Viðskipti innlent

Karl Garðarsson nýr framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar

Atli Ísleifsson skrifar
Karl Garðarsson er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins.
Karl Garðarsson er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm
Karl Garðarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar sem keypti DV, DV.is, Eyjuna, Pressuna, Bleikt, Birtu, Doktor.is, 433.is og sjónvarpsstöðina ÍNN í síðustu viku.

Í tilkynningu frá Frjálsri fjölmiðlun segir að Karl muni bera ábyrgð á daglegum rekstri allra miðla Frjálsrar fjölmiðlunar. Stefnt sé að því að efla starfsemi félagsins til muna á næstu misserum.

„Karl hefur tæplega aldarfjórðungs starfsreynslu í íslenskum fjölmiðlum. Þannig var hann einn af fyrstu fréttamönnum Bylgjunnar og síðar fréttamaður og fréttastjóri Stöðvar 2 um árabil. Hann var síðan framkvæmdastjóri rekstrarsvið Norðurljósa.

Þá var Karl einn stofnenda, framkvæmdastjóri og ritstjóri Blaðsins/24 stunda, sem síðar var selt til Árvakurs hf. Hann var útgáfustjóri prentmiðla Árvakurs um tíma. Karl var alþingismaður árin 2013-2016 og formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins á sama tíma.

Karl er með M.L gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.A gráðu í fjölmiðlafræði frá Minnesota háskóla. Þá er hann með B.A gráðu í Almennri bókmenntafræði og ensku frá Háskóla Íslands, auk diplomagráðu í viðskipta og rekstrarfræði,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×