Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Sigurður Mikael Jónsson skrifar 13. september 2017 05:00 Til stendur að Sigur Rós haldi ferna tónleika í Hörpu í desember. Dularfullir fjármálagjörningar hafa þó sett svartan blett á aðdragandann. vísir/getty Alvarlegt mál er komið upp vegna fyrirhugaðrar tónleikaraðar hljómsveitarinnar Sigur Rósar í Hörpu þar sem tugir milljóna úr miðasölu tónleikanna eru horfnir. Liðsmaður Sigur Rósar staðfestir að ákveðið vandamál hafi komið upp en unnið sé að því að leysa það. Forstjóri Hörpu segir að það sé ófrávíkjanleg regla að ræða ekki einstaka viðskipti eða viðburði. Heimildir Fréttablaðsins herma að tónleikahaldari, einstaklingur sem unnið hefur náið með hljómsveitinni um árabil, hafi fengið 35 milljóna króna fyrirframgreiðslu af miðasölu tónleikanna hjá forstjóra Hörpu, Svanhildi Konráðsdóttur. Þeim peningum virðist tónleikahaldarinn síðan hafa ráðstafað í annað sem er viðburðinum og hljómsveitinni með öllu óviðkomandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þykir ráðstöfunin afar óeðlileg enda hafi hvorki samráð né samband verið haft við meðlimi sveitarinnar vegna hennar, og hafi þeir frétt af málinu út undan sér.Svanhildur Kornáðsdóttir, forstjóri Hörpu. Fréttablaðið/ValliÞá leiki verulegur vafi á því hvort forstjórinn hafi haft heimild til að greiða peningana út eða ábyrgðarmaður tónleikanna haft heimild til að óska eftir þeim og ráðstafa að vild enda hafi gjörningurinn verið gerður þvert á ráðleggingar annars starfsfólks í Hörpu. Komin er upp sú staða að milljónatugirnir finnast ekki, illa hefur gengið að fá þá til baka og Harpa ekki viljað ábyrgjast upphæðina sem greidd var út. Sigur Rós á að koma fram á fernum tónleikum í lok desember undir yfirskriftinni Norður og niður, en heimildir Fréttablaðsins herma að málið hafi skapað mikla óvissu um hvort þeir geti farið fram. Tónleikahaldaranum hefur verið gert að segja sig frá verkefninu og annar einstaklingur fenginn til að taka við. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir aðspurð um málið og sinn þátt í því að það sé grundvallaratriði þar á bæ að tjá sig ekki um einstaka viðburði, viðskiptamenn eða samskipti við þá. Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá Sigur Rós vegna málsins og staðfestir Georg Holm, bassaleikari hljómsveitarinnar, að vandamál hafi komið upp. „Það er visst vandamál þarna og við erum að reyna að leysa það með Hörpu.“ Kveðst hann að öðru leyti ekki vilja tjá sig um málið. Ekki náðist í tónleikahaldarann við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 09.35: Tónleikahaldarinn Kári Sturluson hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu.„Af gefnu tilefniUndirritaður hefur starfað að hinum ýmsu verkefnum með hljómsveitinni Sigur Rós og samstarfsfólki þeirra síðan 2005. Meðal annars hefur undirritaður tekið ábyrgð á tónleikum þeirra á Íslandi síðan þá.Engin breyting er þar á varðandi ferna tónleika hljómsveitarinnar í Eldborg nú milli jóla - og nýárs.Undirritaður er annarsvegar með samkomulag við hljómsveitina um tónleikana og hinsvegar samkomulag við Hörpu um leigu á húsnæði, tækjum, miðasölu og mannskap vegna tónleikana.Skyldur aðila vegna tónleikana eru skýrar og hef ég staðið við minn hlut þar og mun gera svo áfram. Vænti ég þess að aðrir aðilar samkomulagsins geri slíkt hið sama.Fernum tónleikum Sigur Rósar í Eldborg ber ekki að rugla saman við hátíðina ‘Norður og Niður’ sem á að fara fram samhliða tónleikunum en sem sjálfstætt mengi í framkvæmd og sölu. Undirritaður hóf það verkefni með hljómsveitinni en ekki náðist sátt um útfærsluna á því og því var annar aðili fengin að því verkefni sem slíku.Með vinsemd og virðingu,Kári Sturluson“ Markaðir Tengdar fréttir Baksviðs með Sigur Rós: „Stay the fuck out of the way“ Blaðamaður Vísis fékk að vera fluga á vegg á tónleikum Sigur Rósar á Lowlands-hátíðinni í Hollandi. 17. september 2016 09:45 Sigur Rós tekur yfir Hörpu og heldur ferna tónleika Hljómsveitin Sigur Rós mun taka yfir Hörpu á milli jóla og nýárs og koma fram á fernum tónleikum í Eldborg. 