Áfram mun rigna á Austurland Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2017 06:09 Ingi Ragnarsson hefur tekið fjölmargar myndir af hamnum í Hamarsá sem sjá má í myndasyrpu neðst í fréttinni. Ingi Ragnarsson Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir fyrir talsverðri, samfelldri úrkomu um landið suðaustanvert fram yfir hádegi í dag og á Austfjörðum fram undir kvöld. Miklir vatnavextir eru á svæðinu og áfram eru auknar líkur á skriðuföllum. Þjóðvegi 1 var lokað í gær vegna vætunnar og var vegurinn grafinn í sundur á þremur stöðum á suðausturhorninu. Vegurinn er illa farinn og gert er ráð fyrir því að vegurinn verði lokaður í það minnsta tvo til þrjá daga til viðbótar. Búið er að óska eftir því að þyrla Landhelgisgæslunnar komi nú í morgunsárið og meti aðstæður. Er það ekki síst gert til þess að Vegagerðin geti betur áttað sig á því „hvar vatnið er að koma inn á svæðið. Menn vita það ekki ennþá,“ sagði Friðrik Jónas Friðriksson, formaður Björgunarfélags Hornafjarðar í samtali við Vísi í gærkvöldi.Vatnavextir komu á óvart Á Austurlandi hefur verið svipaða sögu að segja. Á Gilsá í Breiðdal mældist 128 mm úrkoma síðastliðinn sólarhring sem samkvæmt frétt á vef Austurfrétta er næst mesta úrkoma sem mælst hefur þar frá því mælingar hófust fyrir 20 árum. Þetta er annað skiptið í vikunni sem slík úrkoma mælist þar. Í fréttinni er þess jafnframt getið að vegurinn í Norðurdalnum sé illa farinn eftir úrhellið.Vísir greindi jafnframt frá miklum vatnavöxtum í Fljótsdalshéraði. Þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir þeim undanfarna daga kom magnið Veðurstofunni í opna skjöldu. Þannig þrefaldaðist rennsli í Jökulsá í Fljótsdal á örfáum klukkustundum við Valþjófsstaðanes og hækkaði vatnshæðin um nærri einn og hálfan metra. Þurftu björgunarsveitarmenn að sigla um túnin á bátum til þess að bjarga því sem hægt var að bjarga. Veður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir fyrir talsverðri, samfelldri úrkomu um landið suðaustanvert fram yfir hádegi í dag og á Austfjörðum fram undir kvöld. Miklir vatnavextir eru á svæðinu og áfram eru auknar líkur á skriðuföllum. Þjóðvegi 1 var lokað í gær vegna vætunnar og var vegurinn grafinn í sundur á þremur stöðum á suðausturhorninu. Vegurinn er illa farinn og gert er ráð fyrir því að vegurinn verði lokaður í það minnsta tvo til þrjá daga til viðbótar. Búið er að óska eftir því að þyrla Landhelgisgæslunnar komi nú í morgunsárið og meti aðstæður. Er það ekki síst gert til þess að Vegagerðin geti betur áttað sig á því „hvar vatnið er að koma inn á svæðið. Menn vita það ekki ennþá,“ sagði Friðrik Jónas Friðriksson, formaður Björgunarfélags Hornafjarðar í samtali við Vísi í gærkvöldi.Vatnavextir komu á óvart Á Austurlandi hefur verið svipaða sögu að segja. Á Gilsá í Breiðdal mældist 128 mm úrkoma síðastliðinn sólarhring sem samkvæmt frétt á vef Austurfrétta er næst mesta úrkoma sem mælst hefur þar frá því mælingar hófust fyrir 20 árum. Þetta er annað skiptið í vikunni sem slík úrkoma mælist þar. Í fréttinni er þess jafnframt getið að vegurinn í Norðurdalnum sé illa farinn eftir úrhellið.Vísir greindi jafnframt frá miklum vatnavöxtum í Fljótsdalshéraði. Þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir þeim undanfarna daga kom magnið Veðurstofunni í opna skjöldu. Þannig þrefaldaðist rennsli í Jökulsá í Fljótsdal á örfáum klukkustundum við Valþjófsstaðanes og hækkaði vatnshæðin um nærri einn og hálfan metra. Þurftu björgunarsveitarmenn að sigla um túnin á bátum til þess að bjarga því sem hægt var að bjarga.
Veður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira