Valdimar Sigurðsson hefur verið ráðinn í stöðu prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.
Í tilkynningu frá skólanum segir að Valdimar hafi kennt og stundað rannsóknir við viðskiptadeild HR frá árinu 2007, stýrt faglegri skipulagningu á kennslu markaðsmála og rannsókna við deildina og kennt á öllum stigum náms, sem og leiðbeint stjórnendum fyrirtækja.
„Hann var nýlega skipaður forstöðumaður Rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði.
Rannsóknir Valdimars hafa beinst að neytendahegðun á netinu og í verslunarumhverfi. Hann hefur birt um 30 fræðigreinar í fræðiritum og bókarköflum auk fjölda greina í ráðstefnuritum. Hann situr í ritstjórn The Psychological Record, hefur ritrýnt fyrir mörg erlend vísindarit og fengið fjölda rannsóknarstyrkja frá samkeppnissjóðum og fyrirtækjum.
Valdimar lauk doktorsprófi í markaðsfræði með áherslu á neytendasálfræði frá viðskiptadeild Cardiff háskóla í Bretlandi árið 2008. Árið 2005 lauk hann MSc í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti frá Háskóla Íslands og Aarhus University og BA gráðu í sálfræði, með viðskiptafræði sem aukagrein, frá HÍ árið 2003,“ segir í tilkynningunni.
Valdimar nýr prófessor við viðskiptadeild HR
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura
Viðskipti innlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Viðskipti innlent

Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent

Icelandair skrúfar fyrir fría gosið
Viðskipti innlent

Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira
Viðskipti innlent


