Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2017 14:30 Björgunarsveitarmenn sigla á bátum yfir túnin í von um að bjarga því sem hægt er að bjarga. Mynd/Landsbjörg Talið er að tugir kinda hafi drepist þegar Jökulsá á Fljótsdal flæddi yfir bakka sína við Valþjófstaðanes eftir mikla úrkomu í dag og í nótt. Björgunarsveitarmenn sigla á bátum yfir túnin í von um að bjarga því sem hægt er að bjarga. „Það eru flöt tún hérna sem liggja að Jökulsá á Fljótsdal. Þetta er kallað Valþjófsstaðanes og yfir það liggur klofhátt vatn að stórum hluta,“ segir Agnar Benediktsson í Björgunarsveitinni jökli í samtali við Vísi. Töluverð úrkoma hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum og hafa orðið miklir vatnavextir í ám og lækjum vegna þess. Á vef Veðurstofunnar má sjá að rennsli í Jökulsá í Fljótsdal hefur nærri þrefaldast á örfáum klukkutímum við Valþjófsstaðanes. Þá hefur vatnshæð hækkað um nærri einn og hálfan metra.Sigmar Daði Viðarsson.Sigmar Daði Viðarsson, formaður björgunarsveitarinnar, segist í samtali við Vísi telja að vatn sé enn að aukast á svæðinu. Verið er að taka stöðuna og skoða önnur svæði í grennd og hvort bregðast þurfi við þar. Agnar segir ljóst að tugir kinda hafi drepist en í samtali við Austurfrétt sagði Friðrik Ingi Ingólfsson, bóndi á Valþjófsstað 2, að um 200 lömb hafi átt að vera á túnunum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilstöðum hefur rignt mikið og er talið líklegt að þjóðvegur 1 um Skriðdal við Skriðuvatn lokist vegna vatnavaxtanna. Þá hefur björgunarsveitin á Höfn í Hornafirði aðstoðað bændur á Volaseli í Lóni í Austur-Skaftafellsýslu við að bjarga fé frá drukknun eftir mikla vatnavexti. Þar hefur einnig rignt mikið.Ljóst er að úrhellið hefur haft áhrif víðar á Austurlandi en í Fljótsdal.Að neðan má sjá myndir sem Ingi Ragnarsson, tók af Hamarsá í Hamarsfirði í ham í úrhellinu á Austurlandi. Smellið á örvarnar til að fletta eða flettið með fingrunum í snjallsíma. Veður Tengdar fréttir Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira
Talið er að tugir kinda hafi drepist þegar Jökulsá á Fljótsdal flæddi yfir bakka sína við Valþjófstaðanes eftir mikla úrkomu í dag og í nótt. Björgunarsveitarmenn sigla á bátum yfir túnin í von um að bjarga því sem hægt er að bjarga. „Það eru flöt tún hérna sem liggja að Jökulsá á Fljótsdal. Þetta er kallað Valþjófsstaðanes og yfir það liggur klofhátt vatn að stórum hluta,“ segir Agnar Benediktsson í Björgunarsveitinni jökli í samtali við Vísi. Töluverð úrkoma hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum og hafa orðið miklir vatnavextir í ám og lækjum vegna þess. Á vef Veðurstofunnar má sjá að rennsli í Jökulsá í Fljótsdal hefur nærri þrefaldast á örfáum klukkutímum við Valþjófsstaðanes. Þá hefur vatnshæð hækkað um nærri einn og hálfan metra.Sigmar Daði Viðarsson.Sigmar Daði Viðarsson, formaður björgunarsveitarinnar, segist í samtali við Vísi telja að vatn sé enn að aukast á svæðinu. Verið er að taka stöðuna og skoða önnur svæði í grennd og hvort bregðast þurfi við þar. Agnar segir ljóst að tugir kinda hafi drepist en í samtali við Austurfrétt sagði Friðrik Ingi Ingólfsson, bóndi á Valþjófsstað 2, að um 200 lömb hafi átt að vera á túnunum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilstöðum hefur rignt mikið og er talið líklegt að þjóðvegur 1 um Skriðdal við Skriðuvatn lokist vegna vatnavaxtanna. Þá hefur björgunarsveitin á Höfn í Hornafirði aðstoðað bændur á Volaseli í Lóni í Austur-Skaftafellsýslu við að bjarga fé frá drukknun eftir mikla vatnavexti. Þar hefur einnig rignt mikið.Ljóst er að úrhellið hefur haft áhrif víðar á Austurlandi en í Fljótsdal.Að neðan má sjá myndir sem Ingi Ragnarsson, tók af Hamarsá í Hamarsfirði í ham í úrhellinu á Austurlandi. Smellið á örvarnar til að fletta eða flettið með fingrunum í snjallsíma.
Veður Tengdar fréttir Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira
Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45