8. maí 2017 14:08 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Alvarlegt mál er komið upp vegna fyrirhugaðrar tónleikaraðar hljómsveitarinnar Sigur Rósar í Hörpu þar sem tugir milljóna úr miðasölu tónleikanna eru horfnir. Liðsmaður Sigur Rósar staðfestir að ákveðið vandamál hafi komið upp en unnið sé að því að leysa það. Forstjóri Hörpu segir að það sé ófrávíkjanleg regla að ræða ekki einstaka viðskipti eða viðburði. Heimildir Fréttablaðsins herma að tónleikahaldari, einstaklingur sem unnið hefur náið með hljómsveitinni um árabil, hafi fengið 35 milljóna króna fyrirframgreiðslu af miðasölu tónleikanna hjá forstjóra Hörpu, Svanhildi Konráðsdóttur. Þeim peningum virðist tónleikahaldarinn síðan hafa ráðstafað í annað sem er viðburðinum og hljómsveitinni með öllu óviðkomandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þykir ráðstöfunin afar óeðlileg enda hafi hvorki samráð né samband verið haft við meðlimi sveitarinnar vegna hennar, og hafi þeir frétt af málinu út undan sér.Svanhildur Kornáðsdóttir, forstjóri Hörpu. Fréttablaðið/ValliÞá leiki verulegur vafi á því hvort forstjórinn hafi haft heimild til að greiða peningana út eða ábyrgðarmaður tónleikanna haft heimild til að óska eftir þeim og ráðstafa að vild enda hafi gjörningurinn verið gerður þvert á ráðleggingar annars starfsfólks í Hörpu. Komin er upp sú staða að milljónatugirnir finnast ekki, illa hefur gengið að fá þá til baka og Harpa ekki viljað ábyrgjast upphæðina sem greidd var út. Sigur Rós á að koma fram á fernum tónleikum í lok desember undir yfirskriftinni Norður og niður, en heimildir Fréttablaðsins herma að málið hafi skapað mikla óvissu um hvort þeir geti farið fram. Tónleikahaldaranum hefur verið gert að segja sig frá verkefninu og annar einstaklingur fenginn til að taka við. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir aðspurð um málið og sinn þátt í því að það sé grundvallaratriði þar á bæ að tjá sig ekki um einstaka viðburði, viðskiptamenn eða samskipti við þá. Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá Sigur Rós vegna málsins og staðfestir Georg Holm, bassaleikari hljómsveitarinnar, að vandamál hafi komið upp. „Það er visst vandamál þarna og við erum að reyna að leysa það með Hörpu.“ Kveðst hann að öðru leyti ekki vilja tjá sig um málið. Ekki náðist í tónleikahaldarann við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 09.35: Tónleikahaldarinn Kári Sturluson hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu.„Af gefnu tilefniUndirritaður hefur starfað að hinum ýmsu verkefnum með hljómsveitinni Sigur Rós og samstarfsfólki þeirra síðan 2005. Meðal annars hefur undirritaður tekið ábyrgð á tónleikum þeirra á Íslandi síðan þá.Engin breyting er þar á varðandi ferna tónleika hljómsveitarinnar í Eldborg nú milli jóla - og nýárs.Undirritaður er annarsvegar með samkomulag við hljómsveitina um tónleikana og hinsvegar samkomulag við Hörpu um leigu á húsnæði, tækjum, miðasölu og mannskap vegna tónleikana.Skyldur aðila vegna tónleikana eru skýrar og hef ég staðið við minn hlut þar og mun gera svo áfram. Vænti ég þess að aðrir aðilar samkomulagsins geri slíkt hið sama.Fernum tónleikum Sigur Rósar í Eldborg ber ekki að rugla saman við hátíðina ‘Norður og Niður’ sem á að fara fram samhliða tónleikunum en sem sjálfstætt mengi í framkvæmd og sölu. Undirritaður hóf það verkefni með hljómsveitinni en ekki náðist sátt um útfærsluna á því og því var annar aðili fengin að því verkefni sem slíku.Með vinsemd og virðingu,Kári Sturluson“
Markaðir Tengdar fréttir Baksviðs með Sigur Rós: „Stay the fuck out of the way“ Blaðamaður Vísis fékk að vera fluga á vegg á tónleikum Sigur Rósar á Lowlands-hátíðinni í Hollandi. 17. september 2016 09:45 Sigur Rós tekur yfir Hörpu og heldur ferna tónleika Hljómsveitin Sigur Rós mun taka yfir Hörpu á milli jóla og nýárs og koma fram á fernum tónleikum í Eldborg. 8. maí 2017 14:08 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Baksviðs með Sigur Rós: „Stay the fuck out of the way“ Blaðamaður Vísis fékk að vera fluga á vegg á tónleikum Sigur Rósar á Lowlands-hátíðinni í Hollandi. 17. september 2016 09:45
Sigur Rós tekur yfir Hörpu og heldur ferna tónleika Hljómsveitin Sigur Rós mun taka yfir Hörpu á milli jóla og nýárs og koma fram á fernum tónleikum í Eldborg. 8. maí 2017 14:08