Kvennalið ÍBV hefur fengið spænska línumanninn Asun Batista til liðs við sig fyrir átökin í Olísdeildinni í vetur.
Batista er heimsmeistari í strandhandbolta með Spánverjum og hefur spilað hann ásamt því að leika undanfarin ár í spænsku deildinni í hefðbundnum handbolta.
Hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍBV í sigri þeirra á Fjölni í gær, í opnunarleik tímabilsins í Olísdeild kvenna. ÍBV vann leikinn 28-17 og skoraði Batista 3 mörk.
ÍBV fær til sín heimsmeistara

Tengdar fréttir

ÍBV vann sannfærandi sigur á Fjölni í fyrsta leik
Eyjakonur byrjuðu tímabilið í Olís-deildinni af krafti með ellefu marka sigri gegn Fjölni í Dalhúsum í dag en eftir að hafa leitt með sjö mörkum í hálfleik fögnuðu gestirnir úr Vestmannaeyjum ellefu marka sigri 28-17.