Stelpurnar í Fram eins og fegurðardrottningar sem gleyma að vinna í grunngildunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2017 10:00 Stefán skammar leikmenn sína í leikhléi í leiknum í gærkvöldi. Vísir/Ernir Stefán Arnarson, þjálfari kvennaliðs Fram í handbolta, var ekki par sáttur við leikmenn sína eftir 24-24 jafnteflið gegn Gróttu í 1. umferð Olísdeildar kvenna í gærkvöldi. Líkti hann leikmönnum sínum við fegurðardrottningar sem væru ekki að vinna í sínum grunngildum. Fram var á heimavelli, ríkjandi Íslandsmeistari auk þess sem liðinu er spáð velgengni í vetur á meðan reiknað hafði verið með Gróttustelpum í neðri hluta deildarinnar. Grótta fékk gullið tækifæri til að tryggja sér óvæntan sigur en Guðrún Ósk Maríasdóttir varði vítakast Lovísu Thompson á lokasekúndunum og tryggði Safamýrarliðinu annað stigið. „Þegar það er búið að segja við fegurðardrottningu alltaf hvað hún er falleg, og hún gleymir að vinna í sínum grunngildum, þá verður hún aldrei kosin fegurðardrottning,“ sagði Stefán í viðtali við RÚV eftir leikinn. Hann var ekki spurður nánar út í það hvaða grunngildi það væri sem fegurðardrottningar þyrftu að hafa í hávegum.Viðtalið má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna er komin í gang aftur og það þýðir bara eitt. Við byrjum að safna gullkornum Stefáns Arnarsonar þjálfara Fram #olisdeildin pic.twitter.com/i8KuHSAijr— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 13, 2017 Stefán vakti athygli í viðtölum í úrslitakeppninni í fyrra þegar hann líkti leið Framara að Íslandsmeistaratitlinum við kapphlaup upp á efstu hæð í níu hæða blokk. Í viðtölum eftir hvern leik staðsetti hann liðið í blokkinni á leið upp stigann. Hvort Stefán ætli að vinna frekar með dæmisögur af fegurðardrottningum í vetur á eftir að koma í ljós.Að neðan má sjá myndasyrpu úr leiknum. Ýta þarf á örvarnar til að fletta í tölvu eða draga myndirnar í snjallsíma. Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Óvænt á Selfossi Selfoss vann óvæntan sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar, 32-31, þegar liðin mættust í Vallaskóla á Selfossi í 1. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. 12. september 2017 22:11 Guðrún Ósk bjargaði stigi fyrir Íslandsmeistarana | Myndir Fram fékk Gróttu í heimsókn í 1. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Leikar fóru 24-24. 12. september 2017 21:57 Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Sjá meira
Stefán Arnarson, þjálfari kvennaliðs Fram í handbolta, var ekki par sáttur við leikmenn sína eftir 24-24 jafnteflið gegn Gróttu í 1. umferð Olísdeildar kvenna í gærkvöldi. Líkti hann leikmönnum sínum við fegurðardrottningar sem væru ekki að vinna í sínum grunngildum. Fram var á heimavelli, ríkjandi Íslandsmeistari auk þess sem liðinu er spáð velgengni í vetur á meðan reiknað hafði verið með Gróttustelpum í neðri hluta deildarinnar. Grótta fékk gullið tækifæri til að tryggja sér óvæntan sigur en Guðrún Ósk Maríasdóttir varði vítakast Lovísu Thompson á lokasekúndunum og tryggði Safamýrarliðinu annað stigið. „Þegar það er búið að segja við fegurðardrottningu alltaf hvað hún er falleg, og hún gleymir að vinna í sínum grunngildum, þá verður hún aldrei kosin fegurðardrottning,“ sagði Stefán í viðtali við RÚV eftir leikinn. Hann var ekki spurður nánar út í það hvaða grunngildi það væri sem fegurðardrottningar þyrftu að hafa í hávegum.Viðtalið má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna er komin í gang aftur og það þýðir bara eitt. Við byrjum að safna gullkornum Stefáns Arnarsonar þjálfara Fram #olisdeildin pic.twitter.com/i8KuHSAijr— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 13, 2017 Stefán vakti athygli í viðtölum í úrslitakeppninni í fyrra þegar hann líkti leið Framara að Íslandsmeistaratitlinum við kapphlaup upp á efstu hæð í níu hæða blokk. Í viðtölum eftir hvern leik staðsetti hann liðið í blokkinni á leið upp stigann. Hvort Stefán ætli að vinna frekar með dæmisögur af fegurðardrottningum í vetur á eftir að koma í ljós.Að neðan má sjá myndasyrpu úr leiknum. Ýta þarf á örvarnar til að fletta í tölvu eða draga myndirnar í snjallsíma. Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Óvænt á Selfossi Selfoss vann óvæntan sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar, 32-31, þegar liðin mættust í Vallaskóla á Selfossi í 1. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. 12. september 2017 22:11 Guðrún Ósk bjargaði stigi fyrir Íslandsmeistarana | Myndir Fram fékk Gróttu í heimsókn í 1. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Leikar fóru 24-24. 12. september 2017 21:57 Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Sjá meira
Óvænt á Selfossi Selfoss vann óvæntan sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar, 32-31, þegar liðin mættust í Vallaskóla á Selfossi í 1. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. 12. september 2017 22:11
Guðrún Ósk bjargaði stigi fyrir Íslandsmeistarana | Myndir Fram fékk Gróttu í heimsókn í 1. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Leikar fóru 24-24. 12. september 2017 21:57