Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2017 11:49 Stjórnvöld ætla að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að hækka gjald á kolefni sem er lagt á bensín og olíu. Ríkisstjórnin ætlar að tvöfalda kolefnisgjald sem er lagt á jarðefnaeldsneyti og jarðgas í byrjun næsta árs til að draga úr losun koltvísýrings sem veldur loftslagsbreytingum. Ívilanir í þágu rafbíla verða framlengdar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019 til 2022 sem var kynnt samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að núverandi kolefnisgjald þyki almennt lágt í samanburði við sambærilega gjaldtöku á Norðurlöndunum. Kolefnisgjald er nú 6,30 krónur á lítra af gas- og díselolíu og 5,50 krónur á bensínlítrann. Með breytingunni verður kolefnisgjaldið því 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensín. Meginmarkmið aðgerðarinnar er sagt það að hvetja bæði heimili og fyrirtæki til þess að draga úr losun með því að skipta yfir í hreinni orku. Aðgerðin beinist með skýrum hætti gegn losun koltvísýrings í andrúmsloft og samræmist stefnu og skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Hækkunin á að skila ríkissjóði fjórum milljörðum króna árlega til skamms tíma. Í áætluninni kemur fram að að viðbúið sé að eitthvað dragi úr tekjunum þegar líður á tímabilið vegna fjölgunar sparneytnari bifreiða og bifreiða sem nota aðra orkugjafa. Vænta megi frekari aðgerða á sviði grænna skatta á tímabili fjármálaáætlunarinnar en starfshópur um endurskoðun skattlagningar á eldsneyti og ökutæki eigi að ljúka störfum í vor.Skipta um áherslur gagnvart olíu og bensíniBenedikt Jóhanesson, fjármálaráðherra, lýsti því þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið að ríkisstjórnin ætlaði að jafna gjaldtöku á bensíni annars vegar og olíu hins vegar. Gjald á díselolíu hefur verið lægra en á bensín vegna þess að minni losun gróðurhúsalofttegunda hlýst af bruna hennar. Vísaði Benedikt til sjónarmiða um aukna loftmengun af völdum díselolíu sem rökstuðning fyrir að hækka olíugjald umfram vörugjöld á bensíni á næsta ári.Rafbílar hafa verið undanþegnir vörugjöldum og virðisaukaskatti en aðeins til eins árs í senn. Nú verður breyting þar á.Vísir/PjeturDregur úr óvissu rafbílasalaÞá kemur fram að ívilnanir til kaupa á vistvænum bílum verði framlengdar í þrjú ár. Ríkið hefur fellt niður vörugjöld og virðisaukaskatt á rafbílum undanfarin ár en þær ívilnanir hafa aðeins verið samþykktar til eins árs í senn. Það hefur þótt skapa verulega óvissu fyrir bílaumboð sem selja rafbíla. Dæmi hafa verið um að bílasölur hafi aðeins fengið að vita með örfárra vikna fyrirvara hvort að ívilnanirnar, sem hafa veruleg áhrif á verð rafbíla, yrðu endurnýjaðar fyrir næsta árið. Niðurfelling virðisaukaskattsins á að kosta ríkissjóð tvo milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Fjárlagafrumvarp 2018 Loftslagsmál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Ríkisstjórnin ætlar að tvöfalda kolefnisgjald sem er lagt á jarðefnaeldsneyti og jarðgas í byrjun næsta árs til að draga úr losun koltvísýrings sem veldur loftslagsbreytingum. Ívilanir í þágu rafbíla verða framlengdar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019 til 2022 sem var kynnt samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að núverandi kolefnisgjald þyki almennt lágt í samanburði við sambærilega gjaldtöku á Norðurlöndunum. Kolefnisgjald er nú 6,30 krónur á lítra af gas- og díselolíu og 5,50 krónur á bensínlítrann. Með breytingunni verður kolefnisgjaldið því 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensín. Meginmarkmið aðgerðarinnar er sagt það að hvetja bæði heimili og fyrirtæki til þess að draga úr losun með því að skipta yfir í hreinni orku. Aðgerðin beinist með skýrum hætti gegn losun koltvísýrings í andrúmsloft og samræmist stefnu og skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Hækkunin á að skila ríkissjóði fjórum milljörðum króna árlega til skamms tíma. Í áætluninni kemur fram að að viðbúið sé að eitthvað dragi úr tekjunum þegar líður á tímabilið vegna fjölgunar sparneytnari bifreiða og bifreiða sem nota aðra orkugjafa. Vænta megi frekari aðgerða á sviði grænna skatta á tímabili fjármálaáætlunarinnar en starfshópur um endurskoðun skattlagningar á eldsneyti og ökutæki eigi að ljúka störfum í vor.Skipta um áherslur gagnvart olíu og bensíniBenedikt Jóhanesson, fjármálaráðherra, lýsti því þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið að ríkisstjórnin ætlaði að jafna gjaldtöku á bensíni annars vegar og olíu hins vegar. Gjald á díselolíu hefur verið lægra en á bensín vegna þess að minni losun gróðurhúsalofttegunda hlýst af bruna hennar. Vísaði Benedikt til sjónarmiða um aukna loftmengun af völdum díselolíu sem rökstuðning fyrir að hækka olíugjald umfram vörugjöld á bensíni á næsta ári.Rafbílar hafa verið undanþegnir vörugjöldum og virðisaukaskatti en aðeins til eins árs í senn. Nú verður breyting þar á.Vísir/PjeturDregur úr óvissu rafbílasalaÞá kemur fram að ívilnanir til kaupa á vistvænum bílum verði framlengdar í þrjú ár. Ríkið hefur fellt niður vörugjöld og virðisaukaskatt á rafbílum undanfarin ár en þær ívilnanir hafa aðeins verið samþykktar til eins árs í senn. Það hefur þótt skapa verulega óvissu fyrir bílaumboð sem selja rafbíla. Dæmi hafa verið um að bílasölur hafi aðeins fengið að vita með örfárra vikna fyrirvara hvort að ívilnanirnar, sem hafa veruleg áhrif á verð rafbíla, yrðu endurnýjaðar fyrir næsta árið. Niðurfelling virðisaukaskattsins á að kosta ríkissjóð tvo milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.
Fjárlagafrumvarp 2018 Loftslagsmál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira