Mjótt á mununum í Noregi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. september 2017 10:00 Samkvæmt könnunum heldur stjórn Ernu Solberg velli. vísir/EPA Ríkisstjórn Íhaldsflokksins og Framfaraflokksins undir forystu Ernu Solberg forsætisráðherra og með stuðningi Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins heldur samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem TV2 birti um helgina. Norðmenn ganga til kosninga í dag og ef marka má könnunina mun stjórnarandstaðan fá 84 menn kjörna en ríkisstjórnin auk Frjálslyndra og Kristilegra demókrata 85, sem yrði minnsti mögulegi meirihluti. Verkamannaflokkurinn undir forystu Jonas Gahr Støre mælist enn stærstur með 28,1 prósents fylgi, sem er þó hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun. Íhaldsflokkurinn mælist með 23,8 prósenta fylgi, 0,4 prósentustigum meira en síðast. Lítil hreyfing hefur verið á fylgi flokka á milli kannana TV2 enda ekki nema dagur sem leið á milli þeirra. Mesta sveiflan varð á fylgi Framfaraflokksins, sem fór úr 15,2 prósentum í 14,6, og Frjálslyndra, sem fóru úr 3,9 og upp í 4,6 prósent. Samkvæmt útreikningum TV2 stefnir í að Verkamannaflokkurinn fái fimmtíu þingmenn og missi þar með fimm sæti. Íhaldsflokkurinn fái hins vegar 42 þingmenn og missi sex. Framfaraflokkurinn myndi missa einn þingmann og fá 28, Frjálslyndi flokkurinn myndi missa einn og fá átta og Kristilegir demókratar missa tvo og einnig fá átta. Ljóst er því að það stefnir í að báðir ríkisstjórnarflokkarnir og flokkarnir tveir sem verja stjórnina vantrausti virðast ætla að missa þingmenn. Birtist í Fréttablaðinu Þingkosningar í Noregi Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Egill Þór er látinn Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Ríkisstjórn Íhaldsflokksins og Framfaraflokksins undir forystu Ernu Solberg forsætisráðherra og með stuðningi Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins heldur samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem TV2 birti um helgina. Norðmenn ganga til kosninga í dag og ef marka má könnunina mun stjórnarandstaðan fá 84 menn kjörna en ríkisstjórnin auk Frjálslyndra og Kristilegra demókrata 85, sem yrði minnsti mögulegi meirihluti. Verkamannaflokkurinn undir forystu Jonas Gahr Støre mælist enn stærstur með 28,1 prósents fylgi, sem er þó hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun. Íhaldsflokkurinn mælist með 23,8 prósenta fylgi, 0,4 prósentustigum meira en síðast. Lítil hreyfing hefur verið á fylgi flokka á milli kannana TV2 enda ekki nema dagur sem leið á milli þeirra. Mesta sveiflan varð á fylgi Framfaraflokksins, sem fór úr 15,2 prósentum í 14,6, og Frjálslyndra, sem fóru úr 3,9 og upp í 4,6 prósent. Samkvæmt útreikningum TV2 stefnir í að Verkamannaflokkurinn fái fimmtíu þingmenn og missi þar með fimm sæti. Íhaldsflokkurinn fái hins vegar 42 þingmenn og missi sex. Framfaraflokkurinn myndi missa einn þingmann og fá 28, Frjálslyndi flokkurinn myndi missa einn og fá átta og Kristilegir demókratar missa tvo og einnig fá átta. Ljóst er því að það stefnir í að báðir ríkisstjórnarflokkarnir og flokkarnir tveir sem verja stjórnina vantrausti virðast ætla að missa þingmenn.
Birtist í Fréttablaðinu Þingkosningar í Noregi Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Egill Þór er látinn Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira