Skrópar á allsherjarþingi en óttast ekki að vera gagnrýnd Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. september 2017 07:00 Leiðtogi Mjanmar mætti á allsherjarþingið í fyrra en ætlar að sitja hjá í ár. Nordicphotos/AFP Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi, utanríkisráðherra og leiðtogi Mjanmar, mun ekki mæta á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Aung Shin, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sagði við Reuters í gær að Suu Kyi hefði „ef til vill mikilvægari mál á dagskránni“. Shin sagði jafnframt að Suu Kyi óttaðist aldrei gagnrýni eða að taka á málunum. Líklegt þykir að Mjanmar verði gagnrýnt á þinginu fyrir það sem mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur kallað þjóðernishreinsanir á þjóðflokknum Rohingjum í Rakhine-héraði Mjanmar. Rohingjar eru múslimar og segja mannúðarsamtök að þeir hafi sætt ofsóknum í áratugi. Nærri 400.000 Rohingjar hafa nú flúið ríkið til Bangladess frá því að ný átök brutust út í lok síðasta mánaðar. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum brenna lögreglumenn og almennir borgarar bæi Rohingja til grunna og taka þá af lífi án dóms og laga. Kveikjan að átökunum var árás skæruliða úr þjóðflokknum á lögreglustöð. Þess er skemmst að minnast að Suu Kyi mætti á allsherjarþingið í fyrra í fyrsta sinn sem þjóðarleiðtogi. Sagði hún ríkisstjórn sína gera sitt besta til að skera á hnútinn og koma betur fram við Rohingja. En líkt og áður hefur komið fram sagði Suu Kyi á dögunum að umfjöllun um ofbeldið í Rakhine grundvallaðist á misskilningi. „Við vitum betur en flestir hvað það þýðir að verða fyrir mismunun og fá ekki að njóta mannréttinda. Þess vegna göngum við úr skugga um að allir íbúar ríkisins séu öruggir fyrir slíkri mismunun.“ Suu Kyi, sem er handhafi friðarverðlauna Nóbels, hefur sætt mikilli gagnrýni annarra verðlaunahafa og þjóðhöfðingja fyrir að leyfa ofsóknum í garð Rohingja að halda áfram og fyrir að þegja um vandann. Eins og áður segir er Suu Kyi þó ekki forsætisráðherra Mjanmar. Hún er ríkisráðgjafi. Sú staða var sérstaklega búin til svo Suu Kyi gæti gegnt hlutverki þjóðarleiðtoga en herforingjastjórnin sem ríkti áður en Suu Kyi tók við breytti stjórnarskránni svo enginn sem ætti erlendan maka eða börn gæti orðið forseti. Forseti Mjanmar heitir Htin Kyaw. Hann er samkvæmt lögum þjóðhöfðingi en í raun og veru er Suu Kyi yfirmaður hans, að því er BBC greinir frá. Þegar herforingjastjórnin lét af völdum tryggði hún þó að herinn gegndi áfram lykilhlutverki í stjórn landsins. Samkvæmt lögum á herinn fjórðung þingsæta og stýrir þremur mikilvægum ráðuneytum, það er innanríkisráðuneytinu, varnarmálaráðuneytinu og ráðuneyti landamæra. Þar af leiðandi stýrir herinn einnig lögreglu landsins. Herinn er opinberlega andvígur Rohingjum og lítur svo á að hann berjist við hryðjuverkamenn sem fái fjárstyrki frá erlendum aðilum og samkvæmt BBC er stór hluti almennings á sama máli. Þá er flokkur Suu Kyi ekki í meirihluta á héraðsþingi Rakhine. Þar eru þjóðernishyggjumenn í meirihluta og eru flokksmenn dyggir stuðningsmenn hersins. Ljóst er því að Suu Kyi hefur ekki næg völd til að binda enda á ofbeldið í Rakhine-héraði í snatri og segir Jonathan Head, blaðamaður BBC í Suðaustur-Asíu, að stór hluti kjósenda myndi snöggreiðast Suu Kyi ef hún færi að tala máli Rohingja. