Egill Magnússon hefur verið kallaður inn í æfingahóp íslenska landsliðsins í handbolta.
Geir Sveinsson tilkynnti 22 manna æfingahóp í síðustu viku sem mun æfa saman nú um helgina, og hefur Egill nú bæst í þann hóp.
Aðeins leikmenn sem spila á Íslandi voru valdir þar sem ekki er um alþjóðlega landsliðsviku að ræða.
Egill gekk til liðs við Stjörnuna frá danska liðinu Tvis Holstebro í síðustu viku.

