Innlent

Þrír handteknir í Sundahöfn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mennirnir voru handteknir á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn.
Mennirnir voru handteknir á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn.
Alls gistu tíu í fangaklefa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt fyrir hin ýmsu brot.

Þrír karlmenn voru þannig handteknir fyrir húsbrot en þeir eru sagðir í skeyti lögreglunnar hafa verið í óleyfi inn á atvinnusvæði Eimskips. Er það sérstaklega tiltekið að þar hafi verið skip á leið til Bandaríkjanna í höfn. Allir mennirnir, sem eru sagðir útlenskir, voru vistaðir í fangaklefa vegna málsins.

Þá gistu aðrir þrír fangageymslur vegna nytjastuldar sem og aksturs undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Einn var handtekinn vegna vopnalaga og hótana, annar var handtekinn vegna gruns um brot á atvinnuleyfi og sömuleiðis var einn karlmaður handtekinn vegna ölvunar og ástands.

Einn karlmaður kom á lögreglustöðina og óskaði eftir húsaskjóli, en hann hafði ekki í nein önnur hús að vernda. Þó ekki sá nánar greint frá því hvernig tekið var í bón mannsins má ætla að hann hafi fengið gistingu ef stærðfræðin er ekki að bregðast blaðamanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×