Vefverslun og erlendir risar Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. september 2017 07:00 Konur nýta sér þjónustu erlendra vefverslana 20% oftar en karlar en fyrir helmingi lægri upphæð í hvert skipti. Það kemur ýmislegt áhugavert í ljós þegar rótað er í gögnum um erlenda vefverslun Íslendinga. Vegna minna vöruúrvals í heimabyggð mættum við kannski eiga von á að íbúar landsbyggðarinnar sýndu Ali Express, Amazon og fleiri vefverslunum meiri áhuga en við sem búum hér á höfuðborgarsvæðinu. Þvert á móti eru viðskiptin helmingi minni á landsbyggðinni. Þetta er meðal þess sem Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, ræddi á fjármálaþingi bankans í gær. Tilefnið var þær miklu breytingar sem eru að verða á smásölumarkaði. Við höfum öll tekið eftir auknum áhuga erlendra verslunarrisa á landinu en á sama tíma má segja að vefverslun sé loksins að verða almenn. 79% þátttakenda í könnun Gallup í vor sögðust hafa verslað á netinu undanfarið ár. Erlend velta hefur tvöfaldast frá árinu 2014 og kemur eflaust til með að aukast enn frekar eftir því sem tækninni fleygir fram. Þetta gerist þrátt fyrir tolla og háan flutningskostnað. Það er herjað á íslenska smásöluaðila úr tveimur áttum í einu og breytingarnar gerast á ógnarhraða. Viðbrögðin hafa meðal annars verið tilraunir (sem ýmist tókust eða ekki) til sameininga og hagræðingar en í einhverjum tilvikum hefur samkeppnislöggjöf gert aðilum erfitt um vik. Viðskiptaráð Íslands hittir naglann á höfuðið í nýlegri umsögn sinni sem ber heitið Samkeppni í breyttri heimsmynd. Þar er lögð áhersla á að samkeppnisyfirvöld taki tillit til stærðar erlendra aðila sem koma inn á okkar litla örmarkað og viðurkenni vefverslun sem hluta innlends markaðar. Samkeppnin er orðin alþjóðleg og nær inn á mun fleiri svið en matvöru, eldsneyti og föt, sem hvað mest hafa verið í umræðunni. Samkeppnisaðilar Icelandair eru fleiri en íslenska flugfélagið WOW. 365 lítur eflaust ekki síður til Netflix, Hulu og Amazon en Símans og RÚV þegar bitist er um markaðshlutdeild. Þessi nýi heimur er kominn til að vera og erlendir samkeppnisaðilar sem búa við allt aðra stærðarhagkvæmni og fjárhagslegt umhverfi eru komnir niður úr stúkunni og farnir að taka aukinn og áberandi þátt í leiknum. Leikurinn þarf að vera sanngjarn. Vonandi ber framtíðin í skauti sér lægri innflutningskostnað, skilvirkari póstsendingar, meiri erlenda fjárfestingu og aukna vefverslun. Íslensk fyrirtæki þurfa að aðlagast þessum breytingum en það sama má segja um regluramma stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Markaðir Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Konur nýta sér þjónustu erlendra vefverslana 20% oftar en karlar en fyrir helmingi lægri upphæð í hvert skipti. Það kemur ýmislegt áhugavert í ljós þegar rótað er í gögnum um erlenda vefverslun Íslendinga. Vegna minna vöruúrvals í heimabyggð mættum við kannski eiga von á að íbúar landsbyggðarinnar sýndu Ali Express, Amazon og fleiri vefverslunum meiri áhuga en við sem búum hér á höfuðborgarsvæðinu. Þvert á móti eru viðskiptin helmingi minni á landsbyggðinni. Þetta er meðal þess sem Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, ræddi á fjármálaþingi bankans í gær. Tilefnið var þær miklu breytingar sem eru að verða á smásölumarkaði. Við höfum öll tekið eftir auknum áhuga erlendra verslunarrisa á landinu en á sama tíma má segja að vefverslun sé loksins að verða almenn. 79% þátttakenda í könnun Gallup í vor sögðust hafa verslað á netinu undanfarið ár. Erlend velta hefur tvöfaldast frá árinu 2014 og kemur eflaust til með að aukast enn frekar eftir því sem tækninni fleygir fram. Þetta gerist þrátt fyrir tolla og háan flutningskostnað. Það er herjað á íslenska smásöluaðila úr tveimur áttum í einu og breytingarnar gerast á ógnarhraða. Viðbrögðin hafa meðal annars verið tilraunir (sem ýmist tókust eða ekki) til sameininga og hagræðingar en í einhverjum tilvikum hefur samkeppnislöggjöf gert aðilum erfitt um vik. Viðskiptaráð Íslands hittir naglann á höfuðið í nýlegri umsögn sinni sem ber heitið Samkeppni í breyttri heimsmynd. Þar er lögð áhersla á að samkeppnisyfirvöld taki tillit til stærðar erlendra aðila sem koma inn á okkar litla örmarkað og viðurkenni vefverslun sem hluta innlends markaðar. Samkeppnin er orðin alþjóðleg og nær inn á mun fleiri svið en matvöru, eldsneyti og föt, sem hvað mest hafa verið í umræðunni. Samkeppnisaðilar Icelandair eru fleiri en íslenska flugfélagið WOW. 365 lítur eflaust ekki síður til Netflix, Hulu og Amazon en Símans og RÚV þegar bitist er um markaðshlutdeild. Þessi nýi heimur er kominn til að vera og erlendir samkeppnisaðilar sem búa við allt aðra stærðarhagkvæmni og fjárhagslegt umhverfi eru komnir niður úr stúkunni og farnir að taka aukinn og áberandi þátt í leiknum. Leikurinn þarf að vera sanngjarn. Vonandi ber framtíðin í skauti sér lægri innflutningskostnað, skilvirkari póstsendingar, meiri erlenda fjárfestingu og aukna vefverslun. Íslensk fyrirtæki þurfa að aðlagast þessum breytingum en það sama má segja um regluramma stjórnvalda.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar