Birnumálið mögulega eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt Birgir Olgeirsson, Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. september 2017 14:19 Hanna Lára Helgadóttir, réttargæslumaður foreldra Birnu, og Kolbrún Benediktsdóttir ræða saman. VÍSIR/VILHELM „Það er ekki beint hægt að segja að þetta hafi komið á óvart,“ sagði Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis eftir að dómur hafði verið kveðinn upp í Birnumálinu í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í dag. Þar var Thomas Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Kolbrún sagði ákæruvaldið hafa nefnt við réttarhöldin á átján ára fangelsisrefsing væri lágmarkskrafa en miðað við hvernig málið var vaxið væri hugsanlega ástæða til að þyngja refsinguna.Dómaframkvæmdin segir að tvö ár sé hæfileg refsing fyrir fíkniefnin Hún telur ólíklegt að gerður hafi verið greinarmunur á því í dómnum hve mörg ár Thomas fékk fyrir að bana Birnu og hve mörg ár hann fékk fyrir fíkniefnalagabrotið. Þumalfingursreglan í fíkniefnabrotum séu sú að sögn Kolbrúnar að eins mánaðar fangelsi sé fyrir að reyna að smygla einu kílói af kannabisefnum og í máli Thomasar hafi verið rúm 23 kíló. „Dómaframkvæmdin segir okkur að tvö ár sé hæfileg refsing fyrir fíkniefnahlutann, en það er byggt á þeim ágiskunum,“ sagði Kolbrún. Spurð hvort Thomas muni afplána hér á landi sagði hún það ekki vitað og í raun seinni tíma mál. Hann fái nú frest til að meta hvort málinu verði áfrýjað. Erlendir brotamenn hafa rétt á því að sækja um að afplána í heimalandi sínu og það sé fangelsismálayfirvalda að meta hvort skilyrði séu fyrir því. Hún sagði að í svona máli, þar sem jafn þungur dómur fellur, geti menn sótt um reynslulausn þegar búið er að afplána tvo þriðju hluta dómsins. Öll mál sem eru ódæmd í Hæstarétti 1. janúar flytjast til Landsréttar Ef málinu verður áfrýjað á Kolbrún allt eins von á því að það verði eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt. Öll mál sem eru ódæmd í Hæstarétti fyrir 1. janúar flytjast yfir til Landsréttar. Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. Í Landsrétti er gert ráð fyrir að vitnaleiðslur séu teknar upp í héraðsdómi og spilaðar aftur í Landsrétti. Kolbrún sagði hins vegar að upptökur á vitnaleiðslum í þessum máli hefðu ekki hafist fyrr en á síðasta degi vitnaleiðsla og svo gæti því farið að flest vitni þyrftu að mæta fyrir í Landsrétt. Spurð hvort eitthvað hafi verið frábrugðið þessu máli frá öðrum nefndi Kolbrún fjölmiðlaumfjöllunina sem sett hafi annan brag á málið. „Það var liggur við bein útsending úr réttarsalnum og maður er kannski ekki vanur því. Óneitanlega hefur það áhrif þegar það er svona mikil athygli og maður veit að öll þjóðin er að fylgjast með.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
„Það er ekki beint hægt að segja að þetta hafi komið á óvart,“ sagði Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis eftir að dómur hafði verið kveðinn upp í Birnumálinu í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í dag. Þar var Thomas Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Kolbrún sagði ákæruvaldið hafa nefnt við réttarhöldin á átján ára fangelsisrefsing væri lágmarkskrafa en miðað við hvernig málið var vaxið væri hugsanlega ástæða til að þyngja refsinguna.Dómaframkvæmdin segir að tvö ár sé hæfileg refsing fyrir fíkniefnin Hún telur ólíklegt að gerður hafi verið greinarmunur á því í dómnum hve mörg ár Thomas fékk fyrir að bana Birnu og hve mörg ár hann fékk fyrir fíkniefnalagabrotið. Þumalfingursreglan í fíkniefnabrotum séu sú að sögn Kolbrúnar að eins mánaðar fangelsi sé fyrir að reyna að smygla einu kílói af kannabisefnum og í máli Thomasar hafi verið rúm 23 kíló. „Dómaframkvæmdin segir okkur að tvö ár sé hæfileg refsing fyrir fíkniefnahlutann, en það er byggt á þeim ágiskunum,“ sagði Kolbrún. Spurð hvort Thomas muni afplána hér á landi sagði hún það ekki vitað og í raun seinni tíma mál. Hann fái nú frest til að meta hvort málinu verði áfrýjað. Erlendir brotamenn hafa rétt á því að sækja um að afplána í heimalandi sínu og það sé fangelsismálayfirvalda að meta hvort skilyrði séu fyrir því. Hún sagði að í svona máli, þar sem jafn þungur dómur fellur, geti menn sótt um reynslulausn þegar búið er að afplána tvo þriðju hluta dómsins. Öll mál sem eru ódæmd í Hæstarétti 1. janúar flytjast til Landsréttar Ef málinu verður áfrýjað á Kolbrún allt eins von á því að það verði eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt. Öll mál sem eru ódæmd í Hæstarétti fyrir 1. janúar flytjast yfir til Landsréttar. Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. Í Landsrétti er gert ráð fyrir að vitnaleiðslur séu teknar upp í héraðsdómi og spilaðar aftur í Landsrétti. Kolbrún sagði hins vegar að upptökur á vitnaleiðslum í þessum máli hefðu ekki hafist fyrr en á síðasta degi vitnaleiðsla og svo gæti því farið að flest vitni þyrftu að mæta fyrir í Landsrétt. Spurð hvort eitthvað hafi verið frábrugðið þessu máli frá öðrum nefndi Kolbrún fjölmiðlaumfjöllunina sem sett hafi annan brag á málið. „Það var liggur við bein útsending úr réttarsalnum og maður er kannski ekki vanur því. Óneitanlega hefur það áhrif þegar það er svona mikil athygli og maður veit að öll þjóðin er að fylgjast með.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30