Vefverslun og erlendir risar Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. september 2017 07:00 Konur nýta sér þjónustu erlendra vefverslana 20% oftar en karlar en fyrir helmingi lægri upphæð í hvert skipti. Það kemur ýmislegt áhugavert í ljós þegar rótað er í gögnum um erlenda vefverslun Íslendinga. Vegna minna vöruúrvals í heimabyggð mættum við kannski eiga von á að íbúar landsbyggðarinnar sýndu Ali Express, Amazon og fleiri vefverslunum meiri áhuga en við sem búum hér á höfuðborgarsvæðinu. Þvert á móti eru viðskiptin helmingi minni á landsbyggðinni. Þetta er meðal þess sem Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, ræddi á fjármálaþingi bankans í gær. Tilefnið var þær miklu breytingar sem eru að verða á smásölumarkaði. Við höfum öll tekið eftir auknum áhuga erlendra verslunarrisa á landinu en á sama tíma má segja að vefverslun sé loksins að verða almenn. 79% þátttakenda í könnun Gallup í vor sögðust hafa verslað á netinu undanfarið ár. Erlend velta hefur tvöfaldast frá árinu 2014 og kemur eflaust til með að aukast enn frekar eftir því sem tækninni fleygir fram. Þetta gerist þrátt fyrir tolla og háan flutningskostnað. Það er herjað á íslenska smásöluaðila úr tveimur áttum í einu og breytingarnar gerast á ógnarhraða. Viðbrögðin hafa meðal annars verið tilraunir (sem ýmist tókust eða ekki) til sameininga og hagræðingar en í einhverjum tilvikum hefur samkeppnislöggjöf gert aðilum erfitt um vik. Viðskiptaráð Íslands hittir naglann á höfuðið í nýlegri umsögn sinni sem ber heitið Samkeppni í breyttri heimsmynd. Þar er lögð áhersla á að samkeppnisyfirvöld taki tillit til stærðar erlendra aðila sem koma inn á okkar litla örmarkað og viðurkenni vefverslun sem hluta innlends markaðar. Samkeppnin er orðin alþjóðleg og nær inn á mun fleiri svið en matvöru, eldsneyti og föt, sem hvað mest hafa verið í umræðunni. Samkeppnisaðilar Icelandair eru fleiri en íslenska flugfélagið WOW. 365 lítur eflaust ekki síður til Netflix, Hulu og Amazon en Símans og RÚV þegar bitist er um markaðshlutdeild. Þessi nýi heimur er kominn til að vera og erlendir samkeppnisaðilar sem búa við allt aðra stærðarhagkvæmni og fjárhagslegt umhverfi eru komnir niður úr stúkunni og farnir að taka aukinn og áberandi þátt í leiknum. Leikurinn þarf að vera sanngjarn. Vonandi ber framtíðin í skauti sér lægri innflutningskostnað, skilvirkari póstsendingar, meiri erlenda fjárfestingu og aukna vefverslun. Íslensk fyrirtæki þurfa að aðlagast þessum breytingum en það sama má segja um regluramma stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Markaðir Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Konur nýta sér þjónustu erlendra vefverslana 20% oftar en karlar en fyrir helmingi lægri upphæð í hvert skipti. Það kemur ýmislegt áhugavert í ljós þegar rótað er í gögnum um erlenda vefverslun Íslendinga. Vegna minna vöruúrvals í heimabyggð mættum við kannski eiga von á að íbúar landsbyggðarinnar sýndu Ali Express, Amazon og fleiri vefverslunum meiri áhuga en við sem búum hér á höfuðborgarsvæðinu. Þvert á móti eru viðskiptin helmingi minni á landsbyggðinni. Þetta er meðal þess sem Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, ræddi á fjármálaþingi bankans í gær. Tilefnið var þær miklu breytingar sem eru að verða á smásölumarkaði. Við höfum öll tekið eftir auknum áhuga erlendra verslunarrisa á landinu en á sama tíma má segja að vefverslun sé loksins að verða almenn. 79% þátttakenda í könnun Gallup í vor sögðust hafa verslað á netinu undanfarið ár. Erlend velta hefur tvöfaldast frá árinu 2014 og kemur eflaust til með að aukast enn frekar eftir því sem tækninni fleygir fram. Þetta gerist þrátt fyrir tolla og háan flutningskostnað. Það er herjað á íslenska smásöluaðila úr tveimur áttum í einu og breytingarnar gerast á ógnarhraða. Viðbrögðin hafa meðal annars verið tilraunir (sem ýmist tókust eða ekki) til sameininga og hagræðingar en í einhverjum tilvikum hefur samkeppnislöggjöf gert aðilum erfitt um vik. Viðskiptaráð Íslands hittir naglann á höfuðið í nýlegri umsögn sinni sem ber heitið Samkeppni í breyttri heimsmynd. Þar er lögð áhersla á að samkeppnisyfirvöld taki tillit til stærðar erlendra aðila sem koma inn á okkar litla örmarkað og viðurkenni vefverslun sem hluta innlends markaðar. Samkeppnin er orðin alþjóðleg og nær inn á mun fleiri svið en matvöru, eldsneyti og föt, sem hvað mest hafa verið í umræðunni. Samkeppnisaðilar Icelandair eru fleiri en íslenska flugfélagið WOW. 365 lítur eflaust ekki síður til Netflix, Hulu og Amazon en Símans og RÚV þegar bitist er um markaðshlutdeild. Þessi nýi heimur er kominn til að vera og erlendir samkeppnisaðilar sem búa við allt aðra stærðarhagkvæmni og fjárhagslegt umhverfi eru komnir niður úr stúkunni og farnir að taka aukinn og áberandi þátt í leiknum. Leikurinn þarf að vera sanngjarn. Vonandi ber framtíðin í skauti sér lægri innflutningskostnað, skilvirkari póstsendingar, meiri erlenda fjárfestingu og aukna vefverslun. Íslensk fyrirtæki þurfa að aðlagast þessum breytingum en það sama má segja um regluramma stjórnvalda.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun