Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2017 13:45 Eiríkur Rögnvaldsson, prófesssor í íslenskri málfræði. Vísir/Valli Útlit er fyrir að 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar. Gert er ráð fyrir 1,8 milljarða framlagi frá ríkinu á næstu árum. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor við Háskóla Íslands er mjög gagnrýninn á fjárlögin.Fjárlögin voru kynnt í dag og þar segir meðal annars að „máltækni verður studd dyggilega á grundvelli nýrrar aðgerðaáætlunar“. Þar kemur einnig fram að af um 200 milljón króna hækkun „til að efla stöðu íslenskrar tungu í samfélaginu og skapa betri skilyrði fyrir fjölbreytni, nýsköpun og frumkvæði í íslenskum listum og menningu,“ fari um 60 milljónir í verkáætlunina um uppbyggingu íslenskrar máltækni. Eiríkur vekur athygli á þessu á Facebook-síðu sinni og segir að með þessu fjárframlagi, sem sé um 1/30 af því framlagi sem reiknað er með að ríkið leggi fram vegna áætlunarinnar, sé í raun og veru ekki verið að hrinda áætluninni í framkvæmd.Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, heldur utan um fjárveitingar ríkisins.Vísir/AntonSem fyrr segir var áætlunin kynnt með viðhöfn í Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Skýrslan var afrakstur starfshóps sem skilaði inn metnaðarfullum tillögum sem miða að því að gera íslenskuna fullgilda í stafrænum heimi. Eins og Vísir hefur fjallað um þarf töluvert að gerast til þess að slíkt verði að veruleika. Ráðamenn hafa á undanförnum árum talað um mikilvægi þess að efla máltækni svo að íslenskan verði ekki eftirbátur annarra tungumála. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, lagði í hátíðarræðu sinni á Austurvelli þann 17. júní síðastliðinn mikla áherslu á að máltækniáætlunin kæmi til framkvæmda sem fyrst. Undir orð hans tók Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, tveimur dögum síðar, þegar áætlunin var kynnt.Auk þessara 60 milljóna er gert ráð fyrir 100 milljónum til að efla stöðu íslenskrar tungu í samfélaginu og skapa betri skilyrði fyrir fjölbreytni, nýsköpun og frumkvæði í íslenskum listum og menningu. Þá er einnig gert ráð fyrir 500 milljónum á þessu sviði í gegnum markáætlun Vísinda- og tækniráðs.Stuðningur við íslenska máltækni er af mörgum talinn skipta sköpum um framtíð tungumálsins.Vísir/GettyÍ samtali við Vísi segir Eiríkur að markáætlunin snúist fyrst og fremst um fjármögnun grunnrannsókna en máltækniáætlunin miði að hagnýtum verkefnum í máltækni sem mikil þörf sé á, vilji íslenskan halda velli í hinum stafræna heimi.Eiríkur segir einnig að það séu vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir fjármunum til þess að efla menntun á sviði máltækni. Í samtali við menntamálaráðherra segist Eiríkur hafa lagt mikla áherslu á mikilvægi þess.„Rétti endinn er menntun, að byggja upp þekkingu á þessu sviði. Ég sé ekkert í fjárlagafrumvarpinu sem bendir til þess að verið sé að leggja peninga í það,“ segir Eiríkur. Alls er gert ráð fyrir að 2,3 milljarða þurfi vegna verkáætlunarinnar í máltækni. Auk þeirra fjármuna sem ríkið hyggst leggja til er gert ráð fyrir að Samtök atvinnulífsins, sem hvöttu mjög til gerð áætlunarinnar, leggi til 500 milljónir. Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00 Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00 Íslenska á tölvuöld: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Stjórnvöld munu verja næstu mánuðum í að endurgera aðgerðaáætlun fyrir íslenska máltækni. Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu. 20. apríl 2016 13:15 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Íslenska á tölvuöld: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Framþróunar í máltækni er þörf ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum, að mati sérfræðinga. 9. mars 2016 11:30 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Útlit er fyrir að 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar. Gert er ráð fyrir 1,8 milljarða framlagi frá ríkinu á næstu árum. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor við Háskóla Íslands er mjög gagnrýninn á fjárlögin.Fjárlögin voru kynnt í dag og þar segir meðal annars að „máltækni verður studd dyggilega á grundvelli nýrrar aðgerðaáætlunar“. Þar kemur einnig fram að af um 200 milljón króna hækkun „til að efla stöðu íslenskrar tungu í samfélaginu og skapa betri skilyrði fyrir fjölbreytni, nýsköpun og frumkvæði í íslenskum listum og menningu,“ fari um 60 milljónir í verkáætlunina um uppbyggingu íslenskrar máltækni. Eiríkur vekur athygli á þessu á Facebook-síðu sinni og segir að með þessu fjárframlagi, sem sé um 1/30 af því framlagi sem reiknað er með að ríkið leggi fram vegna áætlunarinnar, sé í raun og veru ekki verið að hrinda áætluninni í framkvæmd.Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, heldur utan um fjárveitingar ríkisins.Vísir/AntonSem fyrr segir var áætlunin kynnt með viðhöfn í Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Skýrslan var afrakstur starfshóps sem skilaði inn metnaðarfullum tillögum sem miða að því að gera íslenskuna fullgilda í stafrænum heimi. Eins og Vísir hefur fjallað um þarf töluvert að gerast til þess að slíkt verði að veruleika. Ráðamenn hafa á undanförnum árum talað um mikilvægi þess að efla máltækni svo að íslenskan verði ekki eftirbátur annarra tungumála. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, lagði í hátíðarræðu sinni á Austurvelli þann 17. júní síðastliðinn mikla áherslu á að máltækniáætlunin kæmi til framkvæmda sem fyrst. Undir orð hans tók Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, tveimur dögum síðar, þegar áætlunin var kynnt.Auk þessara 60 milljóna er gert ráð fyrir 100 milljónum til að efla stöðu íslenskrar tungu í samfélaginu og skapa betri skilyrði fyrir fjölbreytni, nýsköpun og frumkvæði í íslenskum listum og menningu. Þá er einnig gert ráð fyrir 500 milljónum á þessu sviði í gegnum markáætlun Vísinda- og tækniráðs.Stuðningur við íslenska máltækni er af mörgum talinn skipta sköpum um framtíð tungumálsins.Vísir/GettyÍ samtali við Vísi segir Eiríkur að markáætlunin snúist fyrst og fremst um fjármögnun grunnrannsókna en máltækniáætlunin miði að hagnýtum verkefnum í máltækni sem mikil þörf sé á, vilji íslenskan halda velli í hinum stafræna heimi.Eiríkur segir einnig að það séu vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir fjármunum til þess að efla menntun á sviði máltækni. Í samtali við menntamálaráðherra segist Eiríkur hafa lagt mikla áherslu á mikilvægi þess.„Rétti endinn er menntun, að byggja upp þekkingu á þessu sviði. Ég sé ekkert í fjárlagafrumvarpinu sem bendir til þess að verið sé að leggja peninga í það,“ segir Eiríkur. Alls er gert ráð fyrir að 2,3 milljarða þurfi vegna verkáætlunarinnar í máltækni. Auk þeirra fjármuna sem ríkið hyggst leggja til er gert ráð fyrir að Samtök atvinnulífsins, sem hvöttu mjög til gerð áætlunarinnar, leggi til 500 milljónir.
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00 Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00 Íslenska á tölvuöld: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Stjórnvöld munu verja næstu mánuðum í að endurgera aðgerðaáætlun fyrir íslenska máltækni. Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu. 20. apríl 2016 13:15 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Íslenska á tölvuöld: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Framþróunar í máltækni er þörf ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum, að mati sérfræðinga. 9. mars 2016 11:30 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00
Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00
Íslenska á tölvuöld: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Stjórnvöld munu verja næstu mánuðum í að endurgera aðgerðaáætlun fyrir íslenska máltækni. Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu. 20. apríl 2016 13:15
Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30
Íslenska á tölvuöld: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Framþróunar í máltækni er þörf ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum, að mati sérfræðinga. 9. mars 2016 11:30
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent