skó.“Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015.InstagramArna Ýr vakti mikla athygli í fyrra þegar hún hætti keppni í Miss Grand International eftir að eigandi keppninnar setti út á holdarfar hennar. Lýsti hún því yfir í lok október í fyrra að hún myndi ekki taka þátt í slíkri keppni aftur.„Ég er komin með þvílikt upp í kok á þessu. Ég mun ekki gera þetta aftur. Ég var komin með þá hugmynd að hætta en þetta alveg sannaði það fyrir mér. Mér finnst samt eins og ég hafi hætt á toppnum. Með góð skilaboð út í samfélagið,“ sagði Arna Ýr í samtali við Stöð 2 eftir að hún hætti við að taka þátt í Miss Grand International í fyrra. „Ég sagði að nú væri komið gott af lélegum keppnum og ég sætti mig ekki við neitt nema góðar keppnir. Það er það sem fólk er að misskilja. Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer 1,2 og 3 æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Arna Ýr Jónsdóttir krýnd Miss Universe Iceland Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. 25. september 2017 23:25 Segir að keppendum finnist skemmtilegt að koma fram á sundfötum „Ég vil ekki heyra minnst á megrunarkúra eða einhvers konar kröfur um ákveðið útlit,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland sem fer fram á mánudag. 21. september 2017 14:00 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Arna Ýr Jónsdóttir krýnd Miss Universe Iceland Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. 25. september 2017 23:25
Segir að keppendum finnist skemmtilegt að koma fram á sundfötum „Ég vil ekki heyra minnst á megrunarkúra eða einhvers konar kröfur um ákveðið útlit,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland sem fer fram á mánudag. 21. september 2017 14:00