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi, utanríkisráðherra og leiðtogi Mjanmar, mun ekki mæta á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Aung Shin, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sagði við Reuters í gær að Suu Kyi hefði „ef til vill mikilvægari mál á dagskránni“. Shin sagði jafnframt að Suu Kyi óttaðist aldrei gagnrýni eða að taka á málunum. Líklegt þykir að Mjanmar verði gagnrýnt á þinginu fyrir það sem mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur kallað þjóðernishreinsanir á þjóðflokknum Rohingjum í Rakhine-héraði Mjanmar. Rohingjar eru múslimar og segja mannúðarsamtök að þeir hafi sætt ofsóknum í áratugi. Nærri 400.000 Rohingjar hafa nú flúið ríkið til Bangladess frá því að ný átök brutust út í lok síðasta mánaðar. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum brenna lögreglumenn og almennir borgarar bæi Rohingja til grunna og taka þá af lífi án dóms og laga. Kveikjan að átökunum var árás skæruliða úr þjóðflokknum á lögreglustöð. Þess er skemmst að minnast að Suu Kyi mætti á allsherjarþingið í fyrra í fyrsta sinn sem þjóðarleiðtogi. Sagði hún ríkisstjórn sína gera sitt besta til að skera á hnútinn og koma betur fram við Rohingja. En líkt og áður hefur komið fram sagði Suu Kyi á dögunum að umfjöllun um ofbeldið í Rakhine grundvallaðist á misskilningi. „Við vitum betur en flestir hvað það þýðir að verða fyrir mismunun og fá ekki að njóta mannréttinda. Þess vegna göngum við úr skugga um að allir íbúar ríkisins séu öruggir fyrir slíkri mismunun.“ Suu Kyi, sem er handhafi friðarverðlauna Nóbels, hefur sætt mikilli gagnrýni annarra verðlaunahafa og þjóðhöfðingja fyrir að leyfa ofsóknum í garð Rohingja að halda áfram og fyrir að þegja um vandann. Eins og áður segir er Suu Kyi þó ekki forsætisráðherra Mjanmar. Hún er ríkisráðgjafi. Sú staða var sérstaklega búin til svo Suu Kyi gæti gegnt hlutverki þjóðarleiðtoga en herforingjastjórnin sem ríkti áður en Suu Kyi tók við breytti stjórnarskránni svo enginn sem ætti erlendan maka eða börn gæti orðið forseti. Forseti Mjanmar heitir Htin Kyaw. Hann er samkvæmt lögum þjóðhöfðingi en í raun og veru er Suu Kyi yfirmaður hans, að því er BBC greinir frá. Þegar herforingjastjórnin lét af völdum tryggði hún þó að herinn gegndi áfram lykilhlutverki í stjórn landsins. Samkvæmt lögum á herinn fjórðung þingsæta og stýrir þremur mikilvægum ráðuneytum, það er innanríkisráðuneytinu, varnarmálaráðuneytinu og ráðuneyti landamæra. Þar af leiðandi stýrir herinn einnig lögreglu landsins. Herinn er opinberlega andvígur Rohingjum og lítur svo á að hann berjist við hryðjuverkamenn sem fái fjárstyrki frá erlendum aðilum og samkvæmt BBC er stór hluti almennings á sama máli. Þá er flokkur Suu Kyi ekki í meirihluta á héraðsþingi Rakhine. Þar eru þjóðernishyggjumenn í meirihluta og eru flokksmenn dyggir stuðningsmenn hersins. Ljóst er því að Suu Kyi hefur ekki næg völd til að binda enda á ofbeldið í Rakhine-héraði í snatri og segir Jonathan Head, blaðamaður BBC í Suðaustur-Asíu, að stór hluti kjósenda myndi snöggreiðast Suu Kyi ef hún færi að tala máli Rohingja.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira