Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2017 08:36 Á þriðja tug kinda sem lentu undir aurskriðu í Hamarsfirði var bjargað í gær. Enn er talin hætta á skriðuföllum á austanverðu og suðaustanverðu landinu vegna mikilla vatnavaxta sem hefur fylgt hefur gríðarlegri úrkomu á svæðinu síðustu daga. Spáð er áframhaldandi úrkomu í dag með tilheyrandi vatnavöxtum og hættu á skriðuföllum. landsbjörg Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. Spáð er rigningu með köflum víðast hvar í dag, en samfelldri og jafnvel talsverðri úrkomu á suðaustan til og á Austfjörðum. Áfram er því talin hætta á skriðuföllum þar og er óvissustig almannavarna enn í gildi. Þyrla Landhelgisgæslunnar heldur áfram aðgerðum á flóðasvæðunum í dag en í gær fluttu flugmenn þyrlunnar 121 einstakling til og frá hinum ýmsu stöðum innan þess svæðis sem lokað er milli Steinavatna í vestri og Hólabrekku í austri með þyrlunni og nutu aðstoðar björgunarsveita og lögreglu. 97 einstaklingar voru fluttir vestur yfir Steinavötn að Hala í Suðursveit þangað sem þeir voru sóttir á fólksflutningabílum og ferjaðir vestur, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar kemur jafnframt fram að enn séu einhverjir ferðamenn innans þess svæðis sem er lokað en þeir munu ætla að vera þar áfram þar til um hægist og njóta lífsins í sveitinni. Brúin yfir Steinavötn er mikið skemmd vegna vatnavaxtanna og var henni því lokað í gær. Ekki er víst að hún standi af sér flóðið sem væntanlega mun fylgja rigningunni í dag. Þá er þjóðvegur 1 eitt einnig lokaður við Hólmsá á Mýrum og ekki útlit fyrir að það takist að opna að nýju á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Stöðufundur verður núna klukkan níu áður en haldið verður inn í daginn. Áætlað er að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, heimsæki flóðasvæðin í dag auk Hreins Haraldssonar, vegamálastjóra, og kynni sér aðstæður að því gefnu að það viðri til flugs.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Austan 8-15 m/s við suðaustur og austurströndina annars norðaustan 5-13 m/s. Rigning með köflum víðast hvar í dag, en samfelld og jafnvel talsverð úrkoma suðaustanlands og á Austfjörðum. Hæg vestlæg átt og úrkomulítið vestantil á landinu á morgun en snýst í sunnan 5-10 og dregur úr úrkomu austantil annað kvöld. Hiti 7 til 13 stig hlýjast sunnanlands.Á sunnudag:Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil væta á köflum. Hiti 6 til 10 stig.Á mánudag:Norðlæg átt, 5-13 m/s. Skýjað og dálítil væta austantil og með norðurströndinni en bjartviðri sunnan jökla. Hiti 4 til 10 stig, mildast syðst.Á þriðjudag:Vestlæg átt með rigningu á norðanverðu landinu en og skúrir með suðurströndinni. Þurrt að kalla á Austfjörðum og suðaustanlands. Kólnar í veðri. Veður Tengdar fréttir Á þriðja tug kinda bjargað undan aurskriðu Talið er að enn sé eitthvert fé undir skriðunni en gríðarlegir vatnavextir eru á Suðaustur- og Austurlandi vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 18:00 Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57 Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. Spáð er rigningu með köflum víðast hvar í dag, en samfelldri og jafnvel talsverðri úrkomu á suðaustan til og á Austfjörðum. Áfram er því talin hætta á skriðuföllum þar og er óvissustig almannavarna enn í gildi. Þyrla Landhelgisgæslunnar heldur áfram aðgerðum á flóðasvæðunum í dag en í gær fluttu flugmenn þyrlunnar 121 einstakling til og frá hinum ýmsu stöðum innan þess svæðis sem lokað er milli Steinavatna í vestri og Hólabrekku í austri með þyrlunni og nutu aðstoðar björgunarsveita og lögreglu. 97 einstaklingar voru fluttir vestur yfir Steinavötn að Hala í Suðursveit þangað sem þeir voru sóttir á fólksflutningabílum og ferjaðir vestur, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar kemur jafnframt fram að enn séu einhverjir ferðamenn innans þess svæðis sem er lokað en þeir munu ætla að vera þar áfram þar til um hægist og njóta lífsins í sveitinni. Brúin yfir Steinavötn er mikið skemmd vegna vatnavaxtanna og var henni því lokað í gær. Ekki er víst að hún standi af sér flóðið sem væntanlega mun fylgja rigningunni í dag. Þá er þjóðvegur 1 eitt einnig lokaður við Hólmsá á Mýrum og ekki útlit fyrir að það takist að opna að nýju á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Stöðufundur verður núna klukkan níu áður en haldið verður inn í daginn. Áætlað er að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, heimsæki flóðasvæðin í dag auk Hreins Haraldssonar, vegamálastjóra, og kynni sér aðstæður að því gefnu að það viðri til flugs.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Austan 8-15 m/s við suðaustur og austurströndina annars norðaustan 5-13 m/s. Rigning með köflum víðast hvar í dag, en samfelld og jafnvel talsverð úrkoma suðaustanlands og á Austfjörðum. Hæg vestlæg átt og úrkomulítið vestantil á landinu á morgun en snýst í sunnan 5-10 og dregur úr úrkomu austantil annað kvöld. Hiti 7 til 13 stig hlýjast sunnanlands.Á sunnudag:Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil væta á köflum. Hiti 6 til 10 stig.Á mánudag:Norðlæg átt, 5-13 m/s. Skýjað og dálítil væta austantil og með norðurströndinni en bjartviðri sunnan jökla. Hiti 4 til 10 stig, mildast syðst.Á þriðjudag:Vestlæg átt með rigningu á norðanverðu landinu en og skúrir með suðurströndinni. Þurrt að kalla á Austfjörðum og suðaustanlands. Kólnar í veðri.
Veður Tengdar fréttir Á þriðja tug kinda bjargað undan aurskriðu Talið er að enn sé eitthvert fé undir skriðunni en gríðarlegir vatnavextir eru á Suðaustur- og Austurlandi vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 18:00 Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57 Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Á þriðja tug kinda bjargað undan aurskriðu Talið er að enn sé eitthvert fé undir skriðunni en gríðarlegir vatnavextir eru á Suðaustur- og Austurlandi vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 18:00
Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57
Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23