Zuckerberg vísar gagnrýni Trump á bug Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2017 07:24 Donald Trump er hrifinari af Twitter en Facebook-veldi Marks Zuckerberg. Vísir/Getty Stofnandi Facebook gefur lítið fyrir gagnrýni Bandaríkjaforseta sem telur að samfélagsmiðilinn sé andsnúinn sér. Donald Trump sakaði Facebook í gærkvöldi um leynimakk og að miðillinn hefði lagt á ráðin með fjölmiðlum sem hann hefur lengi talið hafa horn í síðu sinni.Facebook was always anti-Trump.The Networks were always anti-Trump hence,Fake News, @nytimes(apologized) & @WaPo were anti-Trump. Collusion?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 27, 2017 Vísir greindi frá því að Facebook myndi á næstunni afhenda báðum deildum bandaríska þingsins gögn um auglýsingakaup rússneskra hugveita sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. Talið er að Rússarnir hafi keypt rúmlega 3000 auglýsingar yfir tveggja ára tímabil og greitt um 100 þúsund dali, rúmlega 10 milljónir króna, fyrir. Sjá einnig: Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Fulltrúar Facebook, Twitter og Google, hafa verið beðnir um að bera vitni fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildarinnar sem kannar nú ásakanir um afskipti Rússa af forsetakosningunum. Facebook og Google hafa staðfest í samtali við fjölmiðla ytra að þau hafi fengið boðið en ekkert fyrirtækjanna hefur gefið út hvort það muni verða við því.Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sagði í færslu í gærkvöldi að miðillinn væri vettvangur fyrir allar skoðanir. Að frátöldum „óæskilegum auglýsingum“ hefði Facebook ljáð fólki rödd og auðveldað samskipti þeirra á milli. Hann bætti jafnframt við að Facebook hefði bakað sér óvild jafnt meðal repúblikana sem og demókrata sem margir telja að sigur Trumps í fyrra megi rekja til óhefts flæðis falsfrétta um síðuna. Hann hét því að Facebook myndi halda baráttu sinni gegn misvísandi upplýsingum áfram og að allt yrði gert til að þjóðríki myndu ekki hafa áhrif á kosningar framtíðarinnar. Færslu hans má sjá hér að neðan. Donald Trump Facebook Tengdar fréttir Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34 Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Stofnandi Facebook gefur lítið fyrir gagnrýni Bandaríkjaforseta sem telur að samfélagsmiðilinn sé andsnúinn sér. Donald Trump sakaði Facebook í gærkvöldi um leynimakk og að miðillinn hefði lagt á ráðin með fjölmiðlum sem hann hefur lengi talið hafa horn í síðu sinni.Facebook was always anti-Trump.The Networks were always anti-Trump hence,Fake News, @nytimes(apologized) & @WaPo were anti-Trump. Collusion?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 27, 2017 Vísir greindi frá því að Facebook myndi á næstunni afhenda báðum deildum bandaríska þingsins gögn um auglýsingakaup rússneskra hugveita sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. Talið er að Rússarnir hafi keypt rúmlega 3000 auglýsingar yfir tveggja ára tímabil og greitt um 100 þúsund dali, rúmlega 10 milljónir króna, fyrir. Sjá einnig: Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Fulltrúar Facebook, Twitter og Google, hafa verið beðnir um að bera vitni fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildarinnar sem kannar nú ásakanir um afskipti Rússa af forsetakosningunum. Facebook og Google hafa staðfest í samtali við fjölmiðla ytra að þau hafi fengið boðið en ekkert fyrirtækjanna hefur gefið út hvort það muni verða við því.Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sagði í færslu í gærkvöldi að miðillinn væri vettvangur fyrir allar skoðanir. Að frátöldum „óæskilegum auglýsingum“ hefði Facebook ljáð fólki rödd og auðveldað samskipti þeirra á milli. Hann bætti jafnframt við að Facebook hefði bakað sér óvild jafnt meðal repúblikana sem og demókrata sem margir telja að sigur Trumps í fyrra megi rekja til óhefts flæðis falsfrétta um síðuna. Hann hét því að Facebook myndi halda baráttu sinni gegn misvísandi upplýsingum áfram og að allt yrði gert til að þjóðríki myndu ekki hafa áhrif á kosningar framtíðarinnar. Færslu hans má sjá hér að neðan.
Donald Trump Facebook Tengdar fréttir Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34 Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34
Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26