Lauk afplánun mánuði áður en hann varð Birnu að bana Þórdís Valsdóttir skrifar 29. september 2017 23:06 Thomas Møller Olsen huldi ávallt andlit sitt undir teppi þegar hann var leiddur í dómssal. Hann neitaði að hafa orðið Birnu að bana, en í dag var hann dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir manndráp. Vísir/Anton Brink Thomas Møller Olsen, sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrr í dag af Héraðsdómi Reykjaness, fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, hefur áður gerst sekur um refsivert brot. Þann 3. september 2015 var Thomas dæmdur til eins árs fangelsisvistar af Landsrétti Grænlands fyrir fíkniefnabrot. Hann var látinn laus 12. desemer 2016, rúmum mánuði áður en hann varð Birnu að bana. Við ákvörðun dóms yfir Thomasi horfði dómurinn til þess að atlaga hans að Birnu Brjánsdóttur, þann 14. janúar síðastliðinn, hafi verið afar hrottafengin og langdregin. Einnig leiddi það til refsiþyngingar yfir Thomasi að hann hafi aðhafst margt til þess að reyna að leyna broti sínu og fyrir dómi gerði hann tilraun til þess að varpa sök á skipsfélaga sinn, Nikolaj Olsen. Fjölskipaður dómur komst að þeirri niðurstöðu að hann ætti sér engar málsbætur. Dómurinn segir jafnframt að Thomas hafi ekki gefið viðhlítandi skýringar á því misræmi sem var í framburði hans hjá lögreglu annars vegar og fyrir dómi hins vegar. Honum tókst því ekki að færa sönnur fyrir því að frásögn hans í skýrslutöku hafi frábrugðin frásögn hans fyrir dómi vegna þrýstings frá lögreglu og leiðandi spurninga. Thomas var einnig sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.Einn þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi Dómurinn yfir Thomasi Møller er einn sá þyngsti sem fallið hefur í Hérðasdómi á Íslandi. Ef Thomas ákveður að áfrýja dóminum á efra dómstig og hann yrði staðfestur þar, þá væri sá dómur næst þyngsti endanlegi dómur sem fallið hefur hér á landi. Áfrýjunarfrestur héraðsdómsins er fjórar vikur. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því í janúar og hefur gæsluvarðhald yfir honum verið framlengt til 15. desember næstkomandi á grundvelli almannahagsmuna. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Birnumálið mögulega eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. 29. september 2017 14:19 Thomas Møller Olsen mun að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi Thomas Møller Olsen var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Samningur á milli Norðurlandanna gerir það að verkum að hann muni að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi. 29. september 2017 18:45 Thomas fékk þyngri dóm fyrir að varpa sök á skipsfélaga sinn Árás grænlenska skipverjans var hrottafengin og langdregin auk þess sem hann reyndi að afvegaleiða lögreglu við rannsóknina. 29. september 2017 16:18 Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
Thomas Møller Olsen, sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrr í dag af Héraðsdómi Reykjaness, fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, hefur áður gerst sekur um refsivert brot. Þann 3. september 2015 var Thomas dæmdur til eins árs fangelsisvistar af Landsrétti Grænlands fyrir fíkniefnabrot. Hann var látinn laus 12. desemer 2016, rúmum mánuði áður en hann varð Birnu að bana. Við ákvörðun dóms yfir Thomasi horfði dómurinn til þess að atlaga hans að Birnu Brjánsdóttur, þann 14. janúar síðastliðinn, hafi verið afar hrottafengin og langdregin. Einnig leiddi það til refsiþyngingar yfir Thomasi að hann hafi aðhafst margt til þess að reyna að leyna broti sínu og fyrir dómi gerði hann tilraun til þess að varpa sök á skipsfélaga sinn, Nikolaj Olsen. Fjölskipaður dómur komst að þeirri niðurstöðu að hann ætti sér engar málsbætur. Dómurinn segir jafnframt að Thomas hafi ekki gefið viðhlítandi skýringar á því misræmi sem var í framburði hans hjá lögreglu annars vegar og fyrir dómi hins vegar. Honum tókst því ekki að færa sönnur fyrir því að frásögn hans í skýrslutöku hafi frábrugðin frásögn hans fyrir dómi vegna þrýstings frá lögreglu og leiðandi spurninga. Thomas var einnig sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.Einn þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi Dómurinn yfir Thomasi Møller er einn sá þyngsti sem fallið hefur í Hérðasdómi á Íslandi. Ef Thomas ákveður að áfrýja dóminum á efra dómstig og hann yrði staðfestur þar, þá væri sá dómur næst þyngsti endanlegi dómur sem fallið hefur hér á landi. Áfrýjunarfrestur héraðsdómsins er fjórar vikur. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því í janúar og hefur gæsluvarðhald yfir honum verið framlengt til 15. desember næstkomandi á grundvelli almannahagsmuna.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Birnumálið mögulega eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. 29. september 2017 14:19 Thomas Møller Olsen mun að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi Thomas Møller Olsen var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Samningur á milli Norðurlandanna gerir það að verkum að hann muni að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi. 29. september 2017 18:45 Thomas fékk þyngri dóm fyrir að varpa sök á skipsfélaga sinn Árás grænlenska skipverjans var hrottafengin og langdregin auk þess sem hann reyndi að afvegaleiða lögreglu við rannsóknina. 29. september 2017 16:18 Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
Birnumálið mögulega eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. 29. september 2017 14:19
Thomas Møller Olsen mun að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi Thomas Møller Olsen var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Samningur á milli Norðurlandanna gerir það að verkum að hann muni að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi. 29. september 2017 18:45
Thomas fékk þyngri dóm fyrir að varpa sök á skipsfélaga sinn Árás grænlenska skipverjans var hrottafengin og langdregin auk þess sem hann reyndi að afvegaleiða lögreglu við rannsóknina. 29. september 2017 16:18
Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30